Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 14:31 Joel Embiid ræðir við blaðamenn í gær sem vildu frá hans viðbrögð við því að Ben Simmons var rekinn af æfingu og settur í eins leiks bann af sínu eigin félagi. AP/Matt Rourke Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um. Mikið hefur verið gert úr fýlu Ben Simmons en hann var þó kominn aftur til móts við félagið og er byrjaður að æfa. Það er ekki alveg að ganga nægilega vel. Hin stórstjarna liðsins, Joel Embiid, svaraði spurningum um Ben Simmons eftir æfinguna og hann fór ekkert leynt með það að hann sé endanlega búinn að fá nóg af barnalegum liðsfélaga sínum. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér er alveg sama um þennan mann,“ sagði Joel Embiid og segir að ekkert hafi breyst í hegðun Ben Simmons þó að hann sé kominn til baka. „Ég er að reyna að vinna. Til þess að vinna þá þarftu að vera í sambandi við liðsfélaga þína. Ég hef það samband við alla mína liðsfélaga,“ sagði Embiid. „Þegar allt er á botninn hvolft þá er það ekki mitt starf að vera barnapía. Við fáum borgað fyrir að standa okkur inn á vellinum, fara út, spila af krafti og reyna að vinna leiki. Fyrir það fæ ég borgað,“ sagði Embiid. „Við fáum ekki borgað fyrir að koma hér og vera í barnapössun. Það er ekki okkar starf og ég er viss um að liðsfélagar mínir eru á sama máli,“ sagði Embiid. „Við erum einbeittir á það að vinna og að spila saman sem eitt lið,“ sagði Embiid. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr fýlu Ben Simmons en hann var þó kominn aftur til móts við félagið og er byrjaður að æfa. Það er ekki alveg að ganga nægilega vel. Hin stórstjarna liðsins, Joel Embiid, svaraði spurningum um Ben Simmons eftir æfinguna og hann fór ekkert leynt með það að hann sé endanlega búinn að fá nóg af barnalegum liðsfélaga sínum. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér er alveg sama um þennan mann,“ sagði Joel Embiid og segir að ekkert hafi breyst í hegðun Ben Simmons þó að hann sé kominn til baka. „Ég er að reyna að vinna. Til þess að vinna þá þarftu að vera í sambandi við liðsfélaga þína. Ég hef það samband við alla mína liðsfélaga,“ sagði Embiid. „Þegar allt er á botninn hvolft þá er það ekki mitt starf að vera barnapía. Við fáum borgað fyrir að standa okkur inn á vellinum, fara út, spila af krafti og reyna að vinna leiki. Fyrir það fæ ég borgað,“ sagði Embiid. „Við fáum ekki borgað fyrir að koma hér og vera í barnapössun. Það er ekki okkar starf og ég er viss um að liðsfélagar mínir eru á sama máli,“ sagði Embiid. „Við erum einbeittir á það að vinna og að spila saman sem eitt lið,“ sagði Embiid.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum