Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2022 10:49 Ef menn eru sér ekki meðvitaðir um breytinguna sem orðið hefur á fyrirkomulagi símtala til og frá Bretlandi og gæta sín gætu þeir hæglega kjaftað sig í gjaldþrot. Getty Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum. Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone. Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Sjá meira
Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone.
Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Sjá meira