Gólfið í Víkinni eins og skautasvell | Gólfþvottavélin var biluð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2015 11:30 Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson kútveltist hér um á sleipu gólfinu í gær. vísir/pjetur Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45
Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26