Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Magnús: Erum til í að slasa okkur fyrir málsstaðinn

    Stórskyttan Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, var silkislakur að spila FIFA-tölvuleikinn þegar Vísir heyrði í honum í hádeginu og spurði hann út í stemninguna fyrir kvöldið. Þá mun Keflavík sækja KR heim í oddaleik í Iceland Express-deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus

    "Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík nældi í oddaleik - myndir

    Leikur Keflavíkur og KR í Sláturhúsinu í Keflavík í gær var stórkostleg skemmtun. Annan leikinn í röð var framlengt hjá liðunum og aftur hafði Keflavík betur. Liðin þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitunum gegn Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Maður verður að vera ánægður körfuboltans vegna

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var skiljanlega svekktur í leikslok eftir eins stigs tap í framlengdum leik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. KR hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð í undanúrslitaeinvígi liðanna og framundan er hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitaeinvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar Einarsson: Sagan er bara að endurtaka sig frá 2008

    Gunnar Einarsson var einn af fimm Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig eða meira þegar Keflvík vann 104-103 sigur á KR í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar tryggðu sér þar með oddaleik í einvíginu í DHl-höllinni á fimmtudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Nú er öll pressan á KR

    Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær rosalega mikilvægar þriggja stiga körfur í framlengingunni í 104-103 sigri Keflavíkur á KR í kvöld. Keflavík vann þar sinn annan leik í röð í framlengingu og tryggði sér oddaleik á fimmtudagskvöldið. Hörður Axel endaði leikinn með 16 stig og 7 stoðsendingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar Þór: Þetta er smá aukakrókur

    KR-ingar töpuðu öðrum leiknum í röð í framlengingu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Keflavík í kvöld og nú mætast liðin í hreinum úrslitaleik í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu

    Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hreggviður: Engir meistarataktar í vörninni

    "Varnarleikurinn var dapur og við vorum alls ekki að sýna neina meistaratakta á því sviði,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir tap liðsins á heimavelli gegn Keflavík, 135-139, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Staðan í einvíginu er þar með 2-1 fyrir KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Enginn í Keflavík hafði áhuga á sumarfríi

    "Þetta er hrikalega sætur sigur. Við vorum með bakið upp við vegg og núna snúum við þessu einvígi við,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, kátur í leikslok eftir frækinn sigur Keflavíkur á KR, 135-139, í mögnuðum leik í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik

    Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta

    Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta því KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker fara á kostum þessa dagana í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Þeir eru saman með 45,3 stig, 19.8 fráköst og 12,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum KR í úrslitakeppninni og hafa skilað saman framlagi upp á 50 eða meira í öllum þessum leikjum. Meðalframlag þeirra í leik er upp á 56,8.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verða Suðurnesjalaus lokaúrslit í fyrsta sinn í sögunni?

    KR-ingar eiga möguleika á því að sópa út öðrum Reykjanesbæjarrisanum í röð með sigri í þriðja leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld. Með því að slá út Keflavík myndu KR-ingar líka sjá til þess að lokaúrslitin yrðu í fyrsta sinn í sögunni án Suðurnesjaliðs en Stjörnumenn hafa þegar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

    "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Lögðum mikla áherslu á það að keyra upp hraðann

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, gat verið mjög ánægður með sitt lið eftir frábæran 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld. KR-liðið hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og getur sópað út öðru Reykjanesbæjarliðinu í röð með sigri í þriðja leiknum á föstudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Veturinn undir í næsta leik

    "Þetta var bara ömurlegt og við klúðrum leiknum í fjórða leikhluta," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur eftir 18 stiga tap á móti KR á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildinni. KR gerði út um leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 32-17 en liðið vann leikinn 105-87.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Walker: Vil að mótherjarnir hræðist mig

    Marcus Walker átti enn einn stórleikinn með KR þegar liðið vann 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld en KR er komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti lokaúrslituum með sigri á heimavelli á föstudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Við erum mjög sterkir andlega

    Pavel Ermolinskij átti flottan leik í kvöld þegar KR komst í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík eftir sannfærandi 18 stiga sigur í Keflavík í gærkvöldi. Pavel endaði leikinn með 17 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

    Körfubolti