Ekki ólíklegt að Pétur fari í atvinnumennsku Afturelding mætir með nánast sama mannskap til leiks á næsta tímabili. Handbolti 20. maí 2015 06:30
Víkingur nældi í Atla Karl Nýliðar Víkings í Olís-deild karla fengu sinn fyrsta liðsstyrk í dag. Handbolti 19. maí 2015 21:45
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Handbolti 18. maí 2015 16:11
Björgvin og Kristín bestu leikmennirnir | Einar og Kári bestu þjálfararnir Björgvin Hólmgeirsson, stórskyttan úr ÍR og Kristín Guðmundsdóttir, miðjumaður Vals, voru valdnir bestu leikmenn Olís-deildar karla og kvenna á árlegu lokahófi í Gullhömrum í gærkvöldi. Handbolti 17. maí 2015 10:00
Jón Gunnlaugur ráðinn til HK Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá HK. Handbolti 16. maí 2015 09:00
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Handbolti 15. maí 2015 17:11
Handboltaparið líklega áfram á Ásvöllum Giedrius Morkunas og Marija Gedroit spila væntanlega áfram með Haukum. Handbolti 15. maí 2015 06:30
Elvar áfram á Hlíðarenda Elvar Friðriksson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 14. maí 2015 22:30
Haukarnir slökktu í Pétri í úrslitaeinvíginu Haukar sýndu mátt sinn og megin í úrslitakeppninni í handbolta sem lauk í fyrradag. Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum á mánudaginn. Handbolti 14. maí 2015 18:00
Víkingar byrjaðir að styrkja sig fyrir Olís-deildina Daníel Ingi Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Handbolti 14. maí 2015 08:00
Lykilinn er að vera tilbúinn að læra af öðrum Patrekur Jóhannesson gerði Hauka að Íslandsmeisturum á mánudagskvöldið þegar liðið lauk fullkominni úrslitakeppni með því að sópa Aftureldingu í lokaúrslitum. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Patreks. Handbolti 14. maí 2015 07:00
Stórskyttan frá Selfossi áfram hjá ÍBV Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Handbolti 13. maí 2015 17:07
Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Handbolti 13. maí 2015 15:47
Kári Kristján búinn að semja við ÍBV Bikarmeistarar ÍBV fengu góðan liðsstyrk í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði nokkuð óvænt undir samning við félagið. Handbolti 13. maí 2015 14:30
Bara undir í tæpar fimm mínútur Haukar voru með forystu í 85 prósentum af lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015. Handbolti 13. maí 2015 06:00
Ásbjörn áfram í Firðinum Ásbjörn Friðriksson skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Handbolti 12. maí 2015 23:30
Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum. Handbolti 12. maí 2015 19:30
Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000. Handbolti 12. maí 2015 14:30
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. Handbolti 12. maí 2015 06:00
Orri áfram hjá Val til 2017 | Sigurði ætlað að fylla skarð Stephens Orri Freyr Gíslason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Handbolti 11. maí 2015 23:30
Elías Már: Besta ákvörðun sem ég hef tekið Elías Már Halldórsson sér ekki eftir því að hafa snúið aftur til Hauka eftir hálfs tímabils dvöl á Akureyri. Handbolti 11. maí 2015 23:28
Patrekur: Draumur að enda á þennan hátt Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana. Handbolti 11. maí 2015 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. Handbolti 11. maí 2015 17:06
Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti 11. maí 2015 16:30
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. Handbolti 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. Handbolti 8. maí 2015 21:15
Óvænt útspil hjá Haukum | Freyr Brynjarsson á skýrslu Haukar eru án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla en Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hefur kallað á reynsluboltann Frey Brynjarsson. Handbolti 8. maí 2015 19:21
Haukarnir geta jafnað tíu ára gamalt met í kvöld Haukar eru fjórða liðið sem vinnur sex fyrstu leiki sína í sögu úrslitakeppni karlahandboltans og annað af þremur sem hafa farið alla leið. Handbolti 8. maí 2015 06:30
Egill: Þetta er spennandi lið með spennandi þjálfara Hinn 19 ára gamli Egill Magnússon samdi við danskt úrvalsdeildarlið í gær. Handbolti 8. maí 2015 06:00
Egill verður eftirmaður Damgaard hjá Team Tvis Holstebro Egill Magnússon, 19 ára skytta úr Stjörnunni, hefur gert samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro, en hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Stjörnunni í Olís-deild karla í vetur. Handbolti 7. maí 2015 15:25