NBA-deildin hefst að nýju með stórleik liðanna frá Englaborginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 14:30 Los Angeles-liðin tvö mætast í nótt og þó það sé langt síðan léku alvöru leik er hægt að fullyrða að það verður barist um hvern einasta bolta. Brian Rothmuller/Getty Images Í nótt hefst NBA-deildin í körfuboltu að nýju eftir að deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins þann 11. mars síðastliðinn. Deildin mun þó ekki fara fram með hefðbundnu sniði eins og hefur áður komið fram. Í nótt mætast erkifjendurnir í Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers en það er þó ekki fyrsti leikur deildarinnar. Utah Jazz og New Orleans Pelicans mætast í opinberum opnunarleik deildarinnar í Disney World en hvað varðar áhuga á heimsvísu þá er síðari leikur kvöldsins [næturinnar] mun stærri. Undirbúningur liðanna hefur að sjálfsögðu ekki verið með besta móti enda liðin aðeins æft saman síðan 22. júlí. Þá þurfa leikmenn að fylgja ströngum reglum og nú þegar hafa nokkrir þurft að fara í sóttkví þar sem þeir fylgdu ekki regluverki deildarinnar. Þar má til að mynda nefna Lou Williams - leikmann Clippers - sem missir af leik næturinnar þar sem hann fór og fékk sér kjúklingavængi á strípibúllu eftir að hafa fengið leyfi til þess að vera viðstaddur jarðaför afa síns. A peek at what the NBA arenas will look like with virtual fans. At the Lakers game yesterday against Dallas, the screens had virtual Laker Girls. (Photos from the NBA): pic.twitter.com/ygyT8Zb3nn— Malika Andrews (@malika_andrews) July 24, 2020 Stefnt er að því að liðin leiki átta leiki sem munu úrskurða hvaða lið komast í úrslitakeppni. Við tekur úrslitakeppni með sextán liðum sem á að ljúka þann 13. október. Úrslitakeppnin sjálf verður með hefðbundnu sniði en liðin þurfa að vinna fjóra leiki til að komast áfram. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Í nótt hefst NBA-deildin í körfuboltu að nýju eftir að deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins þann 11. mars síðastliðinn. Deildin mun þó ekki fara fram með hefðbundnu sniði eins og hefur áður komið fram. Í nótt mætast erkifjendurnir í Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers en það er þó ekki fyrsti leikur deildarinnar. Utah Jazz og New Orleans Pelicans mætast í opinberum opnunarleik deildarinnar í Disney World en hvað varðar áhuga á heimsvísu þá er síðari leikur kvöldsins [næturinnar] mun stærri. Undirbúningur liðanna hefur að sjálfsögðu ekki verið með besta móti enda liðin aðeins æft saman síðan 22. júlí. Þá þurfa leikmenn að fylgja ströngum reglum og nú þegar hafa nokkrir þurft að fara í sóttkví þar sem þeir fylgdu ekki regluverki deildarinnar. Þar má til að mynda nefna Lou Williams - leikmann Clippers - sem missir af leik næturinnar þar sem hann fór og fékk sér kjúklingavængi á strípibúllu eftir að hafa fengið leyfi til þess að vera viðstaddur jarðaför afa síns. A peek at what the NBA arenas will look like with virtual fans. At the Lakers game yesterday against Dallas, the screens had virtual Laker Girls. (Photos from the NBA): pic.twitter.com/ygyT8Zb3nn— Malika Andrews (@malika_andrews) July 24, 2020 Stefnt er að því að liðin leiki átta leiki sem munu úrskurða hvaða lið komast í úrslitakeppni. Við tekur úrslitakeppni með sextán liðum sem á að ljúka þann 13. október. Úrslitakeppnin sjálf verður með hefðbundnu sniði en liðin þurfa að vinna fjóra leiki til að komast áfram.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum