Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 23-28 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Seltjarnarnesi skrifar 27. október 2011 16:07 Ægir Hrafn Jónsson. Mynd/Anton Framarar voru lengi í gang á Seltjarnanesinu í kvöld en unnu að lokum öruggan sigur á nýliðum Gróttu í hröðum leik. Grótta hafði forystu í upphafi leiksins en meistaraefnin úr Safamýrinni tóku völdin í leiknum, hægt og rólega, og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Fyrirfram áttu fáir sjálfsagt von á því að Grótta myndi ná að standa í hárinu á Frömurum sem hafa byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. Það var þó einmitt það sem gerðist og gott betur því eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 6-2, heimamönnum í vil. Gróttumenn spiluðu fína vörn með Lárus Helga öflugan í markinu og voru svo grimmir í sókninni. Safamýrapiltar voru hins vegar einfaldlega á hælunum og náðu til að mynda ekki að verja skot fyrr en eftir tæpan stundarfjórðung. Það gerði Sebastian Alexandersson þegar hann var nýkominn inn á. Hann gerði gott betur og hélt sínum mönnum á floti eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Alls átti hann eftir að verja fjögur vítaköst og helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Eftir nokkuð óðagot í sóknarleik Framara tóku þeir sig taki og söxuðu á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Varnarleikurinn styrktist einnig og þó svo að Grótta hafði forystu, 13-12, í hálfeik var ljóst í hvað stefndi. Í stöðunni 16-15 skoraði Fram fimm mörk í röð og eftir það var aldrei spurning hvað væri í vændum. Varnarleikur liðsins, með þá Ægi Hrafn og Ingimund í fararbroddi, var mjög öflugur og uppskáru þeir nokkur auðveld mörk fyrir. Einar Rafn, Halldór Jóhann og Sigurður Eggertsson komu sterkir inn í sóknarleikinn á lokakaflanum og sáu til þess að heimamenn þurfa að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigrinum. Þess ber að geta að það er ýmislegt jákvætt við leik Gróttu og ef þetta heldur áfram á þessari braut er stutt í fyrsta sigurinn. Lárus Helgi er öflugur markvörður og Þorgrímur Ólafsson sterk skytta sem getur skorað allar tegundir af mörkum. Liðið þarf þó að sýna aðeins meiri stöðugleika, bæði í vörn og sókn, og þá fylgja stigin sjálfsagt í kjölfarið. Framarar héldu toppsæti sínu í deildinni með sigrinum og eru komnir aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn HK í síðustu umferð. Einar: Alltaf erfitt að koma út á Nesið„Við vissum að þetta yrði erfitt en bæði lið voru særð eftir síðustu umferð. Við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiksins og kannski vantaði smá sjálfstraust og neista í okkar leik," sagði Einar. „En mér fannst við samt spila virkilega vel í 50 mínútur í kvöld." „Það er erfitt að koma hingað út á Nes og ekki sjálfgefið að vinna hér. Ég er því mjög ánægður með sigurinn." Sebastian Alexandersson kom inn á eftir þessar fyrstu tíu mínútur og átti stóran þátt í því að koma Frömurum í gang eftir slaka byrjun. „Við erum með þrjá mjög góða markmenn. Basti og Maggi hafa verið að klára þessa leiki hingað til og við verið með fína markvörslu hingað til. En það má ekki heldur gleyma því að vörnin var mjög öflug og Gróttumenn áttu á köflum í erfiðleikum með að koma skoti á markið." Framarar voru þó undir í hálfleik en Einar hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Það er aldrei gott að vera undir en við náðum þó að breyta stöðunni úr 6-2 í 13-12. Við vorum að gera ýmislegt jákvætt og gerðum það áfram í seinni hálfleik. Þetta var svo orðið öruggt undir lokin." Guðfinnur: Góðu kaflarnir að lengjastÞjálfari Gróttumanna, Guðfinnur Kristmannsson, sá margt jákvætt við leik sinna manna í kvöld enda byrjðu þeir gríðarlega vel í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var fantafínn en sá seinni aðeins erfiðari. En við erum alltaf í þessu sama - gefum leikinn frá okkur. Við köstuðum boltanum of oft frá okkur og svo voru vítaköstin líka að fara mjög illa í okkur. Vítanýtingin hefur verið alveg skelfilega í allan vetur," sagði Guðfinnur. „Flestir leikir hjá okkur hafa byrjað ágætlega, nema kannski í leiknum gegn HK. Mér finnst að sóknarleikurinn að batna og góðu kaflarnir eru að lengjast hjá okkur. Við vorum með í 45 mínútur í dag og þetta er allt á réttri leið." Framarar gengu á lagið í upphafi seinni hálfleiks og reyndust varnarmönnum Gróttu erfiðir. „Það fór mikið púður í varnarleikinn í fyrri hálfleik og kannski var farið að slitna fullmikið á milli okkar í seinni hálfleik. Við þurfum að treysta mikið til á sömu mennina og því vill krafturinn fara úr þessu hjá okkur." „En það breytist ekki að við förum í alla leiki til að taka stig og svo verður bara tímabilið gert upp í vor." Þorgrímur Smári: Tókum slæmar ákvarðanirGóð frammistaða Þorgríms Smára Ólafssonar, leikmanns Gróttu, dugði ekki til í kvöld en liðið tapaði 23-28 fyrir sterku liði Fram. Þorgrímur var að vonum svekktur í leikslok. „Við vorum flottir í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var að ganga vel upp. Kerfin sem við lögðum upp með fyrir leik voru að virka og þetta leit vel út. Það var hinsvegar annað upp á teningnum í síðari hálfleik og voru þeir byrjaðir að lesa kerfin okkar og áttum við í vandræðum í sóknarleiknum. Við vorum orðnir örvæntingarfullir í okkar leik, tókum slæmar ákvarðanir og ótímabær skot,” sagði Þorgrímur. Hann átti góðan leik, skoraði níu mörk og var potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu í kvöld en það dugði ekki til „Það verður alltaf einhver að stíga upp i svona leikjum og reyna að draga vagninn. Það dugði þó ekki til í dag en ég er þó nokkuð ánægður með mína frammistöðu þó að við höfum tapað leiknum,” sagði Þorgrimur.Sebastían: Stundum er maður fyrir boltanum Sebastían Alexandersson, markvörður Fram, átti stórleik í kvöld og var að vonum ánægður í leikslok. „Maður náði að hjálpa til í dag og auðvitað er það ánægjulegt. Við erum búnir að vera í smá mótlæti en eins og alvöru lið gera þá rifum við okkur upp í hálfleik, komum sterkir í síðari hálfleikinn og kláruðum þetta.” Sebastían var með fimmtíu prósenta markvörslu í leiknum og varði meðal annars fjögur vítaköst Gróttumanna „Stundum fellur þetta með manni og það gerði það í kvöld. Maður er búinn að vera lengi í þessu og stundum tekst manni að vera fyrir boltanum,” sagði Sebastían kátur í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Framarar voru lengi í gang á Seltjarnanesinu í kvöld en unnu að lokum öruggan sigur á nýliðum Gróttu í hröðum leik. Grótta hafði forystu í upphafi leiksins en meistaraefnin úr Safamýrinni tóku völdin í leiknum, hægt og rólega, og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Fyrirfram áttu fáir sjálfsagt von á því að Grótta myndi ná að standa í hárinu á Frömurum sem hafa byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. Það var þó einmitt það sem gerðist og gott betur því eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 6-2, heimamönnum í vil. Gróttumenn spiluðu fína vörn með Lárus Helga öflugan í markinu og voru svo grimmir í sókninni. Safamýrapiltar voru hins vegar einfaldlega á hælunum og náðu til að mynda ekki að verja skot fyrr en eftir tæpan stundarfjórðung. Það gerði Sebastian Alexandersson þegar hann var nýkominn inn á. Hann gerði gott betur og hélt sínum mönnum á floti eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Alls átti hann eftir að verja fjögur vítaköst og helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Eftir nokkuð óðagot í sóknarleik Framara tóku þeir sig taki og söxuðu á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Varnarleikurinn styrktist einnig og þó svo að Grótta hafði forystu, 13-12, í hálfeik var ljóst í hvað stefndi. Í stöðunni 16-15 skoraði Fram fimm mörk í röð og eftir það var aldrei spurning hvað væri í vændum. Varnarleikur liðsins, með þá Ægi Hrafn og Ingimund í fararbroddi, var mjög öflugur og uppskáru þeir nokkur auðveld mörk fyrir. Einar Rafn, Halldór Jóhann og Sigurður Eggertsson komu sterkir inn í sóknarleikinn á lokakaflanum og sáu til þess að heimamenn þurfa að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigrinum. Þess ber að geta að það er ýmislegt jákvætt við leik Gróttu og ef þetta heldur áfram á þessari braut er stutt í fyrsta sigurinn. Lárus Helgi er öflugur markvörður og Þorgrímur Ólafsson sterk skytta sem getur skorað allar tegundir af mörkum. Liðið þarf þó að sýna aðeins meiri stöðugleika, bæði í vörn og sókn, og þá fylgja stigin sjálfsagt í kjölfarið. Framarar héldu toppsæti sínu í deildinni með sigrinum og eru komnir aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn HK í síðustu umferð. Einar: Alltaf erfitt að koma út á Nesið„Við vissum að þetta yrði erfitt en bæði lið voru særð eftir síðustu umferð. Við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiksins og kannski vantaði smá sjálfstraust og neista í okkar leik," sagði Einar. „En mér fannst við samt spila virkilega vel í 50 mínútur í kvöld." „Það er erfitt að koma hingað út á Nes og ekki sjálfgefið að vinna hér. Ég er því mjög ánægður með sigurinn." Sebastian Alexandersson kom inn á eftir þessar fyrstu tíu mínútur og átti stóran þátt í því að koma Frömurum í gang eftir slaka byrjun. „Við erum með þrjá mjög góða markmenn. Basti og Maggi hafa verið að klára þessa leiki hingað til og við verið með fína markvörslu hingað til. En það má ekki heldur gleyma því að vörnin var mjög öflug og Gróttumenn áttu á köflum í erfiðleikum með að koma skoti á markið." Framarar voru þó undir í hálfleik en Einar hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Það er aldrei gott að vera undir en við náðum þó að breyta stöðunni úr 6-2 í 13-12. Við vorum að gera ýmislegt jákvætt og gerðum það áfram í seinni hálfleik. Þetta var svo orðið öruggt undir lokin." Guðfinnur: Góðu kaflarnir að lengjastÞjálfari Gróttumanna, Guðfinnur Kristmannsson, sá margt jákvætt við leik sinna manna í kvöld enda byrjðu þeir gríðarlega vel í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var fantafínn en sá seinni aðeins erfiðari. En við erum alltaf í þessu sama - gefum leikinn frá okkur. Við köstuðum boltanum of oft frá okkur og svo voru vítaköstin líka að fara mjög illa í okkur. Vítanýtingin hefur verið alveg skelfilega í allan vetur," sagði Guðfinnur. „Flestir leikir hjá okkur hafa byrjað ágætlega, nema kannski í leiknum gegn HK. Mér finnst að sóknarleikurinn að batna og góðu kaflarnir eru að lengjast hjá okkur. Við vorum með í 45 mínútur í dag og þetta er allt á réttri leið." Framarar gengu á lagið í upphafi seinni hálfleiks og reyndust varnarmönnum Gróttu erfiðir. „Það fór mikið púður í varnarleikinn í fyrri hálfleik og kannski var farið að slitna fullmikið á milli okkar í seinni hálfleik. Við þurfum að treysta mikið til á sömu mennina og því vill krafturinn fara úr þessu hjá okkur." „En það breytist ekki að við förum í alla leiki til að taka stig og svo verður bara tímabilið gert upp í vor." Þorgrímur Smári: Tókum slæmar ákvarðanirGóð frammistaða Þorgríms Smára Ólafssonar, leikmanns Gróttu, dugði ekki til í kvöld en liðið tapaði 23-28 fyrir sterku liði Fram. Þorgrímur var að vonum svekktur í leikslok. „Við vorum flottir í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var að ganga vel upp. Kerfin sem við lögðum upp með fyrir leik voru að virka og þetta leit vel út. Það var hinsvegar annað upp á teningnum í síðari hálfleik og voru þeir byrjaðir að lesa kerfin okkar og áttum við í vandræðum í sóknarleiknum. Við vorum orðnir örvæntingarfullir í okkar leik, tókum slæmar ákvarðanir og ótímabær skot,” sagði Þorgrímur. Hann átti góðan leik, skoraði níu mörk og var potturinn og pannan í sóknarleik Gróttu í kvöld en það dugði ekki til „Það verður alltaf einhver að stíga upp i svona leikjum og reyna að draga vagninn. Það dugði þó ekki til í dag en ég er þó nokkuð ánægður með mína frammistöðu þó að við höfum tapað leiknum,” sagði Þorgrimur.Sebastían: Stundum er maður fyrir boltanum Sebastían Alexandersson, markvörður Fram, átti stórleik í kvöld og var að vonum ánægður í leikslok. „Maður náði að hjálpa til í dag og auðvitað er það ánægjulegt. Við erum búnir að vera í smá mótlæti en eins og alvöru lið gera þá rifum við okkur upp í hálfleik, komum sterkir í síðari hálfleikinn og kláruðum þetta.” Sebastían var með fimmtíu prósenta markvörslu í leiknum og varði meðal annars fjögur vítaköst Gróttumanna „Stundum fellur þetta með manni og það gerði það í kvöld. Maður er búinn að vera lengi í þessu og stundum tekst manni að vera fyrir boltanum,” sagði Sebastían kátur í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira