Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2022 07:01 Það er með ólíkindum að heyra söguna um Thor´s skyrið í Bandaríkjunum, sem nú þegar hefur bolmagn til að ná til 65 milljón manns á samfélagsmiðlunum og er í eigu stórstjörnunnar Terry Crews, barnastjörnunnar Dylan Sprouse, Hafþórs Júlíusar Björnssonar (Fjallið) og Unnars Helga Daníelssonar Beck. Skyrið verður væntanlega í sölu Walmart verslana fljótlega á næsta ári en hugmyndin fór af stað korter í Covid. Vísir/Vilhelm „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. „Við náum til um 65 milljón manns með því bolmagni sem við erum með á samfélagsmiðlunum, þeir eru auðvitað það frægir. Enda held ég að Thor‘s skyrið verði fyrsta celebrity varan ytra sem kennd verður við Ísland.“ Eigendur Thor‘s skyrs eru vægast sagt áhugaverður hópur. Og frægur. Því fyrst lét Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, vaða og sló til með Unnari að hefja framleiðslu á Thor‘s skyrinu. Næst var það Dylan Sprouse sem lengi vel var barnastjarna í Hollywood í myndum og þáttum Disney veldisins. Loks var það Terry Crews sem leikið hefur í fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum sem Íslendingar þekkja. Til dæmis Brooklyn Nine Nine þáttum. Terry hefur líka verið kynnir í Bandaríkjunum í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum. Má þar nefna America‘s Got Talent og á árum áður bandarísku útgáfuna af Viltu vinna milljón. Það skrýtna er að ævintýrið hófst aðeins korter í Covid ef svo má segja. Síðan þá hefur fjóreykið kynnst, mótað sér háleita stefnu fyrir Thor‘s skyrið og unnið að því mjög samhentir að ná fundum og kynningum ytra þannig að stærri samningar eins og við Walmart verði að veruleika. Þó er ekki nema rúmt ár síðan Unnar, forkólfurinn sjálfur, svaf í tjaldi úti í garði hjá vinafólki í Maine. Það er aðdáunarvert að hlusta á það hvernig Unnar Helgi fylgir eftir hugmyndunum sínum. Hræðist það ekkert að hafa samband við mann og annan eða að fylgja eftir hugmyndum sem hann hefur sterka trú á. Enda byrjaði hann ungur. Fyrst í blaðaútgáfu í barnaskóla, síðan í kvikmyndageiranum, loks í veitingageirann á Íslandi en er nú að framleiða Thor´s skyr í Bandaríkjunum. Unnar er 32 ára.Vísir/Vilhelm „Verð aldrei fátækur af hugmyndum“ Til þess að átta okkur á því hvernig það getur gerst að skyr sem Unnar segir komast næst því Íslenska og vera með minnsta viðbætta sykurinn, sé með bolmagn á samfélagsmiðlum til að ná til 65 milljón manns eða sitji fund með forstjóra Wallmart, er ekki hægt annað en að byrja á byrjuninni. Sem er Unnar Helgi. Því Unnar, sem þó er aðeins 32 ára, er upphafsmaðurinn af þessu öllu. „Ég losaði mig úr leigusamningum vegna Icelandic Street Food um leið og Donald Trump lokaði landinu vegna Covid. Því að viðskiptavinirnir mínir voru meira og minna allir útlendingar og allt of mikil óvissa að halda áfram,“ segir Unnar aðspurður um það hvernig hafi farið með reksturinn á þeim stað sem Vísir fjallaði meðal annars um við hann í viðtali árið 2019. Unnar segir Icelandic Street Food reyndar opna aftur árið 2023. En þá á vegum systur hans. Icelandic Street Food staðurinn er hins vegar bara eitt af fjölmörgum verkefnum og störfum sem Unnar hefur komið að. Því aðeins 13 ára gamall hóf hann blaðaútgáfu í Garðabæ. „Ég gaf út þrjú blöð og seldi fullt af auglýsingum. Það var mjög gaman af því hvað fyrirtækin í Garðabæ voru dugleg að styrkja enda gat ég boðið vinum mínum út að borða í pizzur og fleira lengi vel á eftir,“ segir Unnar og skellir uppúr. Já, vöruskiptasamningarnir eins og auglýsingabransinn þekkir svo vel... Unnar þekkti slíka samninga reyndar líka úr kvikmyndageiranum. Því ungur byrjaði hann í þeim geira. „Ég starfaði við eltiljós hjá Hemma Gunn þegar hann var með þættina enn á Stöð 2. Síðar í Idol-inu og X-Factor sem kapaldragari og fleira. Loks var ég orðinn aðstoðartökumaður hjá Árna Filippussyni svila mínum þannig að ég var kominn á fullorðinslaun strax 17 ára,“ segir Unnar sem ákvað síðan að flytja til Danmerkur og reyna fyrir sér áfram í kvikmyndageiranum. Þá 18 ára. Í Danmörku starfaði Unnar í tvö ár en flutti þá til London til að starfa í sama geira. Verðmætin sem felast í mistökum Þegar Unnar hafði starfað í London í um eitt ár, fær hann óvænt starfstilboð. „Dóttir Birgis Bieltvedt í mig því við höfum verið vinir lengi og segir að pabba sínum vanti einhvern til að vera rekstrarstjóri á nýjum stað sem hann var að opna á Íslandi. Sem var Joe & The Juice. Ég vissi auðvitað ekkert um þann geira en skellti mér í þrjá mánuði til Danmerkur þar sem ég fór í þjálfun. Fór síðan til Íslands og byrjaði að reka Joe & The Juice.“ Unnar fann sig þó ekki í því hlutverki lengi. Opnaði skemmtistaðinn Dúfnahóla og síðar veitingastaðinn Ugly Pizza. Sem fór í þrot. Ég hef aldrei lært jafnmikið á neinu verkefni og Ugly. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er dýrmæt reynsla sem maður fær með því að reyna eitthvað sem ekki tekst. Hér heima erum við svolítið fljót að dæma. Ég læt það ekki trufla mig enda er ég meðvitaður um það hversu mikið ég lærði af Ugly. Aðalmálið er að maður reyni alltaf að gera sitt besta. En í rekstri er aldrei gefið að hlutirnir gangi upp og það lærði ég á Ugly.“ En hvernig kom þessi hugmynd til að fara að framleiða skyr fyrir Bandaríkjamarkað? „Sko. Ég er markaðsmaður og hugmyndasmiður að upplagi. Sjáðu til dæmis öll nöfnin á fyrirtækjunum, þau eru engin tilviljun. Dúfnahólar eða Ugly. Þetta eru þannig nöfn að allir fjölmiðlarnir fjölluðu um staðina. Fjölmiðlaumföllun er jú ódýrasta auglýsingin. Varðandi hugmyndina að skyrinu þá kviknaði hún óvart í London þegar ég var þar með félaga. Og hann segir allt í einu við mig: Þú ættir nú einhvern tímann að fara í að framleiða íslenskt skyr í útlöndum,“ segir Unnar og bætir við: „Og þessi hugmynd bara einhvern veginn vistaðist í kollinum á mér. Ég gleymdi henni ekki þótt ég væri með Street Food. En það má kannski taka það fram að ég er frekar ofvirkur. Þannig að ég er alltaf með fullt af hugmyndum og að lágmarki tíu hugmyndir fullmótaðar ef eitthvað bregst. Þetta þýðir að sama hvað verður, þá verð ég aldrei fátækur af hugmyndum.“ Þegar stórhuga menn slá til… Þegar Covid skall á og Icelandic Street Food lokaði, var ekkert annað í stöðunni fyrir Unnar en að láta á það reyna hvort skyrhugmyndin gæti orðið að veruleika. „Ég þekkti Hafþór lítillega frá því að ég vann á skemmtistöðunum og hann var í dyravörslu. Og mér fannst eitthvað svo fáránlegt að sterkasti maður í heimi væri ekki talsmaður fyrir íslenska skyrið. Þannig að ég hringdi í Hafþór…,“ segir Unnar. Svona eins og ekkert sé eðlilegra en að fylgja eftir góðri hugmynd með símtali. Aðferðarfræði sem svo sannarlega á eftir að margsýna sig í þessari sögu að er aðferð sem virkar. „Hafþóri leist strax vel á hugmyndina og það leið ekkert langur tími þar til hann sló til og kom inn í þetta með mér. Við byrjuðum á því að búa til auglýsingaherferð þar sem hann var í aðalhlutverki. Herferðin gaf til kynna að Hafþór væri bóndi og því mikið af fylgjendum úr sveitaheiminum. Sem héldu auðvitað að Fjallið ætlaði að stofna sinn eiginn bóndabæ!“ En var skyrið sjálft tilbúið? „Nei langt því frá. Það gerðist ekki fyrr en löngu seinna.“ Vissir þú eitthvað um hvernig ætti að búa til skyr? „Nei alls ekki. Ég vissi ekki neitt þannig að ég var bara á fullu að gúggla og reyna að afla mér upplýsinga. Eitt sinn þegar ég var að gúggla skyr í Bandaríkjunum rekst ég á vefsíðu þar sem grafískur hönnuður var að birta myndefni um umbúðir og merki sem hann hafði hannað fyrir viðskiptavini. Þar sem talað var um skyr. Á nafnspjaldi sem hann birti mynd af sá ég nafnið Gunnar Birgisson og símanúmer. Þannig að ég hringdi í Gunnar…“ Í ljós kom að umræddur Gunnar Birgisson hafði þá þegar unnið að því að standsetja verksmiðju í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum til að framleiða skyr. Unnar segir Gunnar því vera manninn á bakvið það að búa til skyr úr bandarískum mjólkurafurðum sem er svona líkt íslenska skyrinu. Thor‘s skyrið var smakkað til og þróað hjá Gunnari, sem framleiðir nú Thor‘s skyr fyrir fyrirtækið. En var Gunnar til í það strax að slá til? „Nei auðvitað vissi hann ekkert hver ég væri eða hvort þessi hugmynd mín væri skynsöm,“ segir Unnar og bætir við: „Þannig að ég hringdi í Pétur (Stefánsson) og Hrefnu (Einarsdóttur) vini mína og bað þau um að búa til eitthvað geggjað vörumerki og umbúðir fyrir Thor‘s skyrið til að hafa tilbúið þegar Gunnar kæmi til Íslands. Þau höfðu þrjá daga en það tókst og ég hitti Gunnar á fundi. Í framhaldi af því mótaðist okkar samstarf og mér finnst reyndar mikilvægt að taka það sérstaklega fram ég er Gunnari mjög þakklátur og allri hans aðstoð,“ svarar Unnar. Þá má nefna að Pétur og Hrefna sjá enn um alla grafíska hönnun og vinnu fyrir Thor´s skyrið. Á myndum má sjá Terry og Unnar þegar þeir voru að fara á fund með forstjóra Walmart. Unnar og Gunnar Birgisson sem á skyrverksmiðjuna í Bandaríkjunum sem framleiðir Thor´s skyrið. Umbúðir Thors skyrsins sem Pétur Stefánsson og Hrefna Einarsdóttir sjá um alla hönnun á. Og Unnar og Jón Ferrier sem nú er framkvæmdastjóri Thor´s skyrs en var áður forstjóri fyrirtækis sem skráð er á hlutabréfamarkað í Bretlandi. Þá hringir Kelly Osbourne… En við erum enn ekki farin að átta okkur á eigendahópnum þannig að næst er að spyrja hvernig það kom til að barnastjarna frá Hollywood er einn eigenda. „Sko Kelly Osbourne hafði samband við mig og sagði að vinur sinn væri að koma til Íslands, hvort ég gæti ekki gert eitthvað með honum. Þannig að ég talaði við þennan vin hennar á Instagram og fór síðan og sótti hann á flugvöllinn og þvældist með honum í viku hér heima og við gerðum alls kyns skemmtilega hluti,“ segir Unnar. En hvers vegna eruð þið Kelly Osbourne vinir? „Sameiginlegir vinir og svo er hún er edrú eins og ég,“ svarar Unnar og ljóst er að honum finnst ekkert nema eðlilegt að fleygja fram nöfnum á frægu fólki sem öðru. Því lífið er jú eitt flæði eins og sagt er… Enda kom í ljós, að umræddur vinur Kelly Osbourne, Dylan Sprouse, var frægari en Unnari hafði grunað og er einnig aðili sem hefur bolmagn til fjárfestinga. Það skemmtilega er líka að Dylan hafði komið til Íslands til að hitta Ásatrúafélagið. Því hann er mikið fyrir Þór og guðina okkar í ásatrúnni. „Það var því eitthvað svo heillandi við að fá hann með í Thor´s skyrið. Enda náðum við strax vel saman. Ég endaði því með að segja honum frá hugmyndinni um skyrið og að Fjallið væri með mér í þessu. Spurði hann síðan hvort hann vildi kannski gera þetta með okkur…“ Til að gera langa sögu stutta sagði Dylan Sprouse: Já. Dylan Sprouse var lengi barnastjarna í þáttum og myndum Disney en hann hefur mikinn áhuga á ástatrúnni, guðinum Þór og fleirum. Unnari fannst því tilvalið að spyrja hann hvort hann vildi ekki vera með í ævintýrinu, eftir að Kelly Osbourne hafði beðið hann um að fylgja Dylan eftir í ferðarlagi til Íslands. Á hópmynd er teymi Thor´s skyrs sem Unnar segir fámennan en sterkan hóp og eins má sjá Unnar í verksmiðjunni þegar fyrsta framleiðslan var gerð á skyrinu. Svaf í tjaldi í Maine Á tímum Covid fengu fæstir að ferðast til Bandaríkjanna. Unnar þó einn af fáum því þar sem verið var að þróa vöru ytra fyrir Bandaríkjamarkað fékk hann undanþágu. „Með alls kyns krókaleiðum,“ segir hann sposkur á svip og brosir. Til að hafa efni á að fara út í nokkra mánuði til að þróa skyrið, fékk Unnar lánaðan pening hjá traustum vinum sínum sem trúðu á hann og flaug til Maine í Bandaríkjunum. Ég vissi ekkert hvar ég ætlaði að gista en var með símanúmer hjá vini sem heitir Lárus Ísfeld Ég hringdi í hann og sagðist vanta gistingu. Hann bauð mér að koma út á eyju þar sem hann býr ásamt fjölskyldunni sinni. Þar gisti ég í tjaldi fyrstu næturnar en fékk síðan að búa hjá þeim í óuppgerðu gestahúsi sumarið í fyrra. Sem var frábær tími því þau tóku mig hreinlega að sér eins og fjölskyldumeðlim. Hjá þeim bjó ég, fékk mömmumat að borða alla daga og tók síðan bát alla daga til að fara upp á land í vinnuna því við opnuðum skrifstofu þar,“ segir Unnar en bætir við: „Þessi aðstoð þeirra var ómetanleg. Því ég held satt best að segja að ég hefði bugast ef ég hefði verið einn þarna í stórborg að reyna eitthvað fyrir mér í marga mánuði.“ Þess má geta að umræddur Lárus var lengi vel forstöðumaður Eimskip í Bandaríkjunum en hætti því starfi árið 2018. Það þekkja margir Terry Crews úr þáttunum Brooklyn Nine Nine en hann hefur leikið í fjölmörgum öðrum þáttum og eins verið kynnir í þáttum eins og America's Got Talent. Unnar sá á Instagram að Terry fyndist íslenskt skyr geggjað en það var ekki fyrr en mánuðum síðar sem sameiginlegur lögfræðingur Terrys og Dylans kom á fundi. Þá small allt saman og segir Unnar eigendahópinn mjög samhentann og teymið í heild sinni frábært. Frægur og finnst íslenskt skyr geggjað Ævintýrið heldur áfram því enn á eftir að skýra út hvernig það kom til að Terry Crew bættist við í eigendahópinn. „Ég sá á Instagram að Terry var með yfirlýsingar um að finnast íslenska skyrið algjörlega geggjað. Þannig að ég sendi á hann skilaboð sem hann auðvitað svaraði ekki, enda fær hann pottþétt mjög mikið af skilaboðum til sín.“ Tíminn leið og einhverjir mánuðir. „Þá kemur í ljós að Terry og Dylan eru með sama lögfræðing og ekki nóg með það, heldur er þetta lögfræðingur sem er nokkuð góður vinur þeirra beggja. Þannig berst það Terry til eyrna að við séum að fara að framleiða Thor‘s skyrið fyrir bandaríkjamarkað og höfum áhuga á að fá hann inn. Þetta verður til þess að lögfræðingurinn hringir í mig, leggur til að við tökum fund og segir: Síðustu sjö árin hefur Terry nefnilega verið að skoða tækifæri í fjárfestingum og þetta gæti mjög líklega verið eitthvað sem hann hefði áhuga á….“ Ekki nóg með að Terry hefði verið að skoða fjárfestingartækifæri heldur var hann sérstaklega að skoða tækifæri í jógúrti vegna hlutverksins síns í Brooklyn Nine Nine „Terry Loves Yogurt.“ „Terry er þannig að hann vill að hlutirnir gerist í mjög góðu flæði og svolítið af sjálfu sér. Og ég myndi segja að þannig hafi það komið til að við fjórir erum eigendur Thor‘s skyrs. Því við hittumst fjórir á fundi og það bara small allt saman. Við erum algjörlega einhuga um það hvað við viljum gera og hvernig,“ segir Unnar. Og eins og áður sagði, má vænta stórra tíðinda af Thor´s skyri næstu misseri. Nú þegar líklegt er að skyrið fari fljótlega í dreifingu hjá Walmart. Tekið skal fram að nú þegar er skyrið í sölu víða í Bandaríkjunum en Walmart samningur mun hins vegar margfalda þau tækifæri sem skyrið hefur í sölu og vinsældum. Það var ekkert annað en að skella sér í hugmyndina um skyrframleiðsluna þegar Covid skall á og allar dyr lokuðust í ferðaþjónustunni, en áður höfðu ferðamenn verið helstu viðskiptavinir Unnars á staðnum Street Food. Unnar viðurkennir að hafa alltaf haft á tilfinningunni að hann myndi enda í útlöndum. Enda snúist velgengni um að fylgja eftir góðum hugmyndum og læra af mistökum. En það reynir á að vera fjarri fjölskyldunni og segist Unnar ekki hafa getað gert neitt af þessu nema vegna þess að hann og sambýliskonan hans Linda tóku ákvörðun um að fara saman í skyrið.Vísir/Vilhelm Ástríða skiptir öllu máli Enn á þó eftir að nefna einn lykilmann í Thor´s skyrinu. Sem Unnar segir algjörlega manninn sem hefur tryggt að Thors skyrið er komið á þann stað sem það er í dag. Umræddur maður heitir Jón Ferrier en hann starfar sem framkvæmdastjóri Thor´s skyrs í dag. „Ég ber ómælda virðingu fyrir Jóni. Sem borðaði súpu hjá mér á Street Food og endaði sem framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Jón starfaði áður sem forstjóri Gulf Keystone Patroleum en það fyrirtæki er skráð á hlutabréfamarkað í Bretlandi. Ég hefði aldrei getað gert þetta allt saman einn. Það þarf mikið og sterkt teymi. Við erum fámenn enn þá en mjög sterk og stórhuga.“ Víkur nú sögunni að fjölskyldunni því Unnar er í sambúð með Lindu Jónsdóttur og saman eiga þau dótturina Sóllilju. Sem er tveggja ára. Fjölskyldan býr á Íslandi þótt Unnar sé meira og minna búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tvö ár. Er það ekkert erfitt? „Jú, mér finnst það rosalega erfitt. Linda var náttúrulega ófrísk þegar Covid skall á. Þannig að það var barn á leiðinni þegar að ég lokaði Street Food og dembdi mér í LinkedIn vinnu og fleira til að athuga hvort ég kæmist eitthvað áfram með þessa skyr hugmynd. Sem ég hefði aldrei getað farið lengra með án Lindu.“ Hefur það borist í tal að flytja alveg út? „Já en enn sem komið er finnst mér það alls ekki tímabært. Því eins og ég sagði áðan er ekkert gefið í rekstri. Ég vill því að Thors skyrið verði komið aðeins lengra og reksturinn orðinn stöðugri áður en sú umræða fer eitthvað lengra. En við Linda erum algjörlega í þessu saman. Þetta er ákvörðun sem við tókum saman á sínum tíma og erum alfarið að gera saman, þótt ég sé sá sem er úti og að vinna við skyrið.“ En víkur nú að frumkvöðlaeðlinu, hugsjóninni og trúnni. Hvað er það Unnar sem þarf til að láta svona hluti ganga upp og hefur þú alltaf haft á tilfinningunni að þú myndir enda í einhverjum rekstri sem væri í útlöndum og yrði stór? „Já ég hef alltaf vitað að ég myndi enda í útlöndum. Sú tilfinning hefur alltaf fylgt mér enda er ég löngu búinn að læra það að fólk er bara fólk óháð því hvort það er ríkt, frægt eða annað. Einu sinni var ég til dæmis að vinna í ferðaþjónustu fyrir mjög ríka einstaklinga. Kynntist þá fullt af ungum mönnum eins og mér, moldríkum. Og áttaði mig á því að allt voru þetta strákar sem efnuðust og náðu mikilli velgengni vegna þess að þeir fylgdu eftir einhverri frábærri hugmynd. Sem ég er að gera með Thor‘s skyrið sem ég held að endi í samkeppni við gríska jógúrtið, svo stórt verði það. En Unnar bætir líka við: En ástríðan fyrir því sem þú gerir þarf alltaf að vera sterk og til staðar. Ég til dæmis geri aldrei neitt nema mér þyki það skemmtilegt. Ef eitthvað verður leiðinlegt, þá er ég hættur…“ Starfsframi Íslendingar erlendis Nýsköpun Tengdar fréttir Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við náum til um 65 milljón manns með því bolmagni sem við erum með á samfélagsmiðlunum, þeir eru auðvitað það frægir. Enda held ég að Thor‘s skyrið verði fyrsta celebrity varan ytra sem kennd verður við Ísland.“ Eigendur Thor‘s skyrs eru vægast sagt áhugaverður hópur. Og frægur. Því fyrst lét Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, vaða og sló til með Unnari að hefja framleiðslu á Thor‘s skyrinu. Næst var það Dylan Sprouse sem lengi vel var barnastjarna í Hollywood í myndum og þáttum Disney veldisins. Loks var það Terry Crews sem leikið hefur í fjölmörgum vinsælum sjónvarpsþáttum sem Íslendingar þekkja. Til dæmis Brooklyn Nine Nine þáttum. Terry hefur líka verið kynnir í Bandaríkjunum í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum. Má þar nefna America‘s Got Talent og á árum áður bandarísku útgáfuna af Viltu vinna milljón. Það skrýtna er að ævintýrið hófst aðeins korter í Covid ef svo má segja. Síðan þá hefur fjóreykið kynnst, mótað sér háleita stefnu fyrir Thor‘s skyrið og unnið að því mjög samhentir að ná fundum og kynningum ytra þannig að stærri samningar eins og við Walmart verði að veruleika. Þó er ekki nema rúmt ár síðan Unnar, forkólfurinn sjálfur, svaf í tjaldi úti í garði hjá vinafólki í Maine. Það er aðdáunarvert að hlusta á það hvernig Unnar Helgi fylgir eftir hugmyndunum sínum. Hræðist það ekkert að hafa samband við mann og annan eða að fylgja eftir hugmyndum sem hann hefur sterka trú á. Enda byrjaði hann ungur. Fyrst í blaðaútgáfu í barnaskóla, síðan í kvikmyndageiranum, loks í veitingageirann á Íslandi en er nú að framleiða Thor´s skyr í Bandaríkjunum. Unnar er 32 ára.Vísir/Vilhelm „Verð aldrei fátækur af hugmyndum“ Til þess að átta okkur á því hvernig það getur gerst að skyr sem Unnar segir komast næst því Íslenska og vera með minnsta viðbætta sykurinn, sé með bolmagn á samfélagsmiðlum til að ná til 65 milljón manns eða sitji fund með forstjóra Wallmart, er ekki hægt annað en að byrja á byrjuninni. Sem er Unnar Helgi. Því Unnar, sem þó er aðeins 32 ára, er upphafsmaðurinn af þessu öllu. „Ég losaði mig úr leigusamningum vegna Icelandic Street Food um leið og Donald Trump lokaði landinu vegna Covid. Því að viðskiptavinirnir mínir voru meira og minna allir útlendingar og allt of mikil óvissa að halda áfram,“ segir Unnar aðspurður um það hvernig hafi farið með reksturinn á þeim stað sem Vísir fjallaði meðal annars um við hann í viðtali árið 2019. Unnar segir Icelandic Street Food reyndar opna aftur árið 2023. En þá á vegum systur hans. Icelandic Street Food staðurinn er hins vegar bara eitt af fjölmörgum verkefnum og störfum sem Unnar hefur komið að. Því aðeins 13 ára gamall hóf hann blaðaútgáfu í Garðabæ. „Ég gaf út þrjú blöð og seldi fullt af auglýsingum. Það var mjög gaman af því hvað fyrirtækin í Garðabæ voru dugleg að styrkja enda gat ég boðið vinum mínum út að borða í pizzur og fleira lengi vel á eftir,“ segir Unnar og skellir uppúr. Já, vöruskiptasamningarnir eins og auglýsingabransinn þekkir svo vel... Unnar þekkti slíka samninga reyndar líka úr kvikmyndageiranum. Því ungur byrjaði hann í þeim geira. „Ég starfaði við eltiljós hjá Hemma Gunn þegar hann var með þættina enn á Stöð 2. Síðar í Idol-inu og X-Factor sem kapaldragari og fleira. Loks var ég orðinn aðstoðartökumaður hjá Árna Filippussyni svila mínum þannig að ég var kominn á fullorðinslaun strax 17 ára,“ segir Unnar sem ákvað síðan að flytja til Danmerkur og reyna fyrir sér áfram í kvikmyndageiranum. Þá 18 ára. Í Danmörku starfaði Unnar í tvö ár en flutti þá til London til að starfa í sama geira. Verðmætin sem felast í mistökum Þegar Unnar hafði starfað í London í um eitt ár, fær hann óvænt starfstilboð. „Dóttir Birgis Bieltvedt í mig því við höfum verið vinir lengi og segir að pabba sínum vanti einhvern til að vera rekstrarstjóri á nýjum stað sem hann var að opna á Íslandi. Sem var Joe & The Juice. Ég vissi auðvitað ekkert um þann geira en skellti mér í þrjá mánuði til Danmerkur þar sem ég fór í þjálfun. Fór síðan til Íslands og byrjaði að reka Joe & The Juice.“ Unnar fann sig þó ekki í því hlutverki lengi. Opnaði skemmtistaðinn Dúfnahóla og síðar veitingastaðinn Ugly Pizza. Sem fór í þrot. Ég hef aldrei lært jafnmikið á neinu verkefni og Ugly. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er dýrmæt reynsla sem maður fær með því að reyna eitthvað sem ekki tekst. Hér heima erum við svolítið fljót að dæma. Ég læt það ekki trufla mig enda er ég meðvitaður um það hversu mikið ég lærði af Ugly. Aðalmálið er að maður reyni alltaf að gera sitt besta. En í rekstri er aldrei gefið að hlutirnir gangi upp og það lærði ég á Ugly.“ En hvernig kom þessi hugmynd til að fara að framleiða skyr fyrir Bandaríkjamarkað? „Sko. Ég er markaðsmaður og hugmyndasmiður að upplagi. Sjáðu til dæmis öll nöfnin á fyrirtækjunum, þau eru engin tilviljun. Dúfnahólar eða Ugly. Þetta eru þannig nöfn að allir fjölmiðlarnir fjölluðu um staðina. Fjölmiðlaumföllun er jú ódýrasta auglýsingin. Varðandi hugmyndina að skyrinu þá kviknaði hún óvart í London þegar ég var þar með félaga. Og hann segir allt í einu við mig: Þú ættir nú einhvern tímann að fara í að framleiða íslenskt skyr í útlöndum,“ segir Unnar og bætir við: „Og þessi hugmynd bara einhvern veginn vistaðist í kollinum á mér. Ég gleymdi henni ekki þótt ég væri með Street Food. En það má kannski taka það fram að ég er frekar ofvirkur. Þannig að ég er alltaf með fullt af hugmyndum og að lágmarki tíu hugmyndir fullmótaðar ef eitthvað bregst. Þetta þýðir að sama hvað verður, þá verð ég aldrei fátækur af hugmyndum.“ Þegar stórhuga menn slá til… Þegar Covid skall á og Icelandic Street Food lokaði, var ekkert annað í stöðunni fyrir Unnar en að láta á það reyna hvort skyrhugmyndin gæti orðið að veruleika. „Ég þekkti Hafþór lítillega frá því að ég vann á skemmtistöðunum og hann var í dyravörslu. Og mér fannst eitthvað svo fáránlegt að sterkasti maður í heimi væri ekki talsmaður fyrir íslenska skyrið. Þannig að ég hringdi í Hafþór…,“ segir Unnar. Svona eins og ekkert sé eðlilegra en að fylgja eftir góðri hugmynd með símtali. Aðferðarfræði sem svo sannarlega á eftir að margsýna sig í þessari sögu að er aðferð sem virkar. „Hafþóri leist strax vel á hugmyndina og það leið ekkert langur tími þar til hann sló til og kom inn í þetta með mér. Við byrjuðum á því að búa til auglýsingaherferð þar sem hann var í aðalhlutverki. Herferðin gaf til kynna að Hafþór væri bóndi og því mikið af fylgjendum úr sveitaheiminum. Sem héldu auðvitað að Fjallið ætlaði að stofna sinn eiginn bóndabæ!“ En var skyrið sjálft tilbúið? „Nei langt því frá. Það gerðist ekki fyrr en löngu seinna.“ Vissir þú eitthvað um hvernig ætti að búa til skyr? „Nei alls ekki. Ég vissi ekki neitt þannig að ég var bara á fullu að gúggla og reyna að afla mér upplýsinga. Eitt sinn þegar ég var að gúggla skyr í Bandaríkjunum rekst ég á vefsíðu þar sem grafískur hönnuður var að birta myndefni um umbúðir og merki sem hann hafði hannað fyrir viðskiptavini. Þar sem talað var um skyr. Á nafnspjaldi sem hann birti mynd af sá ég nafnið Gunnar Birgisson og símanúmer. Þannig að ég hringdi í Gunnar…“ Í ljós kom að umræddur Gunnar Birgisson hafði þá þegar unnið að því að standsetja verksmiðju í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum til að framleiða skyr. Unnar segir Gunnar því vera manninn á bakvið það að búa til skyr úr bandarískum mjólkurafurðum sem er svona líkt íslenska skyrinu. Thor‘s skyrið var smakkað til og þróað hjá Gunnari, sem framleiðir nú Thor‘s skyr fyrir fyrirtækið. En var Gunnar til í það strax að slá til? „Nei auðvitað vissi hann ekkert hver ég væri eða hvort þessi hugmynd mín væri skynsöm,“ segir Unnar og bætir við: „Þannig að ég hringdi í Pétur (Stefánsson) og Hrefnu (Einarsdóttur) vini mína og bað þau um að búa til eitthvað geggjað vörumerki og umbúðir fyrir Thor‘s skyrið til að hafa tilbúið þegar Gunnar kæmi til Íslands. Þau höfðu þrjá daga en það tókst og ég hitti Gunnar á fundi. Í framhaldi af því mótaðist okkar samstarf og mér finnst reyndar mikilvægt að taka það sérstaklega fram ég er Gunnari mjög þakklátur og allri hans aðstoð,“ svarar Unnar. Þá má nefna að Pétur og Hrefna sjá enn um alla grafíska hönnun og vinnu fyrir Thor´s skyrið. Á myndum má sjá Terry og Unnar þegar þeir voru að fara á fund með forstjóra Walmart. Unnar og Gunnar Birgisson sem á skyrverksmiðjuna í Bandaríkjunum sem framleiðir Thor´s skyrið. Umbúðir Thors skyrsins sem Pétur Stefánsson og Hrefna Einarsdóttir sjá um alla hönnun á. Og Unnar og Jón Ferrier sem nú er framkvæmdastjóri Thor´s skyrs en var áður forstjóri fyrirtækis sem skráð er á hlutabréfamarkað í Bretlandi. Þá hringir Kelly Osbourne… En við erum enn ekki farin að átta okkur á eigendahópnum þannig að næst er að spyrja hvernig það kom til að barnastjarna frá Hollywood er einn eigenda. „Sko Kelly Osbourne hafði samband við mig og sagði að vinur sinn væri að koma til Íslands, hvort ég gæti ekki gert eitthvað með honum. Þannig að ég talaði við þennan vin hennar á Instagram og fór síðan og sótti hann á flugvöllinn og þvældist með honum í viku hér heima og við gerðum alls kyns skemmtilega hluti,“ segir Unnar. En hvers vegna eruð þið Kelly Osbourne vinir? „Sameiginlegir vinir og svo er hún er edrú eins og ég,“ svarar Unnar og ljóst er að honum finnst ekkert nema eðlilegt að fleygja fram nöfnum á frægu fólki sem öðru. Því lífið er jú eitt flæði eins og sagt er… Enda kom í ljós, að umræddur vinur Kelly Osbourne, Dylan Sprouse, var frægari en Unnari hafði grunað og er einnig aðili sem hefur bolmagn til fjárfestinga. Það skemmtilega er líka að Dylan hafði komið til Íslands til að hitta Ásatrúafélagið. Því hann er mikið fyrir Þór og guðina okkar í ásatrúnni. „Það var því eitthvað svo heillandi við að fá hann með í Thor´s skyrið. Enda náðum við strax vel saman. Ég endaði því með að segja honum frá hugmyndinni um skyrið og að Fjallið væri með mér í þessu. Spurði hann síðan hvort hann vildi kannski gera þetta með okkur…“ Til að gera langa sögu stutta sagði Dylan Sprouse: Já. Dylan Sprouse var lengi barnastjarna í þáttum og myndum Disney en hann hefur mikinn áhuga á ástatrúnni, guðinum Þór og fleirum. Unnari fannst því tilvalið að spyrja hann hvort hann vildi ekki vera með í ævintýrinu, eftir að Kelly Osbourne hafði beðið hann um að fylgja Dylan eftir í ferðarlagi til Íslands. Á hópmynd er teymi Thor´s skyrs sem Unnar segir fámennan en sterkan hóp og eins má sjá Unnar í verksmiðjunni þegar fyrsta framleiðslan var gerð á skyrinu. Svaf í tjaldi í Maine Á tímum Covid fengu fæstir að ferðast til Bandaríkjanna. Unnar þó einn af fáum því þar sem verið var að þróa vöru ytra fyrir Bandaríkjamarkað fékk hann undanþágu. „Með alls kyns krókaleiðum,“ segir hann sposkur á svip og brosir. Til að hafa efni á að fara út í nokkra mánuði til að þróa skyrið, fékk Unnar lánaðan pening hjá traustum vinum sínum sem trúðu á hann og flaug til Maine í Bandaríkjunum. Ég vissi ekkert hvar ég ætlaði að gista en var með símanúmer hjá vini sem heitir Lárus Ísfeld Ég hringdi í hann og sagðist vanta gistingu. Hann bauð mér að koma út á eyju þar sem hann býr ásamt fjölskyldunni sinni. Þar gisti ég í tjaldi fyrstu næturnar en fékk síðan að búa hjá þeim í óuppgerðu gestahúsi sumarið í fyrra. Sem var frábær tími því þau tóku mig hreinlega að sér eins og fjölskyldumeðlim. Hjá þeim bjó ég, fékk mömmumat að borða alla daga og tók síðan bát alla daga til að fara upp á land í vinnuna því við opnuðum skrifstofu þar,“ segir Unnar en bætir við: „Þessi aðstoð þeirra var ómetanleg. Því ég held satt best að segja að ég hefði bugast ef ég hefði verið einn þarna í stórborg að reyna eitthvað fyrir mér í marga mánuði.“ Þess má geta að umræddur Lárus var lengi vel forstöðumaður Eimskip í Bandaríkjunum en hætti því starfi árið 2018. Það þekkja margir Terry Crews úr þáttunum Brooklyn Nine Nine en hann hefur leikið í fjölmörgum öðrum þáttum og eins verið kynnir í þáttum eins og America's Got Talent. Unnar sá á Instagram að Terry fyndist íslenskt skyr geggjað en það var ekki fyrr en mánuðum síðar sem sameiginlegur lögfræðingur Terrys og Dylans kom á fundi. Þá small allt saman og segir Unnar eigendahópinn mjög samhentann og teymið í heild sinni frábært. Frægur og finnst íslenskt skyr geggjað Ævintýrið heldur áfram því enn á eftir að skýra út hvernig það kom til að Terry Crew bættist við í eigendahópinn. „Ég sá á Instagram að Terry var með yfirlýsingar um að finnast íslenska skyrið algjörlega geggjað. Þannig að ég sendi á hann skilaboð sem hann auðvitað svaraði ekki, enda fær hann pottþétt mjög mikið af skilaboðum til sín.“ Tíminn leið og einhverjir mánuðir. „Þá kemur í ljós að Terry og Dylan eru með sama lögfræðing og ekki nóg með það, heldur er þetta lögfræðingur sem er nokkuð góður vinur þeirra beggja. Þannig berst það Terry til eyrna að við séum að fara að framleiða Thor‘s skyrið fyrir bandaríkjamarkað og höfum áhuga á að fá hann inn. Þetta verður til þess að lögfræðingurinn hringir í mig, leggur til að við tökum fund og segir: Síðustu sjö árin hefur Terry nefnilega verið að skoða tækifæri í fjárfestingum og þetta gæti mjög líklega verið eitthvað sem hann hefði áhuga á….“ Ekki nóg með að Terry hefði verið að skoða fjárfestingartækifæri heldur var hann sérstaklega að skoða tækifæri í jógúrti vegna hlutverksins síns í Brooklyn Nine Nine „Terry Loves Yogurt.“ „Terry er þannig að hann vill að hlutirnir gerist í mjög góðu flæði og svolítið af sjálfu sér. Og ég myndi segja að þannig hafi það komið til að við fjórir erum eigendur Thor‘s skyrs. Því við hittumst fjórir á fundi og það bara small allt saman. Við erum algjörlega einhuga um það hvað við viljum gera og hvernig,“ segir Unnar. Og eins og áður sagði, má vænta stórra tíðinda af Thor´s skyri næstu misseri. Nú þegar líklegt er að skyrið fari fljótlega í dreifingu hjá Walmart. Tekið skal fram að nú þegar er skyrið í sölu víða í Bandaríkjunum en Walmart samningur mun hins vegar margfalda þau tækifæri sem skyrið hefur í sölu og vinsældum. Það var ekkert annað en að skella sér í hugmyndina um skyrframleiðsluna þegar Covid skall á og allar dyr lokuðust í ferðaþjónustunni, en áður höfðu ferðamenn verið helstu viðskiptavinir Unnars á staðnum Street Food. Unnar viðurkennir að hafa alltaf haft á tilfinningunni að hann myndi enda í útlöndum. Enda snúist velgengni um að fylgja eftir góðum hugmyndum og læra af mistökum. En það reynir á að vera fjarri fjölskyldunni og segist Unnar ekki hafa getað gert neitt af þessu nema vegna þess að hann og sambýliskonan hans Linda tóku ákvörðun um að fara saman í skyrið.Vísir/Vilhelm Ástríða skiptir öllu máli Enn á þó eftir að nefna einn lykilmann í Thor´s skyrinu. Sem Unnar segir algjörlega manninn sem hefur tryggt að Thors skyrið er komið á þann stað sem það er í dag. Umræddur maður heitir Jón Ferrier en hann starfar sem framkvæmdastjóri Thor´s skyrs í dag. „Ég ber ómælda virðingu fyrir Jóni. Sem borðaði súpu hjá mér á Street Food og endaði sem framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Jón starfaði áður sem forstjóri Gulf Keystone Patroleum en það fyrirtæki er skráð á hlutabréfamarkað í Bretlandi. Ég hefði aldrei getað gert þetta allt saman einn. Það þarf mikið og sterkt teymi. Við erum fámenn enn þá en mjög sterk og stórhuga.“ Víkur nú sögunni að fjölskyldunni því Unnar er í sambúð með Lindu Jónsdóttur og saman eiga þau dótturina Sóllilju. Sem er tveggja ára. Fjölskyldan býr á Íslandi þótt Unnar sé meira og minna búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tvö ár. Er það ekkert erfitt? „Jú, mér finnst það rosalega erfitt. Linda var náttúrulega ófrísk þegar Covid skall á. Þannig að það var barn á leiðinni þegar að ég lokaði Street Food og dembdi mér í LinkedIn vinnu og fleira til að athuga hvort ég kæmist eitthvað áfram með þessa skyr hugmynd. Sem ég hefði aldrei getað farið lengra með án Lindu.“ Hefur það borist í tal að flytja alveg út? „Já en enn sem komið er finnst mér það alls ekki tímabært. Því eins og ég sagði áðan er ekkert gefið í rekstri. Ég vill því að Thors skyrið verði komið aðeins lengra og reksturinn orðinn stöðugri áður en sú umræða fer eitthvað lengra. En við Linda erum algjörlega í þessu saman. Þetta er ákvörðun sem við tókum saman á sínum tíma og erum alfarið að gera saman, þótt ég sé sá sem er úti og að vinna við skyrið.“ En víkur nú að frumkvöðlaeðlinu, hugsjóninni og trúnni. Hvað er það Unnar sem þarf til að láta svona hluti ganga upp og hefur þú alltaf haft á tilfinningunni að þú myndir enda í einhverjum rekstri sem væri í útlöndum og yrði stór? „Já ég hef alltaf vitað að ég myndi enda í útlöndum. Sú tilfinning hefur alltaf fylgt mér enda er ég löngu búinn að læra það að fólk er bara fólk óháð því hvort það er ríkt, frægt eða annað. Einu sinni var ég til dæmis að vinna í ferðaþjónustu fyrir mjög ríka einstaklinga. Kynntist þá fullt af ungum mönnum eins og mér, moldríkum. Og áttaði mig á því að allt voru þetta strákar sem efnuðust og náðu mikilli velgengni vegna þess að þeir fylgdu eftir einhverri frábærri hugmynd. Sem ég er að gera með Thor‘s skyrið sem ég held að endi í samkeppni við gríska jógúrtið, svo stórt verði það. En Unnar bætir líka við: En ástríðan fyrir því sem þú gerir þarf alltaf að vera sterk og til staðar. Ég til dæmis geri aldrei neitt nema mér þyki það skemmtilegt. Ef eitthvað verður leiðinlegt, þá er ég hættur…“
Starfsframi Íslendingar erlendis Nýsköpun Tengdar fréttir Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01