„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 07:00 Hjónin Þórarinn Stefánsson (Tóti) og Helga Waage störfuðu bæði hjá OZ um síðustu aldamót, þegar fyrirtækið var í samstarfi við Ericsson. Þau stofnuðu síðan sitt eigið sprotafyrirtæki stuttu eftir bankahrun, Mobilitus, og þróuðu kerfi sem gerir fólki kleift að kaupa miða á alls kyns viðburði með símanum. Fljótlega fluttu þau búferlum til Bandaríkjanna enda langflestir viðskiptavinir þeirra sem starfa á öðru tímabelti en Ísland. Vísir/Vilhelm Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. „Við eigum félagið blessunarlega sjálf og getum því auðveldlega hagað seglum eftir vindi. Við vorum reyndar einu sinni mætt á fund til að skrifa undir sölu á því til bandarísks stórfyrirtækis. En þegar við gengum inn á fundinn sagði yfirlögfræðingur þess „What the hell is wrong with your country?" (innskot: hvað er eiginlega að þessu landi ykkar?) segir Þórarinn Stefánsson og bætir við: „Hann hafði þá uppgötvað gjaldeyrishöftin sem þá giltu á Íslandi. Þeim fundi lauk ekki með sölu, þótt okkur hafi síðar tekist að ná aurnum sem í boði var, en eiga fyrirtækið áfram.“ Þórarinn, sem alltaf er kallaður Tóti, stofnaði fyrirtækið Mobilitus með eiginkonu sinni Helgu Waage skömmu eftir bankahrun. Fyrirtækið er í dag starfrækt í Bandaríkjunum og í gegnum hugbúnaðarlausn Mobilitus eru seldir miðar á viðburði um allan heim. Þetta þýðir að milljónir manna nota kerfi Mobilitus til að kaupa sér miða í leikhús, á tónleika, íþróttaleiki og alls kyns skemmtanir. Ársvelta þessara miðasölu nemur hundruðum milljarða í íslenskum krónum og telja viðburðir í sölu í gegnum kerfi Mobilitus nú um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði. Allt byrjaði þetta á því að Tóti og Helga ákváðu fyrr en flestir að veðja á farsímatæknina. Rándýr fjölskylda Helga er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í gervigreind frá University of Pittsburgh. Tóti er með BA í markaðs- og hagfræði frá Assumption College, sem er staðsettur rétt fyrir utan Boston. Helga og Tóti eiga sitt hvora dótturina. Önnur er 28 ára og hin 31 árs. „Við fluttum ekki út fyrr en önnur var flutt að heiman og hin langt komin með menntaskóla. Þær hafa síðan meira eða minna búið erlendis síðan. Önnur í London og hin í New York, París og nú Kaupmannahöfn,“ segir Helga og bætir við: Ef við hefðum átt fleiri börn erum við viss um að næsta hefði flutt til Tókýó, bara til að safna dýrum borgum að búa í!“ Helga og Tóti voru bæði að vinna hjá OZ þegar OZ var í samstarfi við Ericsson í kringum aldamótin síðustu. Það þótti afar spennandi á sínum tíma og ekki laust við að OZ hafi verið fyrsta fræga nýsköpunarfyrirtæki Íslands. Fyrir tíma CCP. Í þessu starfi hjá OZ kynntust hjónin fyrstu netvæddu farsímunum. Þetta var það snemma að þótt fyrstu snjallsímarnir væru komnir á markað, var það ekki fyrr en mun síðar sem hinn almenni neytandi fór að kynnast þeim. Hver man til dæmis ekki eftir Blackberry símunum? Hjá OZ unnu Tóti og Helga að hugbúnaði sem byggði á því að nota tækni þessara snjallsíma. Að kynnast farsímatækninni svona í árdaga þess að hún varð til, segja hjónin að hafi verið kveikjan að þeirri lausn sem þau síðar þróuðu hjá Mobilitus. „Við vorum tilbúin að veðja á þetta fyrr en flestir.“ Hjónin stofnuðu þó ekki Mobilitus fyrr en árið 2009. Frá því þá hafa þau verið í þróun og nýsköpun á sínum eigin vegum, nú síðast með íslenska appið gjugg. Þá segja þau ekki laust við að ástríðan fyrir nýsköpun hafi smitast í fleiri fjölskyldumeðlimi. „Blessuð börnin búa svo við það að vera með nýsköpunarheilkennið. Annað á fullu í að byggja upp tónlistarbransann og hitt í tískubransanum,“ segir Helga. Það er ekki bara kalt á Íslandi því hér eru Tóti og Helga með annarri dótturinni í New York á köldum vetrardegi. Reyndar svo köldum að kaldari hafði ekki verið í borginni í 100 ár. Tóti og Helga búa í Portland í Oregano fylki í Bandaríkjunum en dæturnar í London og síðan New York, París og nú Kaupmannahöfn. Þegar ævintýrið hófst Í kjölfar bankahruns jókst umræða á Íslandi um nýsköpun til muna. Styrkir voru veittir í auknum mæli og fleiri valkostir í boði fyrir fólk sem vildi láta drauma sína rætast með nýsköpun. Tóti og Helga voru í þeim hópi og birtust gjarnan fréttir af þessu nýja og spennandi sprotafyrirtæki í íslenskum fjölmiðlum. Mobilitus fékk styrki og smátt og smátt jukust umsvifin. Þar skipti sköpum að hjónin voru fljót að átta sig á því hvert farsímatæknin var að stefna. Til dæmis sáu þau fljótt fyrir sér að rétta leiðin fyrir símalausnir væri ekki að hafa þær dýrar. „Við lönduðum til dæmis Ticketmaster farsímaverkefninu í útboði með því að bjóðast til þess að gera þetta frítt. Aðrir báðu um hundruði þúsunda dollara, en við sögðumst sætta okkur við að fá bara smá fyrir hvern seldan miða,“ segir Tóti og bætir því við að þegar þetta var, seldust nær engir miðar í gegnum síma. „Það breyttist hratt eftir að við tókum við keflinu,“ segir Helga en enn í dag byggir viðskiptalíkan Mobilitus á því að fá hlut af hverjum seldum miða. Og sem dæmi um breytingu frá því fáir miðar seldust má nefna að árið 2018 var ársvelta miðasölu í gegnum kerfi Mobilitus sem samvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Það sem gerði hjónunum þó nokkuð erfitt fyrir var að vera staðsett á Íslandi. Því sökum tímamismunar við helstu viðskiptavini, voru vinnudagarnir í raun tvöfaldir. Það er ósköp lýjandi að vinna tvo vinnudaga á dag vegna tímamismunar. Kúnninn mætti til vinnu milli fjögur og fimm í eftirmiðdaginn hjá okkur og var við fram yfir miðnætti. Hlutverk Tóta er að sinna kúnnunum og hann var því á fundum og að fylgjast með tölvupósti og skilaboðum fram eftir öllum kvöldum,“ segir Helga. Tími hjónanna snerist því um miðasölu hreinlega allan sólahringinn. „Klukkan tíu á morgnana á Nýja Sjálandi, Ástralíu, Svíþjóð, Bretlandi, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og í öllum tímabeltum innan þessara landa þrjá til fjóra daga vikunnar fóru miðar í sölu og þá var oft eins og um skipulagða netárás væri að ræða í kerfunum hjá okkur,“ segir Helga. „Ég var hluti af viðbragðsteymi sem sat saman á símafundi, og síðan Zoom fundi eftir að Zoom var fundið upp, og vaktaði kerfin. Við bjuggum til alls kyns vöktunartól til að fylgjast með stöðu mála til að geta brugðist við strax ef eitthvað færi út af sporinu og beittum alls kyns teljurum og gervigreindarlausnum til þess. Á einum slíkum fundi heyrðist pirraður maður segja „Can't we get our monitoring to a place where we know when OUR systems are failing before Toti tells us?“ segir Tóti. Í myndaalbúmi Mobilitus er að finna fjöldan allan af tónleikamyndum frá stórstjörnum, hér hinir gömlu góðu Doobie brothers. Í gegnum kerfi Mobilitus hafa milljónir manns keypt sér miða á sýningar, tónleika, íþróttaleiki og alls kyns skemmtanir. Þetta þykir kannski sjálfsagt í dag en þegar fyrirtækið var stofnað, þekktu neytendur það fæstir að hægt væri að kaupa miða í gegnum símann sinn. Flutningurinn til Bandaríkjanna Þessir fundir og tvöfaldir vinnudagar sökum tímamismunar urðu til þess að hjónin ákváðu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna árið 2011. „Við völdum að flytja til Portland í Oregon fylki eftir að hafa heimsótt staðinn einu sinni. Það reyndist heillaspor, því betri borg er vart hægt að hugsa sér,“ segir Tóti en bætir við: „Að minnsta kosti áður en Trump sendi rumpulýð þangað til að efla til óeirða.“ Þá segja þau það hafa breyst á síðustu árum að Portland er að verða áþreifanlega vart við loftlagsbreytingar. „Skógareldar hafa magnast vegna langvinnra þurrka tengdum loftslagsbreytingum. Portland stendur í skjóli frá öllum áttum og allur vindur sem þangað kemur er hnúkaþeyr,“ segir Helga. „En þarna er gott að vera og þægilegt að reka fyrirtæki þar þótt fyrirtækjaskattar séu marktækt hærri þar en hér, eins og er raunin í flestum borgum Bandaríkjanna,“ segir Helga. Haustið 2012 bárust síðan spennandi fréttir. „Við fórum í gegnum viðskiptahraðal hjá Portland Seed Fund og nýttum það til að byggja upp tengslanet á svæðinu,“ segir Helga en Portland Seed Fund má líkja við Startup Nova á Íslandi. Og áfram rúllaði boltinn. „Í öllu þessu miðasölustússi og gagnavinnslu henni tengdri uppgötvuðum við að hægt væri að fjórfalda miðasölu með því að koma upplýsingum um viðburði til breiðari hóps væntra viðskiptavina. Einblínt væri í of miklum mæli á að ná til aðdáenda viðkomandi listamanns, en í raun væri hópurinn mun stærri,“ segir Helga og útskýrir að í raun séu aðdáendur einungis um fjórðungur þeirra sem mæta á tónleika. Miklu stærri hópur er áhugafólk sem er alveg til í að sjá gott „show.“ Við fórum því að hanna lausnir til að hjálpa til við að láta fólk detta um sniðuga hluti til að gera eða sjá, án þess að það hafi verið að leita sérstaklega að því. Það að finna miða á jólatónleika Bo er leyst vandamál ef þú hefur einbeittan brotavilja, en það að detta um jólatónleikana Dónajól er það ekki. Við aðlöguðum því kerfið okkar að því að geta birt upp úr því alls kyns upplýsingar um viðburði, gengum frá áframhaldandi söluprósentusamningum,“ segir Helga. En síðan kom Covid. Tekjur sviðlistafólks um allan heim hrundu í Covid og það á líka við um alls kyns fyrirtæki sem hafa tekjur af því að selja á viðburði eða sjá um aðra viðburðarþjónustu. Þegar heimsfaraldurinn skall á, ákváðu hjónin fljótlega að flýja til Íslands og bíða faraldurinn af sér hér heima. Þau viðurkenna þó að hafa farið að ókyrrast á síðustu vikum þegar ekkert lát virðist vera á smittölum. Hér eru hjónin í árdaga Covid. Afplánun á Íslandi Stuttu eftir að heimsfaraldurinn skall á, flúðu hjónin til Íslands. Við reiknuðum með að Covid tæki að minnsta kosti átján mánuði að ganga yfir, sérstaklega í viðburðabransanum. Við stigum því hratt á bremsuna, skárum niður nánast allan kostnað og flúðum heim til Íslands þar sem við ætlum að afplána og bíða þess að allt lifni við á ný,“ segir Tóti. Þegar á leið og enn berast fréttir um fjölgun smita, fóru hjónin að ókyrrast. „Við fórum svo að ókyrrast og ákváðum að prófa sumar lausnanna hér heima, þótt viðskiptatækifærin í því teljist varla spennandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Tóti og bætir við: „Við byggðum því Gjugg appið, þar sem við bæði birtum allt það sem er að gerast í grennd við notandann en líka flokkað efni þar sem fólk getur hnotið um það sem við sérstaklega veljum að draga fram. Fyrir krakkana, jólagleðina, OFF VENUE hátíðir og fleira. Þar er einfalt að þvælast um og bæta skemmtilegum hlutum í dagatalið sitt svo maður gleymi þeim ekki.“ Þá segja hjónin margt spennandi framundan. Til dæmis Date Night hugmyndir, fagnördahittingar og fleira. „Við erum þegar með Nýsköpunardagatal sem Tóti heldur utan um,“ segir Helga. „Við erum líka að vinna að því að gera staðbundnum fjölmiðlum kleift að birta viðburðaskrár hjá sér, fá þar aukinn fjölda síðuflettinga og aðgang að ítarefni frá viðburðahöldurum til að leggja grunn að meiri umfjöllun um listir og menningu á auðveldari hátt,“ segir Tóti. Hjónin segja lánið í afplánuninni felast í því að Ísland er ágætis tilraunamarkaður. Tölfræðin sem þau fá út úr nýjum lausnum sem þau þróa hér, nýtist síðar sem grunnur að sókn á erlenda markaði. „First we take Reykjavik, then we take Bergen,“ segir Tóti. „Eruð þið ennþá í þessu miðasölustússi?“ Tóti og Helga segja margt gott við að vera á Íslandi og fagna því hversu margt hefur gerst í heimi nýsköpunar. Sem dæmi um kosti Íslands umfram stærri samfélög segir Tóti: „Kosturinn við að hafa þróunarteymi á Íslandi var sá að á þessum fundum gat ég sagt "Þetta verður komið í fyrramálið" og haft til þess ríflega heilan vinnudag. Þannig byggðum við upp orðspor sem teymið sem skilaði af sér lausnum en ekki vandamálum. Við gátum oft leyst einhver mál eða bent á lausnina á meðan stóru fyrirtækin sem við vorum í samkeppni við voru enn að reyna að koma á fundi til að ræða vandann.“ Helga segir snerpuna í samskiptunum þó stundum hafa bitið þau í rassinn. „Einn daginn þegar Tóti brá sér frá til að taka þátt í siglingakeppni og var frá í þrjá tíma beið hans fundarboð þegar hann kom í land. Fundarboðið snerist um "Communications issues" vegna þess að hann hefði ekki svarað tölvupóstum strax. Fundurinn var stuttur, því aðrir í teyminu voru á vakt og öllum skilaboðum hafði verið svarað, bara ekki af Tóta.“ Sjálf hafa þau lagt áherslu á að vera virk í nýsköpunarumhverfinu og líta í raun á það sem skyldu sína. Þannig mæta þau á alla viðburði þar sem frumkvöðlar eru að kynna verkefnin sín og reyna þar að miðla af sinni reynslu. Þá var Helga valin Mentor ársins hjá Startup Reykjavík eitt árið og hefur auk þess verið reglulega í úthlutunarnefnd Eurostars verkefnis Evrópusambandsins. Þar hefur hún kynnst nýsköpunarverkefnum um alla Evrópu og víðar. Heima fyrir eru þó flestir vinir og vandamenn lítið að spá í smáatriðin sem felast í starfssemi Mobilitus. Miklu frekar að fólk vilji næla sér í miða á góðum prís. „Eruð þið enn þá í þessu miðasölustússi?“ er spurningin sem við höfum oftast fengið hér heima undanfarinn áratug. Þegar við svörum játandi erum við gjarnan spurð hvort við gætum reddað miðum á vinsæla viðburði á góðum prís,“ segir Tóti og bætir við: Svarið við því var nei, við vorum jafn vel sett og hver annar að ná sér í miða.“ Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við eigum félagið blessunarlega sjálf og getum því auðveldlega hagað seglum eftir vindi. Við vorum reyndar einu sinni mætt á fund til að skrifa undir sölu á því til bandarísks stórfyrirtækis. En þegar við gengum inn á fundinn sagði yfirlögfræðingur þess „What the hell is wrong with your country?" (innskot: hvað er eiginlega að þessu landi ykkar?) segir Þórarinn Stefánsson og bætir við: „Hann hafði þá uppgötvað gjaldeyrishöftin sem þá giltu á Íslandi. Þeim fundi lauk ekki með sölu, þótt okkur hafi síðar tekist að ná aurnum sem í boði var, en eiga fyrirtækið áfram.“ Þórarinn, sem alltaf er kallaður Tóti, stofnaði fyrirtækið Mobilitus með eiginkonu sinni Helgu Waage skömmu eftir bankahrun. Fyrirtækið er í dag starfrækt í Bandaríkjunum og í gegnum hugbúnaðarlausn Mobilitus eru seldir miðar á viðburði um allan heim. Þetta þýðir að milljónir manna nota kerfi Mobilitus til að kaupa sér miða í leikhús, á tónleika, íþróttaleiki og alls kyns skemmtanir. Ársvelta þessara miðasölu nemur hundruðum milljarða í íslenskum krónum og telja viðburðir í sölu í gegnum kerfi Mobilitus nú um tvöhundruð og sjötíu þúsund viðburði. Allt byrjaði þetta á því að Tóti og Helga ákváðu fyrr en flestir að veðja á farsímatæknina. Rándýr fjölskylda Helga er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í gervigreind frá University of Pittsburgh. Tóti er með BA í markaðs- og hagfræði frá Assumption College, sem er staðsettur rétt fyrir utan Boston. Helga og Tóti eiga sitt hvora dótturina. Önnur er 28 ára og hin 31 árs. „Við fluttum ekki út fyrr en önnur var flutt að heiman og hin langt komin með menntaskóla. Þær hafa síðan meira eða minna búið erlendis síðan. Önnur í London og hin í New York, París og nú Kaupmannahöfn,“ segir Helga og bætir við: Ef við hefðum átt fleiri börn erum við viss um að næsta hefði flutt til Tókýó, bara til að safna dýrum borgum að búa í!“ Helga og Tóti voru bæði að vinna hjá OZ þegar OZ var í samstarfi við Ericsson í kringum aldamótin síðustu. Það þótti afar spennandi á sínum tíma og ekki laust við að OZ hafi verið fyrsta fræga nýsköpunarfyrirtæki Íslands. Fyrir tíma CCP. Í þessu starfi hjá OZ kynntust hjónin fyrstu netvæddu farsímunum. Þetta var það snemma að þótt fyrstu snjallsímarnir væru komnir á markað, var það ekki fyrr en mun síðar sem hinn almenni neytandi fór að kynnast þeim. Hver man til dæmis ekki eftir Blackberry símunum? Hjá OZ unnu Tóti og Helga að hugbúnaði sem byggði á því að nota tækni þessara snjallsíma. Að kynnast farsímatækninni svona í árdaga þess að hún varð til, segja hjónin að hafi verið kveikjan að þeirri lausn sem þau síðar þróuðu hjá Mobilitus. „Við vorum tilbúin að veðja á þetta fyrr en flestir.“ Hjónin stofnuðu þó ekki Mobilitus fyrr en árið 2009. Frá því þá hafa þau verið í þróun og nýsköpun á sínum eigin vegum, nú síðast með íslenska appið gjugg. Þá segja þau ekki laust við að ástríðan fyrir nýsköpun hafi smitast í fleiri fjölskyldumeðlimi. „Blessuð börnin búa svo við það að vera með nýsköpunarheilkennið. Annað á fullu í að byggja upp tónlistarbransann og hitt í tískubransanum,“ segir Helga. Það er ekki bara kalt á Íslandi því hér eru Tóti og Helga með annarri dótturinni í New York á köldum vetrardegi. Reyndar svo köldum að kaldari hafði ekki verið í borginni í 100 ár. Tóti og Helga búa í Portland í Oregano fylki í Bandaríkjunum en dæturnar í London og síðan New York, París og nú Kaupmannahöfn. Þegar ævintýrið hófst Í kjölfar bankahruns jókst umræða á Íslandi um nýsköpun til muna. Styrkir voru veittir í auknum mæli og fleiri valkostir í boði fyrir fólk sem vildi láta drauma sína rætast með nýsköpun. Tóti og Helga voru í þeim hópi og birtust gjarnan fréttir af þessu nýja og spennandi sprotafyrirtæki í íslenskum fjölmiðlum. Mobilitus fékk styrki og smátt og smátt jukust umsvifin. Þar skipti sköpum að hjónin voru fljót að átta sig á því hvert farsímatæknin var að stefna. Til dæmis sáu þau fljótt fyrir sér að rétta leiðin fyrir símalausnir væri ekki að hafa þær dýrar. „Við lönduðum til dæmis Ticketmaster farsímaverkefninu í útboði með því að bjóðast til þess að gera þetta frítt. Aðrir báðu um hundruði þúsunda dollara, en við sögðumst sætta okkur við að fá bara smá fyrir hvern seldan miða,“ segir Tóti og bætir því við að þegar þetta var, seldust nær engir miðar í gegnum síma. „Það breyttist hratt eftir að við tókum við keflinu,“ segir Helga en enn í dag byggir viðskiptalíkan Mobilitus á því að fá hlut af hverjum seldum miða. Og sem dæmi um breytingu frá því fáir miðar seldust má nefna að árið 2018 var ársvelta miðasölu í gegnum kerfi Mobilitus sem samvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Það sem gerði hjónunum þó nokkuð erfitt fyrir var að vera staðsett á Íslandi. Því sökum tímamismunar við helstu viðskiptavini, voru vinnudagarnir í raun tvöfaldir. Það er ósköp lýjandi að vinna tvo vinnudaga á dag vegna tímamismunar. Kúnninn mætti til vinnu milli fjögur og fimm í eftirmiðdaginn hjá okkur og var við fram yfir miðnætti. Hlutverk Tóta er að sinna kúnnunum og hann var því á fundum og að fylgjast með tölvupósti og skilaboðum fram eftir öllum kvöldum,“ segir Helga. Tími hjónanna snerist því um miðasölu hreinlega allan sólahringinn. „Klukkan tíu á morgnana á Nýja Sjálandi, Ástralíu, Svíþjóð, Bretlandi, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og í öllum tímabeltum innan þessara landa þrjá til fjóra daga vikunnar fóru miðar í sölu og þá var oft eins og um skipulagða netárás væri að ræða í kerfunum hjá okkur,“ segir Helga. „Ég var hluti af viðbragðsteymi sem sat saman á símafundi, og síðan Zoom fundi eftir að Zoom var fundið upp, og vaktaði kerfin. Við bjuggum til alls kyns vöktunartól til að fylgjast með stöðu mála til að geta brugðist við strax ef eitthvað færi út af sporinu og beittum alls kyns teljurum og gervigreindarlausnum til þess. Á einum slíkum fundi heyrðist pirraður maður segja „Can't we get our monitoring to a place where we know when OUR systems are failing before Toti tells us?“ segir Tóti. Í myndaalbúmi Mobilitus er að finna fjöldan allan af tónleikamyndum frá stórstjörnum, hér hinir gömlu góðu Doobie brothers. Í gegnum kerfi Mobilitus hafa milljónir manns keypt sér miða á sýningar, tónleika, íþróttaleiki og alls kyns skemmtanir. Þetta þykir kannski sjálfsagt í dag en þegar fyrirtækið var stofnað, þekktu neytendur það fæstir að hægt væri að kaupa miða í gegnum símann sinn. Flutningurinn til Bandaríkjanna Þessir fundir og tvöfaldir vinnudagar sökum tímamismunar urðu til þess að hjónin ákváðu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna árið 2011. „Við völdum að flytja til Portland í Oregon fylki eftir að hafa heimsótt staðinn einu sinni. Það reyndist heillaspor, því betri borg er vart hægt að hugsa sér,“ segir Tóti en bætir við: „Að minnsta kosti áður en Trump sendi rumpulýð þangað til að efla til óeirða.“ Þá segja þau það hafa breyst á síðustu árum að Portland er að verða áþreifanlega vart við loftlagsbreytingar. „Skógareldar hafa magnast vegna langvinnra þurrka tengdum loftslagsbreytingum. Portland stendur í skjóli frá öllum áttum og allur vindur sem þangað kemur er hnúkaþeyr,“ segir Helga. „En þarna er gott að vera og þægilegt að reka fyrirtæki þar þótt fyrirtækjaskattar séu marktækt hærri þar en hér, eins og er raunin í flestum borgum Bandaríkjanna,“ segir Helga. Haustið 2012 bárust síðan spennandi fréttir. „Við fórum í gegnum viðskiptahraðal hjá Portland Seed Fund og nýttum það til að byggja upp tengslanet á svæðinu,“ segir Helga en Portland Seed Fund má líkja við Startup Nova á Íslandi. Og áfram rúllaði boltinn. „Í öllu þessu miðasölustússi og gagnavinnslu henni tengdri uppgötvuðum við að hægt væri að fjórfalda miðasölu með því að koma upplýsingum um viðburði til breiðari hóps væntra viðskiptavina. Einblínt væri í of miklum mæli á að ná til aðdáenda viðkomandi listamanns, en í raun væri hópurinn mun stærri,“ segir Helga og útskýrir að í raun séu aðdáendur einungis um fjórðungur þeirra sem mæta á tónleika. Miklu stærri hópur er áhugafólk sem er alveg til í að sjá gott „show.“ Við fórum því að hanna lausnir til að hjálpa til við að láta fólk detta um sniðuga hluti til að gera eða sjá, án þess að það hafi verið að leita sérstaklega að því. Það að finna miða á jólatónleika Bo er leyst vandamál ef þú hefur einbeittan brotavilja, en það að detta um jólatónleikana Dónajól er það ekki. Við aðlöguðum því kerfið okkar að því að geta birt upp úr því alls kyns upplýsingar um viðburði, gengum frá áframhaldandi söluprósentusamningum,“ segir Helga. En síðan kom Covid. Tekjur sviðlistafólks um allan heim hrundu í Covid og það á líka við um alls kyns fyrirtæki sem hafa tekjur af því að selja á viðburði eða sjá um aðra viðburðarþjónustu. Þegar heimsfaraldurinn skall á, ákváðu hjónin fljótlega að flýja til Íslands og bíða faraldurinn af sér hér heima. Þau viðurkenna þó að hafa farið að ókyrrast á síðustu vikum þegar ekkert lát virðist vera á smittölum. Hér eru hjónin í árdaga Covid. Afplánun á Íslandi Stuttu eftir að heimsfaraldurinn skall á, flúðu hjónin til Íslands. Við reiknuðum með að Covid tæki að minnsta kosti átján mánuði að ganga yfir, sérstaklega í viðburðabransanum. Við stigum því hratt á bremsuna, skárum niður nánast allan kostnað og flúðum heim til Íslands þar sem við ætlum að afplána og bíða þess að allt lifni við á ný,“ segir Tóti. Þegar á leið og enn berast fréttir um fjölgun smita, fóru hjónin að ókyrrast. „Við fórum svo að ókyrrast og ákváðum að prófa sumar lausnanna hér heima, þótt viðskiptatækifærin í því teljist varla spennandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Tóti og bætir við: „Við byggðum því Gjugg appið, þar sem við bæði birtum allt það sem er að gerast í grennd við notandann en líka flokkað efni þar sem fólk getur hnotið um það sem við sérstaklega veljum að draga fram. Fyrir krakkana, jólagleðina, OFF VENUE hátíðir og fleira. Þar er einfalt að þvælast um og bæta skemmtilegum hlutum í dagatalið sitt svo maður gleymi þeim ekki.“ Þá segja hjónin margt spennandi framundan. Til dæmis Date Night hugmyndir, fagnördahittingar og fleira. „Við erum þegar með Nýsköpunardagatal sem Tóti heldur utan um,“ segir Helga. „Við erum líka að vinna að því að gera staðbundnum fjölmiðlum kleift að birta viðburðaskrár hjá sér, fá þar aukinn fjölda síðuflettinga og aðgang að ítarefni frá viðburðahöldurum til að leggja grunn að meiri umfjöllun um listir og menningu á auðveldari hátt,“ segir Tóti. Hjónin segja lánið í afplánuninni felast í því að Ísland er ágætis tilraunamarkaður. Tölfræðin sem þau fá út úr nýjum lausnum sem þau þróa hér, nýtist síðar sem grunnur að sókn á erlenda markaði. „First we take Reykjavik, then we take Bergen,“ segir Tóti. „Eruð þið ennþá í þessu miðasölustússi?“ Tóti og Helga segja margt gott við að vera á Íslandi og fagna því hversu margt hefur gerst í heimi nýsköpunar. Sem dæmi um kosti Íslands umfram stærri samfélög segir Tóti: „Kosturinn við að hafa þróunarteymi á Íslandi var sá að á þessum fundum gat ég sagt "Þetta verður komið í fyrramálið" og haft til þess ríflega heilan vinnudag. Þannig byggðum við upp orðspor sem teymið sem skilaði af sér lausnum en ekki vandamálum. Við gátum oft leyst einhver mál eða bent á lausnina á meðan stóru fyrirtækin sem við vorum í samkeppni við voru enn að reyna að koma á fundi til að ræða vandann.“ Helga segir snerpuna í samskiptunum þó stundum hafa bitið þau í rassinn. „Einn daginn þegar Tóti brá sér frá til að taka þátt í siglingakeppni og var frá í þrjá tíma beið hans fundarboð þegar hann kom í land. Fundarboðið snerist um "Communications issues" vegna þess að hann hefði ekki svarað tölvupóstum strax. Fundurinn var stuttur, því aðrir í teyminu voru á vakt og öllum skilaboðum hafði verið svarað, bara ekki af Tóta.“ Sjálf hafa þau lagt áherslu á að vera virk í nýsköpunarumhverfinu og líta í raun á það sem skyldu sína. Þannig mæta þau á alla viðburði þar sem frumkvöðlar eru að kynna verkefnin sín og reyna þar að miðla af sinni reynslu. Þá var Helga valin Mentor ársins hjá Startup Reykjavík eitt árið og hefur auk þess verið reglulega í úthlutunarnefnd Eurostars verkefnis Evrópusambandsins. Þar hefur hún kynnst nýsköpunarverkefnum um alla Evrópu og víðar. Heima fyrir eru þó flestir vinir og vandamenn lítið að spá í smáatriðin sem felast í starfssemi Mobilitus. Miklu frekar að fólk vilji næla sér í miða á góðum prís. „Eruð þið enn þá í þessu miðasölustússi?“ er spurningin sem við höfum oftast fengið hér heima undanfarinn áratug. Þegar við svörum játandi erum við gjarnan spurð hvort við gætum reddað miðum á vinsæla viðburði á góðum prís,“ segir Tóti og bætir við: Svarið við því var nei, við vorum jafn vel sett og hver annar að ná sér í miða.“
Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 „Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01
Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01
Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00
„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27. september 2021 07:01
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01