Litháskur landsliðsmaður til hjálpar nýliðum Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 19:10 Helgi Eysteinsson og Karolis Stropus takast í hendur við undirritun samningsins í Víkinni í dag. Mynd/Víkingur Víkingar hefur fengið liðstyrk í Olís-deild karla í handbolta en félagið samdi við Litháann Karolis Stropus um að spila með liðinu á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Karolis er 25 ára gamall, rétthentur, 193 cm á hæð og kemur til Víkings frá litháísku meisturunum Klaipeda Dragunas. Hann leikur bæði sem skytta og miðjumaður. Karolis á að baki 24 leiki með A landsliði Litháen auk þess sem hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Litháen. „Karolis er gríðarlega sterkur alhliða leikmaður sem á eftir að styrkja okkur mikið það sem eftir lifir vetrar. Hann er sterkur í vörn og sókn og eykur breiddina í liðinu þar sem að hann getur leyst allar stöður fyrir utan. Ég bind miklar vonir við að hann færi okkur herslumuninn sem hefur vantað til að fá meira út úr leikjunum í upphafi tímabilsins“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Víkings, í fréttatilkynningu frá Víkingum. Víkingar eru nýliðar í Olís-deildinni og sitja eins og er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig í 8 leikjum. Víkingsliðið hefur aðeins skorað 21,5 mark að meðaltali í leik og þurfti því augljóslega á hjálp að halda í sóknarleiknum. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vera kominn til Víkings. Ég hef fylgst með liðinu og fengið smjörþefinn af íslenskum handbolta undanfarna daga. Hér mun ég spila í sterkari deild og ég tel að þetta sé sú áskorun sem ég þarf á þessum tímapunkti til að bæta mig sem leikmaður. Ég hef mikla trú á liðinu og vona að ég geti hjálpað þeim að vinna fleiri leiki á næstu mánuðum“ sagði Karolis Stropus í viðtali í fréttatilkynningunni frá Víkingum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Haukar 19-28 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja nýliða Víkinga af velli í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 9. september 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grótta 22-20 | Víkingur vann nýliðaslaginn Víkingur lagði Gróttu 22-20 í nýliðaslag liðanna í Víkinni í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Grótta var 12-10 yfir í hálfleik. 17. september 2015 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 28-26 | Góður lokakafli ÍR-inga gerði útslagið ÍR er áfram með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar eftir nauman tveggja stiga sigur á nýliðum Víkings í Olís-deildinni í kvöld en Davíð Georgsson gerði út um leikinn með fjórum mörkum á stuttum kafla. 24. september 2015 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Víkingar hefur fengið liðstyrk í Olís-deild karla í handbolta en félagið samdi við Litháann Karolis Stropus um að spila með liðinu á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Karolis er 25 ára gamall, rétthentur, 193 cm á hæð og kemur til Víkings frá litháísku meisturunum Klaipeda Dragunas. Hann leikur bæði sem skytta og miðjumaður. Karolis á að baki 24 leiki með A landsliði Litháen auk þess sem hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Litháen. „Karolis er gríðarlega sterkur alhliða leikmaður sem á eftir að styrkja okkur mikið það sem eftir lifir vetrar. Hann er sterkur í vörn og sókn og eykur breiddina í liðinu þar sem að hann getur leyst allar stöður fyrir utan. Ég bind miklar vonir við að hann færi okkur herslumuninn sem hefur vantað til að fá meira út úr leikjunum í upphafi tímabilsins“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Víkings, í fréttatilkynningu frá Víkingum. Víkingar eru nýliðar í Olís-deildinni og sitja eins og er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig í 8 leikjum. Víkingsliðið hefur aðeins skorað 21,5 mark að meðaltali í leik og þurfti því augljóslega á hjálp að halda í sóknarleiknum. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vera kominn til Víkings. Ég hef fylgst með liðinu og fengið smjörþefinn af íslenskum handbolta undanfarna daga. Hér mun ég spila í sterkari deild og ég tel að þetta sé sú áskorun sem ég þarf á þessum tímapunkti til að bæta mig sem leikmaður. Ég hef mikla trú á liðinu og vona að ég geti hjálpað þeim að vinna fleiri leiki á næstu mánuðum“ sagði Karolis Stropus í viðtali í fréttatilkynningunni frá Víkingum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Haukar 19-28 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja nýliða Víkinga af velli í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 9. september 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grótta 22-20 | Víkingur vann nýliðaslaginn Víkingur lagði Gróttu 22-20 í nýliðaslag liðanna í Víkinni í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Grótta var 12-10 yfir í hálfleik. 17. september 2015 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 28-26 | Góður lokakafli ÍR-inga gerði útslagið ÍR er áfram með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar eftir nauman tveggja stiga sigur á nýliðum Víkings í Olís-deildinni í kvöld en Davíð Georgsson gerði út um leikinn með fjórum mörkum á stuttum kafla. 24. september 2015 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. 4. október 2015 18:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Haukar 19-28 | Meistararnir byrja á sigri Íslandsmeistar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja nýliða Víkinga af velli í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 9. september 2015 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grótta 22-20 | Víkingur vann nýliðaslaginn Víkingur lagði Gróttu 22-20 í nýliðaslag liðanna í Víkinni í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Grótta var 12-10 yfir í hálfleik. 17. september 2015 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 28-26 | Góður lokakafli ÍR-inga gerði útslagið ÍR er áfram með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar eftir nauman tveggja stiga sigur á nýliðum Víkings í Olís-deildinni í kvöld en Davíð Georgsson gerði út um leikinn með fjórum mörkum á stuttum kafla. 24. september 2015 22:00