Körfubolti

KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joshua Brown
Joshua Brown Mynd/Valli
KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni á árinu 2012 þegar þeir heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-liðið vann leikinn 80-73 og er því búið að vinna alla fjóra leiki sína síðan að liðið endurnýjaðu útlendingasveit sína.

Joshua Brown skoraði 22 stig fyrir KR, Hreggviður Magnússon var með 17 stig og Dejan Sencanski var með 13 stig og 12 fráköst. Matthew James Hairston skoraði 21 stig fyrir Þór en besti leikmaður fyrri hlutans, Darrin Govens, var með vara með 12 stig og klikkaði hann á 11 af 12 skotum sínum utan af velli.

Sigurinn þýðir að KR-ingar eru komnir upp að hlið Stjörnunnar og Keflavíkur en öll liðinu eru með sextán stig í 2. til 4. sæti deildarinnar.

KR-ingar komust í 6-0, 12-3 og 18-7 í upphafi leiks og voru síðan 22-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. KR-ingar voru með tíu stiga forskot, 35-25, þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks en Þórsliðið vann síðustu mínútur hálfleiksins 10-2 og kom muninum niður í tvö stig, 37-35, fyrir hálfleik.

KR-ingar náðu aftur ágætri forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var átta stig, 61-53, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu sér inn í leiknum til leiksloka en náðu aldrei að ógna sigri KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×