Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 20:22 Niceair tilkynnti fyrr í dag að öllu Bretlandsflugi flugfélagsins í júní hefði verið aflýst. Vísir/Tryggvi Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“ Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira