Körfubolti

Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson. Mynd/Hjalti Þór Vignisson
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

„Við klúðruðum þessu því við skitum á okkur í lokin. Við vorum allir skíthræddir síðustu fimm mínúturnar. Við vissum alveg hvað við áttum að gera því við vorum búnir að gera það í 35 mínútur. Þetta var bara fáranlegur endir," sagði Magnús Þór en Grindavík vann lokakafla leiksins 17-7.

„Við spiluðum fína vörn á þá og þeir skoruðu bara 75 stig. Leikurinn okkar í heildina var ekki góður og við vorum algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik," sagði Magnús en ekkert lið hefur verið eins nálægt því að vinna Grindvíkinga að undanförnu.

„Þetta Grindavíkurlið er ekkert ósigrandi ekki frekar en neitt annað lið í heiminum. Það kemur að því að þeir tapa og þá kemur örugglega taphrina hjá þeim. Við bíðum bara spenntir eftir því og þeir eru algjörlega ekki ósigrandi," sagði Magnús.

„Við eigum inni besta leikstjórnandann á landinu og höfum ekki neinar áhyggjur af neinu. Við vorum bara aular að tapa þessum leik og núna þurfum við bara að gíra okkur upp fyrir fimmtudaginn á móti Njarðvík," sagði Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×