Körfubolti

Martin: Hinir Kanarnir voru hálf fúlir

Martin í leik með KR.
Martin í leik með KR. Myund/Valli
Martin Hermannsson, KR-ingurinn ungi og öflugi, var ánægður með nýju erlendu leikmennina eftir sigur sinna manna á ÍR í kvöld.

KR skipti á dögunum út erlendu leikmönnum sínum. Lét þá David Tairu og Edward Horton fara og inn komu tveir nýir Kanar og einn Serbi.

„Nýju mennirnir eru búnir að koma flottir inn og eru hressir - annað en þeir sem voru hér áður. Þeir voru hálfpartinn fúlir en þessir hafa fallið vel inn í hópinn," sagði Martin en viðtal við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan sem og umfjöllun um leikinn og önnur viðtöl.

„KR á heima í toppbaráttunni og við ætlum okkur langt í úrslitakeppninni. Það er alltaf pressa í KR og það eru í raun forréttindi að spila hérna. Ef þú ert að spila í KR-treyjunni þá verðurðu að leggja þig 110 prósent fram í öllum leikjum," bætti hann við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×