„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 14:30 Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundinum. VÍSIR/VILHELM Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“ Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“
Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira