Rýfur þögnina eftir áfallið mikla: „Er gjörsamlega niðurbrotinn“ Aaron Rodgers, leikstjórnandi New York Jets, sem verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið hásin í fyrstu umferð NFL deildarinnar á , þakkar fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum fyrir sig. Hann segist munu rísa enn á ný. Sport 14. september 2023 10:01
Vilja banna gervigras í NFL-deildinni Leikmannasamtök NFL-deildarinnar hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að banna skuli alla gervigrasvelli og spilað verði á venjulegum grasvöllum í deildinni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar meiðsla sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers varð fyrir um helgina. Sport 13. september 2023 20:46
Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Sport 13. september 2023 10:31
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. Sport 12. september 2023 16:14
Óttast að Rodgers hafi slitið hásin Tímabil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffalo Bills en leikstjórnandi liðsins, hinn þaulreyndi Aaron Rodgers, gæti verið frá út tímabilið. Þar sem Rodgers er orðinn 39 ára gamall gæti ferillinn verið búinn en óttast er að hann hafi slitið hásin. Sport 12. september 2023 13:02
Dagskráin í dag: U21 árs landsliðið hefur leik í undankeppni EM Nú sem endranær er hægt að finna fjölbreytta dagskrá á sjónvarpsstöðvum Stöðvar 2 Sport. Sport 12. september 2023 06:01
Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys. Fótbolti 11. september 2023 15:31
Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. Sport 11. september 2023 09:30
Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Sport 10. september 2023 14:04
Goff gefið 359 heppnaðar sendingar og nálgast met Rodgers Jared Goff, leikstjórnandi Detroit Lions, nálgast ótrúlegt met þar sem hann hefur gefið 359 heppnaðar sendingar án þess að kasta boltanum í hendur andstæðings. Sport 9. september 2023 21:30
Svæfður í ellefu tíma meðan hann var flúraður Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fór engan milliveg þegar hann lét flúra á sér fótlegginn á dögunum. Heljarinnar verk prýðir nú legg hans frá mjöðm niður að ökkla eftir heilmikla aðgerð. Sport 8. september 2023 15:00
Meistararnir étnir af Ljónunum á heimavelli Detroit Lions hefur verið aðhlátursefni NFL-stuðningsmanna svo áratugum skiptir. Það hlær enginn eftir fyrsta leik deildarinnar í nótt. Sport 8. september 2023 09:35
Þjálfarinn þreyttur á Russell Wilson: „Hættu að kyssa smábörn“ Russell Wilson er einn mest áberandi leikmaður NFL-deildarinnar, þjálfara hans til mikils ama. Sport 7. september 2023 15:00
Hrútarnir án lykilmanns í fyrsta leik Los Angeles Rams er ekki spáð góðu gengi í NFL-deildinni í ár en fyrsti leikurinn fer af stað annað kvöld. Liðið þarf að spila fyrsta leik sinn í deildinni án lykilmanns í sóknarleiknum. Sport 6. september 2023 22:31
Fyrsti opinberi homminn í NFL hættur Carl Nassib, sem var fyrsti leikmaðurinn í NFL-deildinni til að koma út úr skápnum, er hættur. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag. Sport 6. september 2023 15:31
Höfðingjarnir mögulega án eins síns besta manns þegar titilvörnin hefst Travis Kelce, innherji NFL-meistara Kansas City Chiefs, gæti verið fjarverandi þegar liðið hefur leik á komandi tímabili. Sport 5. september 2023 22:31
NFL Red Zone á Stöð 2 Sport Bryddað verður upp á nýjung í þeirri umfjöllun sem Stöð 2 Sport býður áskrifendum sínum upp á í tengslum við NFL-deildina í Bandaríkjunum þetta tímabilið því í fyrsta sinn munu áskrifendur geta horft á NFL Red Zone á sunnudögum á Stöð 2 Sport. Sport 4. september 2023 12:53
Faðir NFL leikmanns lést þegar hús sonarins sprakk í loft upp NFL-leikmaðurinn Caleb Farley er að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil þegar hann fékk skelfilegar fréttir að heiman. Sport 23. ágúst 2023 17:01
Setur majónes í kaffið og fær risasamning við Hellmann's Will Levis, leikstjórnandi Tennessee Titans í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, vakti athygli á síðasta ári fyrir eitthvað allt annað en hæfileika sína á vellinum þegar hann fékk sér majónes út í kaffið sitt. Nú hefur hann breytt þessum furðulega sið í auglýsingasamning við majónesframleiðandan Hellmann's. Sport 22. ágúst 2023 22:45
NFL stjarna fannst á ráfi í miðri umferð NFL innherjinn Jimmy Graham átti afar furðulega helgi en hann var handtekinn á föstudagskvöldið. Sport 21. ágúst 2023 11:01
Blind Side fjölskyldan sakar Oher um fjárkúgun Fjölskyldan sem tók að sér Michael Oher og úr varð heimsfræg og falleg Hollywood saga er í áfalli yfir ásökunum hans um það að þau hafi platað hann til að skrifa undir plagg svo þau gætu grætt á honum pening. Sport 16. ágúst 2023 10:01
Fyrrverandi leikmaður Ravens og Seahawks lést í mótorhjólaslysi Alex Collins, fyrrverandi leikmaður Baltimore Ravens og Seattle Seahawks, er látinn aðeins 28 ára að aldri. Sport 15. ágúst 2023 15:21
Segir að The Blind Side kvikmyndin um sig sé byggð á lygi NFL-leikmaðurinn Michael Oher sem fjallað var svo eftirminnilega um í Hollywood myndinni „The Blind Side“ leitar nú réttar síns fyrir dómstólum. Sport 15. ágúst 2023 07:30
Sneri aftur á völlinn sjö mánuðum eftir hjartastopp Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, sneri aftur á völlinn í gær eftir að hafa fengið hjartastopp í leik fyrir rúmu hálfu ári. Honum var vel fagnað. Sport 13. ágúst 2023 23:01
Brady mætti á pöbbinn í Birmingham NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum. Enski boltinn 13. ágúst 2023 09:01
Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár. Sport 9. ágúst 2023 23:29
Með tæknivæddustu þvagskálar í íþróttaheiminum NFL-liðin eru að alltaf að leita leiða til að ná einhverju forskoti inn á vellinum og mörg tilbúin að prófa ýmislegt. Sport 9. ágúst 2023 14:00
Reyndi að enda líf sitt eftir að hafa misst samninginn við Browns Saga fyrrverandi NFL-kappans Johnny Manziel er ansi skrautleg. Hann var mikil vonarstjarna en stóð aldrei undir væntingum og hvarf fljótt úr NFL-deildinni. Sport 6. ágúst 2023 07:00
Tom Brady búinn að kaupa sig inn í Birmingham City NFL goðsögnin Tom Brady er núna farinn að skipta sér að enskri knattspyrnu. Hann er nú minnihluta eigandi í enska b-deildarfélaginu Birmingham City. Enski boltinn 3. ágúst 2023 11:11
Þurfti að hætta í rekstri eftir að hafa ásakað Jackson Mahomes um kynferðislega áreitni Konan sem ásakaði Jackson Mahomes um kynferðislega áreitni neyddist til að loka veitingastaðnum Aspen sem er í hennar eigu vegna neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar. Mikið var um skemmdarverk á staðnum eftir að málið rataði í fjölmiðla. Sport 2. ágúst 2023 20:30