Sá kvikmyndin Space Jam fyrir ástandið í NBA? NBA-deildin hefur frestað yfirstandandi tímabili eftir að leikmaður í deildinni greindist með Kórónuveiruna. Aðdáendur deildarinnar hafa komið auga á tengsl milli núverandi aðstæðna og einni frægustu körfuboltamynd allra tíma. Körfubolti 14. mars 2020 20:45
Zion ætlar að greiða laun vallarstarfsmanna næsta mánuðinn Zion Williamson, sem er á sínu fyrsta ári sem leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, hefur ákveðið að greiða laun starfsmanna Smoothie King Center, sem er heimavöllur Pelicans, næsta mánuðinn. Körfubolti 14. mars 2020 18:30
Leikmenn tjá sig um ástandið Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl. Sport 14. mars 2020 11:00
Bað alla afsökunar á fíflaskapnum hjá sér Fáir hafa hagað sér jafn heimskulega og franska NBA stjarnan sem smitaðist fyrstur NBA leikmanna af kórónuveirunni. Körfubolti 13. mars 2020 09:30
Engir NBA leikir í að minnsta kosti 30 daga Yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta staðfesti það í nótt að það verður enginn leikur spilaður í NBA-deildinni næstu 30 daga. Körfubolti 13. mars 2020 09:00
Mark Cuban býst við því að úrslitakeppni NBA endi ekki fyrr en í ágúst Trúir því að NBA tímabilið í körfubolta verði klárað en að það gæti náð fram á haust. Körfubolti 12. mars 2020 20:30
Annar stjörnuleikmaður Utah með kórónuveiruna Tveir bestu leikmenn NBA-liðsins Utah Jazz hafa greinst með kórónuveiruna. Körfubolti 12. mars 2020 15:52
NBA-leikmaðurinn með kórónuveiruna gerði lítið úr hættunni á dögunum Smitaðist af kórónuveirinni skömmu eftir að hann snerti alla hljóðnema á blaðamannafundi. Körfubolti 12. mars 2020 11:15
Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Jón Axel Guðmundsson fékk boð um að taka þátt á móti fyrir 64 bestu leikmenn á elsta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Afar ólíklegt er að hann leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildar karla. Körfubolti 12. mars 2020 11:00
Allir leikmenn sem hafa spilað við Utah Jazz síðustu tíu daga þurfa að fara í sóttkví Margir leikmenn NBA deildarinnar hafa að undanförnu verið nálægt leikmanni Utah Jazz sem er smitaður af kórónuveirunni. Körfubolti 12. mars 2020 07:30
NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Engir leikir fara fram á næstunni í NBA deildinni í körfubolta eftir að ákveðið var að gera ótímabundið hlé á deildinni á meðan menn reyna að ná stjórn á útbreiðslu kórónuveirunnar. Körfubolti 12. mars 2020 06:00
Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. Körfubolti 11. mars 2020 18:22
Hetjurnar klikkuðu báðar á lokasekúndum og Lakers tapaði Anthony Davis hefði getað tryggt Los Angeles Lakers liðinu sigur og LeBron James þrennu með lokaskotinu í nótt en það klikkaði og fjögurra leikja sigurganga Lakers endaði á heimavelli á móti Brooklyn Nets. Körfubolti 11. mars 2020 07:30
Hurðinni skellt í andlitið á bandarískum blaðamönnum Kórónuveiran hefur alls staðar áhrif og nú er búið að breyta verklagi í kringum leiki í bandarísku íþróttalífi. Sport 10. mars 2020 23:15
Einni bestu körfuboltakonu heims að takast að hjálpa saklausum manni út úr fangelsi WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Körfubolti 10. mars 2020 14:00
Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Körfubolti 10. mars 2020 07:30
LeBron James mun neita að spila ef áhorfendur fá ekki að mæta á NBA leiki Tímabilið gæti verið búið hjá einni stærstu stjörnu NBA deildarinnar ef hann stendur við stóru orðin. Körfubolti 9. mars 2020 22:45
Stephen Curry er „bara“ með flensu en ekki með kórónuveiruna Golden State Warriors fullvissaði stuðningsmenn sína og aðra um það að Stephen Curry sé ekki kominn með kórónuveiruna eftir að hann missti af leik liðsins á laugardagskvöldið vegna veikinda aðeins tveimur dögum eftir að hann sneri til baka í liðið. Körfubolti 9. mars 2020 11:00
Lakers vann nágranna sína í Clippers í fyrsta sinn í vetur Los Angeles Lakers endaði sex leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers með sigri í stórleiknum í NBA deildinni í körfubolta en Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki liðanna á leiktíðinni. Þetta var líklega besta helgi LeBron James síðan hann kom til Lakers liðsins. Körfubolti 9. mars 2020 07:30
James kom Lakers í úrslitakeppnina | Neitar að spila án stuðningsmanna Þó að flestir séu á því að Grikkinn Giannis Antetokounmpo hljóti MVP-verðlaunin í NBA-deildinni í ár þá var það LeBron James sem skein skærast þegar þeir mættust í nótt. Körfubolti 7. mars 2020 09:30
Giannis hrósar LeBron í hástert og segir hann veita sér innblástur Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James sé honum innblástur. Þessir tveir kappar mætast í nótt. Körfubolti 6. mars 2020 17:00
58 leikja meiðslahrina Curry á enda: Skoraði 23 stig í endurkomunni Stephen Curry snéri til baka á körfuboltavöllinn í nótt er Golden State Warriors tapaði 121-113 fyrir Toronto Raptors en þetta var fyrsti leikur hans frá því í október. Körfubolti 6. mars 2020 14:30
Westbrook í stuði gegn funheitum Clippers Russell Westbrook var í stuði í nótt er Houston tapaði á heimavelli fyrir LA Clippers í NBA-körfuboltanum en fjórir leikir fóru fram í nótt. Körfubolti 6. mars 2020 07:30
Lakers vilja bæta við sig leikmanni fyrir lokasprettinn Los Angeles Lakers eru á meðal þeirra NBA-liða sem þykja hvað líklegust til að berjast um NBA-meistaratitilinn í vor. Þeir leita nú leiða til að styrkja sig fyrir komandi átök. Körfubolti 5. mars 2020 15:30
Þrennuóður Doncic upp fyrir Jason Kidd og Giannis í stuði Luka Doncic var með myndarlega þrennu í sigri Dallas á New Orleans í NBA-körfuboltanum í nótt en Dallas vann fjögurra stiga sigur, 127-123, eftir framlengingu. Körfubolti 5. mars 2020 07:30
Davis óstöðvandi í frábærum sigri Lakers LA Lakers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann sannfærandi sigur á Philadelphia. Körfubolti 4. mars 2020 07:30
Stjörnunum í NBA ráðlagt að hætta gefa stuðningsmönnum „fimmu“ og áritanir vegna veirunnar Öll lið NBA-deildarinnar fengu sendingu frá forsvarsmönnum deildarinnar í gær þar sem þeim var ráðlagt meðal annars að sleppa gefa áhorfendum "fimmu“ og gefa eiginhandaráritanir vegna kórónaveirunnar. Körfubolti 3. mars 2020 21:30
Sólstrandarstrákarnir kældu topplið NBA-deildarinnar Sex leikja sigurhrina Milwaukee Bucks tók enda í nótt er Miami Heat vann óvæntan sigur á liðinu. Þetta var aðeins níunda tap Bucks í vetur. Körfubolti 3. mars 2020 07:30
Áhrifamikil saga NBA-stjörnu og viðbragða hans eftir að ófrísk eiginkona hans greindist með heilaæxli Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Körfubolti 2. mars 2020 12:00
Ekkja Kobe Bryant algjörlega niðurbrotin vegna frétta af myndum sem voru teknar á slysstaðnum Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant og móðir hinnar þrettán ára gömlu Gianni Bryant, fékk enn eitt áfallið þegar fréttist af myndum sem voru teknar á slysstaðnum þar sem þyrla með Kobe, Giönnu og sjö öðrum fórst. Körfubolti 2. mars 2020 09:00