Hugvitið í sókn á Norðurlandi Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 13:00 Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar