Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 13:01
Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. Neytendur 10. júlí 2022 19:29
Eina lausnin að borga aukalega til að sitja með börnum sínum Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir viðmót gagnvart henni nú nýverið þegar hún keypti flugmiða fyrir sig og börnin sín til Kaupmannahafnar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir sveigjanleikann ekki jafn mikinn með litlum fyrirvara. Neytendur 9. júlí 2022 19:00
Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Viðskipti innlent 7. júlí 2022 18:56
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. Viðskipti innlent 6. júlí 2022 20:38
Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. Innlent 6. júlí 2022 19:05
Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Innlent 5. júlí 2022 12:15
Tjaldsvæði vinsæl víða um land Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is. Neytendur 1. júlí 2022 15:28
Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. Neytendur 1. júlí 2022 12:29
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. Neytendur 30. júní 2022 22:00
Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. Neytendur 30. júní 2022 14:01
„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Neytendur 29. júní 2022 22:00
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. Viðskipti innlent 29. júní 2022 13:01
„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. Neytendur 29. júní 2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. Viðskipti innlent 29. júní 2022 09:09
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. Neytendur 27. júní 2022 20:01
Skrúfa fyrir rafmagn hjá þeim sem hafa ekki valið raforkusala Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni. Viðskipti innlent 27. júní 2022 09:18
„Ef þú ætlar á veitingastað hérna ertu kominn í allt annan pakka“ Ferðamenn streyma til landsins í nærri sama mæli og fyrir faraldur, en í millitíðinni hefur verð hækkað á nánast öllu sem hugsast. Í Íslandi í dag var rætt við ferðamenn sem hingað koma með erlendan gjaldmiðil og þurfa að versla í krónum á veitingastöðum og í verlsunum. Viðskipti innlent 24. júní 2022 08:28
„Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. Innlent 22. júní 2022 21:10
Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Innlent 22. júní 2022 11:32
Sekta Orkusöluna vegna flutninga viðskiptavina til sín án samþykkis Neytendastofa hefur sektað Orkusöluna um 400 þúsund krónur fyrir að hafa flutt viðskiptavini annars fyrirtækis yfir til sín án þess að fyrir lægi samþykki þeirra. Auk þess var upplýsingagjöf Orkusölunnar til nýrra viðskiptavina talin vera brot gegn góðum viðskiptaháttum. Neytendur 22. júní 2022 10:19
Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. Innlent 21. júní 2022 23:52
Megavikupítsur orðnar hundrað krónum dýrari Pítsa á matseðli í Megaviku, tilboðsviku Domino‘s, hefur hækkað í verði um eitt hundrað krónur. Pítsan kostaði lengi vel 1.590 krónur, hækkaði þá í 1.690 og var verðið enn hækkað um hundrað krónur í þessari viku og stendur nú í 1.790 krónum. Neytendur 21. júní 2022 10:45
400 millilítrar: Breytingar á stærð bjórglasa ekki samsæri Efnahagsmálin voru til umræðu í Íslandi í dag, þar sem Jón Mýrdal veitingamaður sat fyrir svörum. Allt hefur hækkað – þar á meðal bjór, en bjórinn fæst nánast hvergi ódýrari en á um 1.300 krónur þessa dagana. Innlent 21. júní 2022 09:26
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. Neytendur 16. júní 2022 19:01
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. Neytendur 16. júní 2022 16:10
Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. Neytendur 16. júní 2022 13:20
Milljónir tapist vegna hvatakerfis fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarnar vikur vakið máls á slæmri stöðu á fasteignamarkaði og gagnrýnt feitar söluþóknanir fasteignasala. Í skoðanagrein sem Haukur birti á Vísi í dag bendir hann á að hvatakerfi fasteignasala sé þannig uppbyggt að betra sé fyrir fasteignasala að selja eignir hratt á lágu verði fremur en að bíða lengur og fá betra verð. Innlent 15. júní 2022 19:25
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. Neytendur 15. júní 2022 17:24
„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Innlent 14. júní 2022 23:40