Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar

Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina

Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár?

Skoðun
Fréttamynd

Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik

„Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn sjóð­stjóri Kríu

Sæmundur K. Finnbogason hefur verið ráðinn til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hann mun starfa sem sjóðstjóri Kríu, sem er nýr sprota- og nýsköpunarsjóður sem hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggingu fjármögnunarumhverfis sprota-, tækni-, og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum

„Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinnustaðir fyrir og eftir Covid

Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins!

Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu

Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun.

Lífið
Fréttamynd

Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman

„Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“

Atvinnulíf