Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 18:00 Kareem Abdul-Jabbar er goðsögn í lifandi lífi. Sylvain Gaboury/Getty Images Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira