Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Körfubolti 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. Körfubolti 6. júní 2021 19:55
Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. Körfubolti 4. júní 2021 16:31
NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 15:00
Vanessa Bryant sendir Nike tóninn vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, er ósátt við íþróttavöruframleiðandann Nike vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar sem lést í þyrluslysi ásamt föður sínum í fyrra. Körfubolti 4. júní 2021 08:01
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 07:30
Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Körfubolti 3. júní 2021 23:31
NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Körfubolti 3. júní 2021 15:01
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Körfubolti 3. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Ofurmennsk frammistaða hjá Lillard Þjálfari Denver Nuggets, Michael Malone, lýsti frammistöðu Damians Lillard í leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt sem ofurmennskri. Körfubolti 2. júní 2021 15:01
LeBron einu tapi frá því að detta fyrr út úr úrslitakeppninni en nokkru sinni áður Meistarar Los Angeles Lakers eru einu tapi frá því að fara í sumarfrí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 115-85, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 2. júní 2021 07:30
Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. júní 2021 20:15
NBA dagsins: Jazzarar ætla ekki að brenna sig á því sama og í búbblunni Utah Jazz ætlar ekki að endurtaka mistökin frá því í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í fyrra. Körfubolti 1. júní 2021 15:30
Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 1. júní 2021 08:00
NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 31. maí 2021 15:01
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. Körfubolti 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. Körfubolti 31. maí 2021 07:30
Vildum ekki leika við matinn okkar Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 30. maí 2021 10:16
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. Körfubolti 30. maí 2021 09:00
NBA dagsins: Magnaður Tatum hógvær eftir að skora 50 stig ásamt því helsta úr leikjunum í nótt Jayson Tatum skoraði 50 stig er Boston Celtics hélt sér á lífi í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þá komst Atlanta Hawks í 2-1 gegn New York Knicks og Los Angeles Clippers minnkuðu muninn í 2-1 gegn Dallas Mavericks Körfubolti 29. maí 2021 15:45
Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Körfubolti 29. maí 2021 09:45
NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Körfubolti 28. maí 2021 15:00
Sigur í fyrsta heimaleik Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár Los Angeles Lakers og Denver Nuggets eru bæði búin að snúa við sínum einvígum með tveimur sigrum í röð í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en Milwaukee Bucks er aftur á móti komið í 3-0 á móti Miami Heat. Körfubolti 28. maí 2021 07:31
Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Körfubolti 27. maí 2021 23:30
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Körfubolti 27. maí 2021 15:00
Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. Körfubolti 27. maí 2021 07:31
Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. Körfubolti 26. maí 2021 18:00
Devin Booker á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina Hingað til hefur það verið nánast dauðadómur fyrir körfuboltaferil NBA leikmanns að verða kærasti einhverjar úr Kardashian fjölskyldunni. Eða þangað til að Devin Booker tók sig til og sendi bölvunina til föðurhúsanna. Körfubolti 26. maí 2021 16:01
NBA dagsins: Dirk mætti og Dallas fór frá Los Angeles með tvo sigra í einvíginu á móti Clippers Besti leikmaður í sögu Dallas Mavericks var mættur fyrir aftan bekkinn hjá sínu liði í nótt þegar Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs á Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Staðan er orðin 2-0 fyrir Mavericks. Körfubolti 26. maí 2021 15:01
Diana Taurasi spilaði tvo leiki með brotið bringubein Körfuboltakonan Diana Taurasi verður frá keppni næstu fjórar vikurnar eftir að í ljós kom að hún er með brotið bringubein. Körfubolti 26. maí 2021 10:30