Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Launa­hækkanir nái ekki að halda í við verð­bólgu­þróun

Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi

Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda.

Neytendur
Fréttamynd

FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma.

Bílar
Fréttamynd

Jólin verða dýrari en í fyrra

Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól.

Skoðun
Fréttamynd

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical

Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Skortur á Parkódín forte

Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum.

Neytendur
Fréttamynd

Spá rúm­lega níu prósent verð­bólgu í júli

Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent