Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. Innlent 29. október 2022 12:02
Jón Grétar nýr gjaldkeri Samfylkingarinnar Jón Grétar Þórsson hefur verið kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun og hlaut hann 49.64 prósent greiddra atkvæða. Innlent 29. október 2022 11:23
Arna Lára vann ritaraslaginn Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun. Innlent 29. október 2022 10:12
„Við ætlum að breyta samfélaginu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði. Innlent 28. október 2022 21:16
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. Innlent 28. október 2022 20:48
Líður ekki ósvipað og þegar hann kláraði menntaskóla Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið. Innlent 28. október 2022 19:04
Bein útsending: Síðasta formannsræða Loga Logi Einarsson, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, mun flytja sína síðustu ræðu sem formaður flokksins á landsfundi Samfylkingarinnar sem hófst í dag. Innlent 28. október 2022 17:01
Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa. Innlent 28. október 2022 13:02
Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Innlent 28. október 2022 13:01
Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs. Lífið 28. október 2022 11:01
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. Innlent 28. október 2022 10:33
Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. Innlent 28. október 2022 10:27
Býður sig fram gegn Kjartani Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Innlent 28. október 2022 09:06
Carlsen breytti opnunarleik Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. Sport 27. október 2022 23:08
„Mjög íþyngjandi kostnaður“ Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. Innlent 27. október 2022 20:01
Hrafnhildur skipuð hagstofustjóri Hrafnhildur Arnkelsdóttir hefur verið skipuð í embætti hagstofustjóra. Alls bárust fjórtán umsóknir í embættið en þrír drógu umsókn sína til baka. Innlent 27. október 2022 19:53
Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa. Innlent 27. október 2022 19:21
Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa. Innlent 27. október 2022 15:48
Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. Innlent 27. október 2022 14:37
Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland. Innlent 27. október 2022 13:30
Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Skoðun 27. október 2022 13:00
Bjarni segir allt forystufólk bera ábyrgð á stöðu Sjálfstæðisflokksins Guðlaugur Þór Þórðarson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund flokksins í næstu viku enda væri flokkurinn í alvarlegri stöðu fylgislega séð. Bjarni Benediktsson segir fylgi flokksins á ábyrgð allra frambjóðenda sem hver um sig þurfi að horfa á útkomuna í sínu kjördæmi. Innlent 27. október 2022 12:25
Betri framtíð fyrir börnin okkar Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Skoðun 27. október 2022 12:00
Ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs. Innlent 27. október 2022 11:21
Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. Innlent 27. október 2022 11:13
Bein útsending: Sérstök umræða um Samherjamálið Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fer fram á Alþingi klukkan ellefu í dag. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 27. október 2022 10:30
Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. Innlent 27. október 2022 10:26
Blaðamannafundurinn sem þurrkaði upp milljarða Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum. Skoðun 27. október 2022 09:30
Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. Innlent 27. október 2022 09:18
Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Innlent 27. október 2022 08:58