Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“

Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna.

Innlent
Fréttamynd

Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq

Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.

Innherji
Fréttamynd

Máttu nota upp­finningu ný­sköpunar­stjóra

Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land er í öðru sæti í vís­ifj­ár­fest­ing­um mið­að við höfð­a­töl­u

Ísland er í öðru sæti yfir þau lönd þar sem sprotafyrirtæki hafa fengið hvað mest fjármagn frá vísisjóðum á fyrri helmingi ársins miðað við höfðatölu. Stjórnendur vísisjóða segja í samtali við Innherja að velgegni íslenskra tæknifyrirtækja á undanförnum árum hafi mikið að segja um hve áhugsamir fjárfestar séu um eignaflokkinn.

Innherji
Fréttamynd

Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir

Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta

Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áttföldun á fjórum árum

Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.

Umræðan
Fréttamynd

Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið

Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó

Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra

Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins.

Innlent
Fréttamynd

„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“

„Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Amazon birtir heimildar­þátt um Kerecis

Heimildarþáttur um íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis er nú aðgengilegur á streymisveitunni Amazon Prime. Aðstoðarforstjóri Amazon stýrir þáttaröðinni sem fjallar um áhugaverð fyrirtæki, sem hann telur eiga erindi við framtíðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Kerecis

Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sidekick landar stórum samningi í Sviss og vinnur að frekari fjármögnun

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun hefja samstarf við svissneska fyrirtækið Ypsomed en í því felst að stafrænar heilbrigðislausnir íslenska fyrirtækisins verða samþættar svokölluðum snjall-llyfjapennum (e. smart auto-injectors). Samkvæmt heimildum Innherja er Sidekick jafnframt nálægt því að klára fjármögnunarlotu sem mun gera innlendum fjárfestum kleift að koma inn í hluthafahópinn. 

Innherji
Fréttamynd

Munu kynna verk­efnin á fjár­festa­degi StartUp SuperN­ova

Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum.

Viðskipti innlent