Roberto Baggio er á handboltatreyjum Fram Handknattleikslið Fram skartar afar sérstakri auglýsingu á búningi sínum í vetur. Það er mynd af ítalska knattspyrnugoðinu Roberto Baggio. Handbolti 28. september 2011 16:00
Róbert Aron frá í tvær til fjórar vikur Framarinn Róbert Aron Hostert varð fyrir meiðslum í leik Fram og FH í gær. Róbert var keyrður niður í loftinu og lenti illa á bakinu. Handbolti 27. september 2011 16:45
Vörn Framara kláraði meistarana - myndir Þeir Ingimundur Ingimundarson og Ægir Hrafn Jónsson fóru á kostum er Fram gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara FH á útivelli, 28-23, í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær. Handbolti 27. september 2011 08:00
Haukasigur í Digranesi - myndir Haukar náðu að snúa erfiðri stöðu sér í hag þegar að liðið vann góðan sigur á HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær, 27-22, á útivelli. Handbolti 27. september 2011 07:00
Kristján Ara: Held að þetta verði erfitt hjá okkur fyrir jól Kristján Arason, þjálfari FH, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld "Við vorum bara sofandi í fyrri hálfleik. Það var skelfilegt að sjá liðið og sóknarleikurinn virkilega dapur. Svo kom smá andi í þetta í seinni hálfleik. Munurinn var bara orðinn það stór að við áttum ekki möguleika á að komast inn í leikinn,“ sagði Kristján. Handbolti 26. september 2011 21:47
Einar Jónsson: Menn sýndu að við getum verið mjög góðir "Þeir sem voru að koma til félagsins stóðu sig frábærlega og líka þeir sem við höfðum fyrir," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að liðið vann fimm marka sigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Sannkölluð óskabyrjun hjá Safamýrarliðinu sem tefldi fram mörgum nýjum leikmönnum sem svo sannarlega stóðu fyrir sínu. Handbolti 26. september 2011 21:35
Erlingur: Leiðinlegt að tapa fyrir framan fullt hús „Það er virkilega sárt að tapa og sérstaklega fyrir framan alla þessa áhorfendur sem komu hingað í Digranesið,“ sagði Erlingur Richardsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. Handbolti 26. september 2011 21:26
Aron: Þéttum vörnina í síðari hálfleiknum „Þetta er frábær byrjun hjá okkur og virkilega mikilvægur sigur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. Handbolti 26. september 2011 21:21
Grótta byrjar vel í N1-deildinni Nýliðar Gróttu gerðu í kvöld jafntefli við Val í N1-deild karla í kvöld þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi. Lokatölur voru 21-21. Handbolti 26. september 2011 21:20
Umfjöllun: Framarar lögðu meistarana í Kaplakrika Framarar fengu heldur betur óskabyrjun þegar fyrsta umferð N1-deildarinnar fór fram í kvöld. Þeir heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrikann og náðu í bæði stigin, úrslitin 23-28. Bæði lið eru ansi breytt frá síðasta tímabili. Handbolti 26. september 2011 21:08
Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Handbolti 26. september 2011 20:55
Öruggur sigur Akureyringa í Mosfellsbæ Akureyri vann í kvöld fyrsta leik N1-deildar karla á tímabilinu en liðið mætti þá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Niðurstaðan var ellefu marka sigur Akureyrar, 31-20. Handbolti 26. september 2011 20:14
Handboltinn að byrja - stórleikur í Krikanum Handboltinn byrjar að rúlla af fullum krafti í kvöld en þá fer fram fyrsta umferðin í N1-deild karla. Handbolti 26. september 2011 15:15
Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. Handbolti 22. september 2011 06:00
Aron: Verður gríðarlega jafn vetur Aron Kristjánsson er kominn aftur heim frá Þýskalandi og tekinn við stjórnartaumunum hjá Haukum á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann fór út. Handbolti 21. september 2011 18:00
Einar: Er greinilega svona slakur þjálfari Það verður nóg að gera hjá Einari Jónssyni í vetur því hann mun áfram þjálfa kvennalið Fram og hefur svo bætt við sig karlaliði félagsins. Kvennaliðinu var spáð öðru sæti í spánni í dag en karlaliðinu fjórða til fimmta sæti. Handbolti 21. september 2011 15:45
Kristján: Hefur verið basl að púsla liðinu saman Andstæðingar Kristjáns Arasonar, þjálfara FH, virðast hafa mikla trú á Hafnfirðingnum því þeir spá að FH muni verja Íslandsmeistaratitil sinn í vetur. Handbolti 21. september 2011 13:30
Spá N1-deildar karla: FH ver titilinn Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og forráðamanna liða í N1-deild karla verður FH Íslandsmeistari annað árið í röð. Það var tilkynnt á kynningarfundi N1-deildarinnar nú í hádeginu. Handbolti 21. september 2011 12:17
Kristján: Tekur tíma að púsla þessu saman Kristján Arason, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Handbolti 20. september 2011 22:54
Óskar Bjarni: Frábær leikur Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. Handbolti 20. september 2011 22:52
Ólafur Bjarki verður áfram hjá HK Handknattleiksmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson sem leikið hefur með HK í N1-deildinni undanfarinn ár hefur samið á ný við Kópavogsfélagið. Handbolti 1. september 2011 13:15
Ólafur frá vegna meiðsla Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag. Handbolti 26. ágúst 2011 11:30
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. Handbolti 25. ágúst 2011 12:09
Guif lagði Hauka Tveir leikir fóru fram á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í dag. Sænska liðið Guif, sem Kristján Andrésson þjálfari, vann þriggja marka sigur á Haukum, 24-21. Þá vann FH góðan sigur á Val, 25-20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Handbolti 19. ágúst 2011 23:10
Ólafur Víðir kominn heim til HK - þriggja ára samningur Handknattleikskappinn Ólafur Víðir Ólafsson er snúinn aftur heim í Kópavoginn og leikur með HK á næstu leiktíð. Ólafur Víðir, sem lék með Haugesund í norska handboltanum á síðustu leiktíð, skrifaði undir þriggja ára samning við HK. Handbolti 11. ágúst 2011 12:00
Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Handbolti 5. ágúst 2011 06:00
Ingimundur Ingimundarson í Fram Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson er genginn til liðs við Fram. Ingimundur var kynntur á blaðamannafundi í Safamýrinni fyrir stundu. Handbolti 4. ágúst 2011 17:36
Sigurður Eggertsson til liðs við Fram Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. Handbolti 2. ágúst 2011 14:57
Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Handbolti 25. júlí 2011 14:15
Valur semur við þrjá í handboltanum Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH. Handbolti 29. júní 2011 21:45