Körfubolti

NFL pakkaði NBA saman á jóla­dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Isiah Pacheco, hlaupari Kansas City Chiefs, missti hjálminn sinn í leiknum en hélt samt áfram. Hér er Las Vegas Raiders leikmaðurinn Divine Deablo búinn að ná að stoppa hann.
Isiah Pacheco, hlaupari Kansas City Chiefs, missti hjálminn sinn í leiknum en hélt samt áfram. Hér er Las Vegas Raiders leikmaðurinn Divine Deablo búinn að ná að stoppa hann. AP/Charlie Riedel

NBA deildin í körfubolta hefur jafnað fengið alla athyglina á jóladegi en í ár varð breyting á því og NBA kom ekki vel út úr því.

Jóladagur féll nú á mánudag og það þýddi að leiknir voru NFL-leikir á þessum degi.

Oftast er reyndar bara einn NFL-leikur spilaður á mánudegi en NFL-deildin ákvað að stilla upp þremur leikjum á þessum degi í ár.

Það er óhætt að segja að NFL hafi pakkað NBA saman í sjónvarpsáhorfi þessi jólin.

29,2 milljónir horfðu á leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Radiers sem var einn af þessum þremur NFL-leikjum á jóladegi.

Fimm leikir fóru fram í NBA þennan dag en aðeins 14,4 milljónir horfðu á þá fimm leiki samanlagt.

Tvisvar sinnum fleiri horfðu því á þennan eina NFL-leik miðað við samanlagt áhorf á alla NBA leiki dagsins.

Þessar tölur segja ýmislegt en ekki síst um vinsældir ameríska fótboltans í bandarísku sjónvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×