Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 12:03
Segir góðar og gildar ástæður fyrir háum launum stjórnenda Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, segir það skyldu stjórnarinnar að tryggja hæfa stjórnendur og það geri þeir með því að bjóða samkeppnishæf laun. Innlent 24. ágúst 2022 10:44
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 08:30
Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. Innlent 23. ágúst 2022 20:08
Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 17:34
Áhrif hækkunar stýrivaxta á fasteignamarkaðinn Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði. Skoðun 23. ágúst 2022 15:01
Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Innlent 19. ágúst 2022 13:28
Telja að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá. Viðskipti innlent 19. ágúst 2022 10:10
Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Innlent 18. ágúst 2022 19:30
Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Viðskipti erlent 17. ágúst 2022 12:55
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016. Viðskipti innlent 17. ágúst 2022 11:19
Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda. Neytendur 16. ágúst 2022 07:10
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. Bílar 15. ágúst 2022 07:01
Jólin verða dýrari en í fyrra Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Skoðun 11. ágúst 2022 08:00
Opnunartímar apóteka á frídegi verslunarmanna Í tilefni af frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst, verða opnunartímar margra verslana skertir, þar á meðal apóteka. Neytendur 29. júlí 2022 10:40
Númeraplötur hækka um 136 prósent Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent. Innlent 29. júlí 2022 10:24
Opnunartímar matvöruverslana á frídegi verslunarmanna Í tilefni af frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst, verða opnunartímar margra verslana skertir. Fólk þarf því að huga að því að nóg sé til í ísskápnum þegar það kemur heim úr fríi eftir helgina. Neytendur 28. júlí 2022 16:31
Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. Neytendur 26. júlí 2022 14:04
Skortur á Parkódín forte Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. Neytendur 26. júlí 2022 12:04
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Innlent 25. júlí 2022 21:00
Aðskotahlutur fannst í kartöflusalati Þykkvabæjar hefur innkallað og tekið kartöflusalat með lauk og graslauk í 400 gramma umbúðum úr sölu þar sem aðskotahlutur hefur fundist í vörunni. Neytendur 25. júlí 2022 13:40
Hætta neysludagsmerkingu á grænmeti og ávöxtum Breska verslunarkeðjan Marks og Spencer ætla sér að hætta að nota merkingar um síðasta neysludag á miklum fjölda grænmetis og ávaxta í verslunum. Viðskipti erlent 18. júlí 2022 13:03
Ná þurfi verðbólguvæntingum niður til að stuðla að lægri verðbólgu Verðbólga kemur til með að hækka um nærri hálft prósentustig milli mánaða gangi spár eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir húsnæðismál vega þyngst, þó merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði. Háar verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja valdi ákveðnum áhyggjum. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 18:13
Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Viðskipti innlent 13. júlí 2022 09:38
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 13:01
Verðbólgan ekki á förum þó verð á ákveðnum vörum lækki Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir verðbólguna ekkert á förum. Neytendur 10. júlí 2022 19:29
Eina lausnin að borga aukalega til að sitja með börnum sínum Anna Gunndís Guðmundsdóttir gagnrýnir Icelandair harðlega fyrir viðmót gagnvart henni nú nýverið þegar hún keypti flugmiða fyrir sig og börnin sín til Kaupmannahafnar. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir sveigjanleikann ekki jafn mikinn með litlum fyrirvara. Neytendur 9. júlí 2022 19:00
Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Viðskipti innlent 7. júlí 2022 18:56
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. Viðskipti innlent 6. júlí 2022 20:38