Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Grótta 39-24 Birgir H. Stefánsson skrifar 10. nóvember 2011 15:21 Mynd/Valli Akureyri fagnaði langþráðum sigri í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann fimmtán marka stórsigur á Gróttu, 39-24, í Höllinni á Akureyri. Það verður seint sagt að boðið hafi verið upp á dramatík á Akureyri í kvöld en nóg af mörkum var á boðstólnum. Leikurinn var gríðarlega hraður frá upphafi til enda. Hvorugt liðið hafði riðið feitum hesti frá þessari fyrstu umferð N1-deildar karla. Fyrir leikinn var Grótta með aðeins eitt stig í neðsta sætinu á meðan Akureyri var með 3 stig í því sjötta. Grótta fékk sín síðustu og jafnframt einu stig í fyrstu umferð mótsins þegar liðið gerði jafntefli gegn Val. Í sömu umferð náðu Akureyringar einmitt sínum eina sigri á mótinu fram að þessum þegar liðið sigraði Aftureldingu örugglega á útivelli - liðið hafði síðan bætt einu stigi í safnið með því að gera einnig jafntefli við Val. Það var því alveg ljóst að heimamenn ætluðu sér ekkert nema sigur í dag enda er það klárt mál að liðið stefnir á sæti í úrslitakeppni og má því ekki við því að missa mikið fleiri stig ef sá draumur á að ná að verða að raunveruleika. Heimamenn mættu verulega grimmir til leiks og þegar þriðjungur fyrri hálfleiks var lokið voru þeir komnir í 6-2. Leikmenn Gróttu náðu að svara aðeins fyrir sig og minnka muninn niður í tvö mörk stuttu seinna en nær komust þeir ekki, Akureyringar settu aftur í gír undir stjórn Bjarna Fritzsonar sem skoraði átta mörk í fyrri hálfleiknum úr átta skotum. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi enda heimamenn með leikinn í sínum höndum og úr varð hálfgerður æfingarleiksbolti, mestu fagnaðarlæti hálfleiksins komu líklegast þegar Stefán „Uxi" Guðnason kom í markið undir lok leiks fyrir Sveinbjörn Pétursson sem hafði verið mjög góður. Bjarni var öllu rólegri í seinni hálfleiknum en endaði samt leikinn með tólf mörk úr tólf skotum en það var nú samt ekki nóg til þess að fá útnefningu sem maður leiksins en það var Hörður Fannar Sigþórsson sem fékk þann heiður og það verðskuldað. Niðurstaðan var mjög svo öruggur og verðskuldaður sigur heimamanna.Hörður Fannar: Sáttur með mína innkomu „Ég er alveg þreyttur en ég held að ég hafi getað hlaupið meira en Heimir í síðasta leik, hann sprakk eftir fimm mínútur en ég náði átta," sagði Hörður Fannar Sigþórsson brosmildur eftir leik en hann var að enda við að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli og átti frábæra innkomu og var m.a. valinn maður leiksins. „Við náðum upp hörku varnarleik og vorum að vinna boltann hvað eftir annað í þessum leik. Nú förum við að einbeita okkur að bikarleiknum á sunnudaginn á móti FH, verðum bara að taka einn leik í einu. Það kemur ekkert annað en sigur til greina þar enda nánast komnir með fullmannað lið aftur. "Guðfinnur: Hreinasta hörmung „Við byrjuðum illa, köstum allt of mikið af boltum í hendurnar á þeim og gefum þeim auðveld mörk sem má alls ekki og við vorum búnir að tala um. Við spilum illa sóknarlega og erum ekki að gera það sem var upp á lagt. Varnarleikurinn var allt í lagi þegar við náðum að komast í vörn en við töpum allt of mikið af auðveldum boltum," sagði Guðfinnur Arnar Kristmannsson þjálfari Gróttu sem var mjög skiljanlega allt annað en sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Við höfum verið að spila mikið betur, þetta var okkar lang lélegasti leikur. Að sama skapi hafa Akureyringar hugsanlega ekkkert spilað betur enda á leið upp en við gerðum þá líka ansi góða með því að gefa þeim auðveld mörk. Núna er það bara bikarinn á mánudag á móti Aftureldinu og hætta að hugsa um deild, við erum í öllum keppnum til að vera með og stefnum á sigur. Við getum ekkert hlaupið í burtu frá þessu, við erum komnir á stóra sviðið og verðum bara að standa okkur." Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Akureyri fagnaði langþráðum sigri í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann fimmtán marka stórsigur á Gróttu, 39-24, í Höllinni á Akureyri. Það verður seint sagt að boðið hafi verið upp á dramatík á Akureyri í kvöld en nóg af mörkum var á boðstólnum. Leikurinn var gríðarlega hraður frá upphafi til enda. Hvorugt liðið hafði riðið feitum hesti frá þessari fyrstu umferð N1-deildar karla. Fyrir leikinn var Grótta með aðeins eitt stig í neðsta sætinu á meðan Akureyri var með 3 stig í því sjötta. Grótta fékk sín síðustu og jafnframt einu stig í fyrstu umferð mótsins þegar liðið gerði jafntefli gegn Val. Í sömu umferð náðu Akureyringar einmitt sínum eina sigri á mótinu fram að þessum þegar liðið sigraði Aftureldingu örugglega á útivelli - liðið hafði síðan bætt einu stigi í safnið með því að gera einnig jafntefli við Val. Það var því alveg ljóst að heimamenn ætluðu sér ekkert nema sigur í dag enda er það klárt mál að liðið stefnir á sæti í úrslitakeppni og má því ekki við því að missa mikið fleiri stig ef sá draumur á að ná að verða að raunveruleika. Heimamenn mættu verulega grimmir til leiks og þegar þriðjungur fyrri hálfleiks var lokið voru þeir komnir í 6-2. Leikmenn Gróttu náðu að svara aðeins fyrir sig og minnka muninn niður í tvö mörk stuttu seinna en nær komust þeir ekki, Akureyringar settu aftur í gír undir stjórn Bjarna Fritzsonar sem skoraði átta mörk í fyrri hálfleiknum úr átta skotum. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi enda heimamenn með leikinn í sínum höndum og úr varð hálfgerður æfingarleiksbolti, mestu fagnaðarlæti hálfleiksins komu líklegast þegar Stefán „Uxi" Guðnason kom í markið undir lok leiks fyrir Sveinbjörn Pétursson sem hafði verið mjög góður. Bjarni var öllu rólegri í seinni hálfleiknum en endaði samt leikinn með tólf mörk úr tólf skotum en það var nú samt ekki nóg til þess að fá útnefningu sem maður leiksins en það var Hörður Fannar Sigþórsson sem fékk þann heiður og það verðskuldað. Niðurstaðan var mjög svo öruggur og verðskuldaður sigur heimamanna.Hörður Fannar: Sáttur með mína innkomu „Ég er alveg þreyttur en ég held að ég hafi getað hlaupið meira en Heimir í síðasta leik, hann sprakk eftir fimm mínútur en ég náði átta," sagði Hörður Fannar Sigþórsson brosmildur eftir leik en hann var að enda við að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli og átti frábæra innkomu og var m.a. valinn maður leiksins. „Við náðum upp hörku varnarleik og vorum að vinna boltann hvað eftir annað í þessum leik. Nú förum við að einbeita okkur að bikarleiknum á sunnudaginn á móti FH, verðum bara að taka einn leik í einu. Það kemur ekkert annað en sigur til greina þar enda nánast komnir með fullmannað lið aftur. "Guðfinnur: Hreinasta hörmung „Við byrjuðum illa, köstum allt of mikið af boltum í hendurnar á þeim og gefum þeim auðveld mörk sem má alls ekki og við vorum búnir að tala um. Við spilum illa sóknarlega og erum ekki að gera það sem var upp á lagt. Varnarleikurinn var allt í lagi þegar við náðum að komast í vörn en við töpum allt of mikið af auðveldum boltum," sagði Guðfinnur Arnar Kristmannsson þjálfari Gróttu sem var mjög skiljanlega allt annað en sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Við höfum verið að spila mikið betur, þetta var okkar lang lélegasti leikur. Að sama skapi hafa Akureyringar hugsanlega ekkkert spilað betur enda á leið upp en við gerðum þá líka ansi góða með því að gefa þeim auðveld mörk. Núna er það bara bikarinn á mánudag á móti Aftureldinu og hætta að hugsa um deild, við erum í öllum keppnum til að vera með og stefnum á sigur. Við getum ekkert hlaupið í burtu frá þessu, við erum komnir á stóra sviðið og verðum bara að standa okkur."
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira