Handbolti

Eyjamenn unnu fjórða leikinn í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Grétar og Einar voru öflugir í dag.
Grétar og Einar voru öflugir í dag. Vísir/Vilhelm
Eyjamenn unnu í dag fjórða leik sinn í röð í Olís-deild karla í naumum tveggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ en gestirnir úr Vestmannaeyjum leiddu allt frá fimmtándu mínútu leiksins.

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins höfðu ÍBV unnið þrjá leiki í röð gegn Haukum, Gróttu og ÍR en Afturelding hafði aðeins tapað einum leik af fyrstu fimm í Olís-deildinni.

Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið í leiknum og var staðan 4-4 þegar fjórtán mínútur voru liðnar af leiknum. Þá kom góð rispa hjá Eyjamönnum sem náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þegar liðin fóru inn til búningsklefanna var staðan 9-13, ÍBV í vil.

Eyjamönnum tókst að auka við forskot sitt á upphafsmínútum seinni hálfleiks en eftir tíu mínútna leik var munurinn kominn upp í átta mörk í stöðunni 17-9. Það virtist vekja leikmenn Aftureldingar til lífsins sem hófu að saxa á forskot gestanna.

Tíminn reyndist hinsvegar of naumur en Aftureldingu tókst að minnka muninn niður í tvö mörk undir lok leiksins en lengra komust þeir ekki.

ÍBV er því komið með átta stig eftir sex umferðir, líkt og Afturelding og ÍR en tvö stig eru í topplið Hauka og Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×