Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2011 07:00 Hlynur hefur verið lykilmaður í liði Vals og ætlar að reyna að spila á morgun. Fréttablaðið/Anton Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós." Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós."
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira