Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. Innlent 21. febrúar 2022 10:53
Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. Viðskipti innlent 19. febrúar 2022 11:23
Listería fannst í reyktum laxi Ísfirðings Bakterían Listeria monocytogenes, eða listería, greindist í sýnum af reyktum laxi og reyktu regnboga sem framleiddur var undir nafni Ísfirðings. Dreifing og sala afurðanna hefur verið stöðvuð. Neytendur 18. febrúar 2022 11:24
Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. Neytendur 17. febrúar 2022 09:36
Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja. Innherji 17. febrúar 2022 09:27
Ora síld kölluð inn vegna glerbrots Ora og ÓJK - ÍSAM í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hefur ákveðið að kalla inn eina lotu af Ora marneraðri síld í bitum. Neytendur 16. febrúar 2022 13:16
Úrvals hákarl kallaður inn vegna skorts á framleiðsluleyfi Framleiðandi sem pakkað hefur hákarl fyrir ÓJ&K ehf., undir vörumerki Úrvals Hákarl, hafði ekki tilskilin framleiðsluleyfi fyrir framleiðslu á afurðinni. Hún hefur því verið kölluð inn. Neytendur 16. febrúar 2022 11:29
Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Skoðun 14. febrúar 2022 10:31
Hátt í 40.000 rósir fluttar inn í febrúar Febrúar er stærsti blómasölumánuður ársins hér á Íslandi en íslenskir blómabændur ná ekki að anna eftirspurn og þarf því að flytja inn á milli 30 til 35 þúsund rósir í febrúarmánuði ár hvert. Viðskipti innlent 14. febrúar 2022 08:48
Kalla inn hákarl vegna óleyfilegrar framleiðslu Heildsalan Ó. Johnsons & Kaaber, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Úrvals hákarl. Ástæðan er sú að framleiðandi vörunnar er ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni. Neytendur 11. febrúar 2022 17:15
Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Innlent 10. febrúar 2022 21:37
Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum. Neytendur 10. febrúar 2022 18:36
Sektar sex verslanir í Eyjum vegna trassaskaps við verðmerkingar Neytendastofa hefur sektað sex verslanir í Vestmannaeyjum þar sem þær hafi ekki sinnt reglum um verðmerkingar. Verslanirnar sem um ræðir eru Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvisturinn og nema sektirnar ýmist 50 eða 100 þúsund krónur. Neytendur 9. febrúar 2022 08:10
Viðskiptavinir N1 Rafmagns fá leiðréttingu á næsta rafmagnsreikningi Viðskiptavinir N1 Rafmagns, sem skipt hafa um orkusala, þurfa að koma grieðsluupplýsingum til félagsins svo þeir fái endurgreiðslu vegna mismuns á auglýstum taxta og þrautavarataxta. Neytendur 7. febrúar 2022 13:23
Innkalla bjórdósir sem geta sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 7. febrúar 2022 11:37
N1 Rafmagn endurgreiðir viðskiptavinum fyrir mismun á taxta frá upphafi N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum, sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda, þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Neytendur 7. febrúar 2022 09:31
Jurtaolíur hækka mest í verði Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Viðskipti erlent 3. febrúar 2022 11:00
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Neytendur 2. febrúar 2022 15:02
Innköllun á kóreskum perum vegna ólöglegs skordýraeiturs Matvælastofnun hefur kallað inn kóreskar perur sem fluttar voru inn frá Kína vegna ólöglegs skordýraeiturs sem fannst í perunum. Neytendur 1. febrúar 2022 16:18
Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Stangveiðimenn eru þessa dagana að bóka sig í veiði fyrir komandi sumar en töluverðar hækkanir hafa orðið á sumum svæðum. Veiði 1. febrúar 2022 09:52
Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Innlent 31. janúar 2022 22:49
Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Viðskipti innlent 31. janúar 2022 19:44
Krónan fram úr Bónus í fyrsta sinn og Boozt kom inn með látum Bónus var með 30,9 prósent markaðshlutdeild á matvörumarkaði árið 2021 og Krónan var með 28,3 prósent hlutdeild sé litið yfir allt árið í fyrra. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn í apríl 2021 að Krónan tók fram úr Bónus á þessum markaði. Innherji 31. janúar 2022 14:00
Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Skoðun 31. janúar 2022 08:00
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Viðskipti innlent 30. janúar 2022 19:08
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Neytendur 30. janúar 2022 13:35
„Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til“ Náttúruvín nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og segja vínsérfræðingar að timburmenn læðist síður að manni vegna hreinna efna í víninu. Fréttastofa fékk að vita allt um þessa vinsælu vöru sem sérfræðingarnir segja framtíðina. Neytendur 30. janúar 2022 07:01
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 19:41
Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Innlent 27. janúar 2022 21:57
Innkalla próteinpönnukökur vegna aðskotahlutar úr málmi Heilbrigðiseftirlitið hefur stöðvað sölu og hafið innköllun á pönnukökudufti vegna mögulegs aðskotahlutar úr málmi, eins og það er orðað í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. Varan er af þeim sökum ekki talin örugg til neyslu. Neytendur 27. janúar 2022 17:24