Hvenær hefur maður samræði við barn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. mars 2023 10:30 „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Ef Laxness hefði hins vegar fjallað um 22. kafla laganna – sem hann gerir raunar, t.d. í Sjálfstætt fólk – þá myndi spurningin sennilega hljóða svona: „Hvenær hefur maður samræði við barn og hvenær hefur maður ekki samræði við barn?“ Ef þú ert yngri en 18 ára, þá ertu barn! Þetta ætti ekki að vera sérstaklega flókin spurning, enda er skilgreining hugtaksins „barn“ afar skýr í lögunum: ef þú ert yngri en 18 ára ert þú barn í augum laganna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur árið 2013, skilgreinir barn sem einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri, og sömu sögu má segja um lögræðislög. Fullyrða má að samfélagið sé á heildina litið sammála um að börnum beri að veita aukna lagalega vernd í ljósi þess hve varnarlaus þau geta verið – í ljósi þess að þau búa ekki yfir eins viðamikilli reynslu og þekkingu og fullorðið fólk. Fimmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð… með fimmtugum manni? Þrátt fyrir allt þetta gera lögin okkar eins og þau standa ráð fyrir því að 15 ára börn hafi þroska og vitsmuni til að stunda kynferðismök með fullorðnum – og engin viðmið eru sett um ásættanlegt aldursviðmið upp á við. Löggjafinn leggur því blessun sína yfir það að 15 ára einstaklingur og 59 ára einstaklingur eigi í kynferðislegu sambandi. Á sama tíma eru lögin ekki í stakk búin til þess að takast á við það sem kallað er á ensku grooming – þegar fullorðinn einstaklingur byggir upp trúnaðar- og tilfinningasamband við barn til að auðvelda sér að misnota það kynferðislega. Þetta skýtur óneitanlega skökku við í ljósi þeirrar aukningar sem hefur átt sér stað í gagnrýninni umræðu og meðvitund um kynferðislega tilburði fullorðinna í garð barna – samfélagið hefur í síauknum mæli kallað eftir að lengra sé gengið til að tryggja réttarvernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna. Þess vegna lagði ég fram lagafrumvarp um að þessu yrði breytt síðastliðið haust. Í frumvarpinu legg ég til að kynferðislegur lágmarksaldur, sem er skilgreindur í almennum hegningarlögum, verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár. Markmiðið er einmitt að efla réttarvernd barna á aldrinum 15–17 ára. Frumvarpið tryggir þó á sama tíma að þótt einstaklingar undir 18 ára aldri eigi í samþykku kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði þeir ekki sóttir til saka þegar um svipaðan aldur er að ræða – eins og hið svokallaða „Rómeó og Júlíu-ákvæði“ gerir nú þegar. Hvers vegna eru lögin svona? Árið 2007 voru gerðar breytingar til hins betra frá því sem áður var, en þá var kynferðislegur lögaldur hækkaður úr 14 árum í 15 ár. Síðan þá hafa engar breytingar átt sér stað. Í greinargerð frumvarpsins segir að íslensk börn byrji mörg að stunda kynlíf 15 ára og því sé varhugavert að hækka aldurinn – svo öruggt sé að einstaklingar á svipuðum aldri undir lögaldursmörkum sem eigi í kynferðislegu sambandi sæti ekki refsingum fyrir. Á þeim tíma virðist þó ekki hafa verið tekið tillit til þess að um þetta hafi ákveðinn varnagli þegar verið sleginn með hinu svokallaða ákvæði um Rómeó og Júlíu. Í því felst að samræði milli einstaklinga undir 15 ára aldri sé ekki refsivert þegar aðilar eru á svipuðum aldri. Í ljósi þess að ákvæðið var þegar til staðar þegar lögunum var breytt virðist röksemdafærslan fyrir því að varhugavert sé að hækka lágmarksaldurinn frekar standa á brothættum brauðfótum. Góð umræða gulli betri Nýverið skilaði embætti héraðssaksóknara umsögn um frumvarpið þar sem gerðar eru mikilvægar efnislegar athugasemdir við innihald þess. Meðal annars bendir embættið á notagildi 200. og 201. gr. hegningarlaga, sem gera hvers kyns kynferðislegt samræði við barn eða annan niðja refsivert – hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn einstakling. Þess að auki færir embættið rök fyrir því að gáleysisákvæði 204. gr. hegningarlaga þjóni sem mikilvægur varnagli fyrir ákæruvaldið. Meginreglan er sú að brot gegn hegningarlögum séu einungis refsiverð þegar ásetningur er til staðar – svo gáleysisákvæðið veitir ákæruvaldinu rýmri heimild en ella til þess að vernda börn. Ég fagna auðvitað allri efnislegri umræðu um frumvarpið og vona að meðferð frumvarpsins í allsherjar- og menntamálanefnd taki gott tillit til þessarra þátta umsagnarinnar, og að hún verði þá til þess að umbætur eigi sér stað. Það síðasta sem ég vil gera er að rökstuddar athugasemdir séu virtar að vettugi – en það er því miður ósiður sem stjórnarliðar hafa tileinkað sér og stunda í síauknum mæli, eins og til að mynda í útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar. Það er afar mikilvægur hluti af lýðræðislegri valddreifingu að tekið sé mark á umsögnum sérfræðinga í hverjum málaflokki fyrir sig. En hvað er mikilvægustu breytingunni til fyrirstöðu? Það sætir þó furðu að embætti héraðssaksóknara haldi því fram í umsögninni að við hækkunina úr 14 í 15 ára aldur árið 2007 hafi verið „vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra til þessa efnis,“ – og að á þeim grundvelli meti embættið sem svo að ekki sé ráðlegt að gera „svo stórar breytingar“ á aldursviðmiðinu „án frekari skoðunar.“ Þegar við könnum greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögunum sem um ræðir kemur í ljós að staðhæfingin um vísan til rannsókna um viðhorf ungmenna í frumvarpinu 2007 sé nokkuð vafasöm. Í greinargerðinni segir: „Rannsóknir sýna að unglingar á Íslandi byrja snemma að stunda kynlíf, eða rúmlega 15 ára að meðaltali.“ Hér er því ekki um að ræða „viðhorf ungmenna sjálfra“ til hækkunar lágmarksaldurs, heldur töluleg gögn um hvenær íslensk ungmenni byrja að jafnaði að stunda kynlíf. Þótt ekki sé vísað til rannsóknarinnar sem um ræðir í greinargerðinni er líklegt að hér sé um að ræða rannsóknarverkefnið HBSC sem kannaði meðal annars kynhneigð og -hegðun ungmenna og var birt í maí 2006. Þar kemur fram að meðaltalið sé jú 15 ára. Í rannsókninni er þó margt merkilegra og marktækara að finna en bara þá niðurstöðu að íslenskir unglingar byrji að meðaltali að stunda kynlíf við 15 ára aldur. Til að mynda kemst rannsóknin að þeirri niðurstöðu að 15 ára stúlkur séu langtum líklegri til þess að hafa byrjað að stunda kynlíf en 15 ára drengir, sem þýðir að stúlkurnar eru mun líklegri til að byrja að stunda kynlíf með sér eldri aðilum. Þetta er afar fyrirferðarmikil vísbending um að bráðnauðsynlega þurfi að auka réttarvernd barna! Eins og ég segi að ofan er öll efnisleg umræða um þetta málefni mikið fagnaðarefni – en hún verður að byggjast á staðreyndum. Von mín er sú að frumvarpið njóti greinargóðrar og gagnrýnar þinglegrar meðferðar í framhaldinu og verði til þess að samfélagið geti reist enn þéttari skjaldborg utan um framtíð, von og trú þjóðarinnar – börnin okkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Börn og uppeldi Kynlíf Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Ef Laxness hefði hins vegar fjallað um 22. kafla laganna – sem hann gerir raunar, t.d. í Sjálfstætt fólk – þá myndi spurningin sennilega hljóða svona: „Hvenær hefur maður samræði við barn og hvenær hefur maður ekki samræði við barn?“ Ef þú ert yngri en 18 ára, þá ertu barn! Þetta ætti ekki að vera sérstaklega flókin spurning, enda er skilgreining hugtaksins „barn“ afar skýr í lögunum: ef þú ert yngri en 18 ára ert þú barn í augum laganna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur árið 2013, skilgreinir barn sem einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri, og sömu sögu má segja um lögræðislög. Fullyrða má að samfélagið sé á heildina litið sammála um að börnum beri að veita aukna lagalega vernd í ljósi þess hve varnarlaus þau geta verið – í ljósi þess að þau búa ekki yfir eins viðamikilli reynslu og þekkingu og fullorðið fólk. Fimmtán ára á föstu, sextán ára í sambúð… með fimmtugum manni? Þrátt fyrir allt þetta gera lögin okkar eins og þau standa ráð fyrir því að 15 ára börn hafi þroska og vitsmuni til að stunda kynferðismök með fullorðnum – og engin viðmið eru sett um ásættanlegt aldursviðmið upp á við. Löggjafinn leggur því blessun sína yfir það að 15 ára einstaklingur og 59 ára einstaklingur eigi í kynferðislegu sambandi. Á sama tíma eru lögin ekki í stakk búin til þess að takast á við það sem kallað er á ensku grooming – þegar fullorðinn einstaklingur byggir upp trúnaðar- og tilfinningasamband við barn til að auðvelda sér að misnota það kynferðislega. Þetta skýtur óneitanlega skökku við í ljósi þeirrar aukningar sem hefur átt sér stað í gagnrýninni umræðu og meðvitund um kynferðislega tilburði fullorðinna í garð barna – samfélagið hefur í síauknum mæli kallað eftir að lengra sé gengið til að tryggja réttarvernd barna gagnvart kynferðislegri misnotkun af hálfu fullorðinna. Þess vegna lagði ég fram lagafrumvarp um að þessu yrði breytt síðastliðið haust. Í frumvarpinu legg ég til að kynferðislegur lágmarksaldur, sem er skilgreindur í almennum hegningarlögum, verði hækkaður úr 15 árum í 18 ár. Markmiðið er einmitt að efla réttarvernd barna á aldrinum 15–17 ára. Frumvarpið tryggir þó á sama tíma að þótt einstaklingar undir 18 ára aldri eigi í samþykku kynferðissambandi á jafnræðisgrundvelli verði þeir ekki sóttir til saka þegar um svipaðan aldur er að ræða – eins og hið svokallaða „Rómeó og Júlíu-ákvæði“ gerir nú þegar. Hvers vegna eru lögin svona? Árið 2007 voru gerðar breytingar til hins betra frá því sem áður var, en þá var kynferðislegur lögaldur hækkaður úr 14 árum í 15 ár. Síðan þá hafa engar breytingar átt sér stað. Í greinargerð frumvarpsins segir að íslensk börn byrji mörg að stunda kynlíf 15 ára og því sé varhugavert að hækka aldurinn – svo öruggt sé að einstaklingar á svipuðum aldri undir lögaldursmörkum sem eigi í kynferðislegu sambandi sæti ekki refsingum fyrir. Á þeim tíma virðist þó ekki hafa verið tekið tillit til þess að um þetta hafi ákveðinn varnagli þegar verið sleginn með hinu svokallaða ákvæði um Rómeó og Júlíu. Í því felst að samræði milli einstaklinga undir 15 ára aldri sé ekki refsivert þegar aðilar eru á svipuðum aldri. Í ljósi þess að ákvæðið var þegar til staðar þegar lögunum var breytt virðist röksemdafærslan fyrir því að varhugavert sé að hækka lágmarksaldurinn frekar standa á brothættum brauðfótum. Góð umræða gulli betri Nýverið skilaði embætti héraðssaksóknara umsögn um frumvarpið þar sem gerðar eru mikilvægar efnislegar athugasemdir við innihald þess. Meðal annars bendir embættið á notagildi 200. og 201. gr. hegningarlaga, sem gera hvers kyns kynferðislegt samræði við barn eða annan niðja refsivert – hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn einstakling. Þess að auki færir embættið rök fyrir því að gáleysisákvæði 204. gr. hegningarlaga þjóni sem mikilvægur varnagli fyrir ákæruvaldið. Meginreglan er sú að brot gegn hegningarlögum séu einungis refsiverð þegar ásetningur er til staðar – svo gáleysisákvæðið veitir ákæruvaldinu rýmri heimild en ella til þess að vernda börn. Ég fagna auðvitað allri efnislegri umræðu um frumvarpið og vona að meðferð frumvarpsins í allsherjar- og menntamálanefnd taki gott tillit til þessarra þátta umsagnarinnar, og að hún verði þá til þess að umbætur eigi sér stað. Það síðasta sem ég vil gera er að rökstuddar athugasemdir séu virtar að vettugi – en það er því miður ósiður sem stjórnarliðar hafa tileinkað sér og stunda í síauknum mæli, eins og til að mynda í útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar. Það er afar mikilvægur hluti af lýðræðislegri valddreifingu að tekið sé mark á umsögnum sérfræðinga í hverjum málaflokki fyrir sig. En hvað er mikilvægustu breytingunni til fyrirstöðu? Það sætir þó furðu að embætti héraðssaksóknara haldi því fram í umsögninni að við hækkunina úr 14 í 15 ára aldur árið 2007 hafi verið „vísað til rannsókna sem lágu fyrir um viðhorf ungmenna sjálfra til þessa efnis,“ – og að á þeim grundvelli meti embættið sem svo að ekki sé ráðlegt að gera „svo stórar breytingar“ á aldursviðmiðinu „án frekari skoðunar.“ Þegar við könnum greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögunum sem um ræðir kemur í ljós að staðhæfingin um vísan til rannsókna um viðhorf ungmenna í frumvarpinu 2007 sé nokkuð vafasöm. Í greinargerðinni segir: „Rannsóknir sýna að unglingar á Íslandi byrja snemma að stunda kynlíf, eða rúmlega 15 ára að meðaltali.“ Hér er því ekki um að ræða „viðhorf ungmenna sjálfra“ til hækkunar lágmarksaldurs, heldur töluleg gögn um hvenær íslensk ungmenni byrja að jafnaði að stunda kynlíf. Þótt ekki sé vísað til rannsóknarinnar sem um ræðir í greinargerðinni er líklegt að hér sé um að ræða rannsóknarverkefnið HBSC sem kannaði meðal annars kynhneigð og -hegðun ungmenna og var birt í maí 2006. Þar kemur fram að meðaltalið sé jú 15 ára. Í rannsókninni er þó margt merkilegra og marktækara að finna en bara þá niðurstöðu að íslenskir unglingar byrji að meðaltali að stunda kynlíf við 15 ára aldur. Til að mynda kemst rannsóknin að þeirri niðurstöðu að 15 ára stúlkur séu langtum líklegri til þess að hafa byrjað að stunda kynlíf en 15 ára drengir, sem þýðir að stúlkurnar eru mun líklegri til að byrja að stunda kynlíf með sér eldri aðilum. Þetta er afar fyrirferðarmikil vísbending um að bráðnauðsynlega þurfi að auka réttarvernd barna! Eins og ég segi að ofan er öll efnisleg umræða um þetta málefni mikið fagnaðarefni – en hún verður að byggjast á staðreyndum. Von mín er sú að frumvarpið njóti greinargóðrar og gagnrýnar þinglegrar meðferðar í framhaldinu og verði til þess að samfélagið geti reist enn þéttari skjaldborg utan um framtíð, von og trú þjóðarinnar – börnin okkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar