Sá eldri vann bræðraslag í NBA í nótt og pabbi í „I Told You So“ bol í stúkunni Lonzo Ball ætlaði ekki að tapa aftur fyrir yngri bróður sínum LaMelo þegar þeir mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls liðið vann líka leikinn á móti Charlotte Hornets. Körfubolti 30. nóvember 2021 07:31
Miðherji Celtics breytir um nafn og fær bandarískan ríkisborgararétt Þetta er stór dagur fyrir Enes Kanter, miðherja NBA-liðsins Boston Celtics. Í dag fær hann bandarískan ríkisborgararétt en það er þó annað sem breytist líka. Körfubolti 29. nóvember 2021 12:31
Curry snöggreiddist og kláraði leikinn með sýningu: „Hef ekki séð hann reiðari“ Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James var góður í sigri Los Angeles Lakers á móti sama liði og allt varð vitlaust í leik á dögunum. Körfubolti 29. nóvember 2021 07:30
Sigurganga Suns heldur áfram Phoenix Suns heldur sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið mætti Brooklyn Nets. Körfubolti 28. nóvember 2021 09:29
Ætlar aldrei að tala um atvikið aftur Isiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni, segist aldrei ætla að ræða það sem gerðist þegar að liðið mætti Lakers á dögunum. Stewart, sem missti sig gjörsamlega eftir olnbogaskot frá LeBron James, var spurður út í atvikið fyrir leik liðsins gegn Atlanta Hawks. Körfubolti 27. nóvember 2021 11:30
NBA: Golden State heldur í toppsætið Golden State Warriors heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA deildinni og eru á toppi Vesturdeildarinnar með sautján sigra og tvö töp. Liðið fór létt með Portland Trailblazers í nótt. Phoenix Suns unnu sinn fimmtánda leik í röð. Körfubolti 27. nóvember 2021 10:00
Gasol spilar áfram en nú með gömlu Íslendingafélagi sem hann stofnaði Marc Gasol er kannski hættur í NBA-deildinni í körfubolta en körfuboltaskórnir fara ekki upp á hillu alveg strax. Körfubolti 26. nóvember 2021 15:00
NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði. Körfubolti 26. nóvember 2021 11:31
NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar. Körfubolti 25. nóvember 2021 23:01
Lebron og Liverpool framleiða vörur saman LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Enski boltinn 25. nóvember 2021 14:00
Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 25. nóvember 2021 07:30
Fengu blauta tusku í andlitið en vöknuðu aftur í framlengingu Luka Doncic sneri aftur eftir meiðsli í framlengdum leik Dallas Mavericks gegn LA Clippers. Dallas missti niður tíu stiga forskot seint í fjórða leikhluta en vann í framlengingu, 112-104. Körfubolti 24. nóvember 2021 07:30
Bað um símanúmerið en fékk sitt fyrsta bann LeBron James verður í leikbanni í kvöld, í fyrsta sinn á 19 ára ferli sínum sem körfuboltamaður, þegar Los Angeles Lakers mæta liði New York Knicks á útivelli í NBA-deildinni. Körfubolti 23. nóvember 2021 07:30
Lætin í Detroit gætu verið vendipunktur tímabilsins fyrir Lakers Los Angeles Lakers hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils í NBA-deildinni í körfubolta. Mikil læti áttu sér stað í leik Lakers og Detroit Pistons, Lebron James var hent út úr húsi en Lakers kom til baka og vann slakt lið Detroit. Voru lætin það sem þurfti til að vekja Lakers? Körfubolti 22. nóvember 2021 23:01
Áhorfandi í lúxussæti ældi á völlinn og olli langri töf á NBA leik Þetta eru bestu sætin í íþróttunum og kosta líka sitt. Það er hins vegar algjört lykilatriði að fólk þekki sín takmörk eins og kom vel í ljós í NBA-deildinni í körfubolta um helgina. Körfubolti 22. nóvember 2021 12:30
Trompaðist eftir að LeBron James sló hann til blóðs LeBron James var rekinn út úr húsi eftir að hafa slegið andstæðing til blóðs í sigri Los Angeles Lakers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 22. nóvember 2021 07:31
Enn ein endurkoman hjá galdramönnunum Washington Wizards vann enn einn sigurinn í NBA deildinni í nótt en liðið hefur nú unnið ellefu leiki og tapað fimm og situr í öðru sæti í Austurdeildinni. Í Vesturdeildinni komust Utah Jazz upp í þriðja sætið með sigri á Sacramento Kings. Körfubolti 21. nóvember 2021 09:59
Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 20. nóvember 2021 09:30
Pippen segir að Jordan hafi eyðilagt körfuboltann Scottie Pippen virðist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við sinn gamla samherja, Michael Jordan, og sendir honum tóninn í nýútkominni ævisögu sinni, Unguarded. Körfubolti 19. nóvember 2021 10:02
Hamur rann á Curry í 4. leikhluta Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 19. nóvember 2021 08:01
Fullkomin frammistaða Giannis og sólirnar frá Phoenix skína skært Giannis Antetokounmpo skoraði 47 stig þegar Milwaukee Bucks sigraði Los Angeles Lakers, 109-102, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. nóvember 2021 08:00
Lakers mun spila heimaleiki sína í Rafmyntar-höllinni Hin goðsagnarkennda Staples Center, þar sem Los Angeles Lakers og Clippers, hafa leikið heimaleiki sína í NBA-deildinni fær nýtt nafn um jólin. Mun höllin bera heitið Crypto.com Arena. Körfubolti 17. nóvember 2021 19:16
Staples Center í Los Angeles fær nýtt nafn Nafni íþróttahallarinnar Staples Center í Los Angeles í Bandaríkjunum verður breytt á jóladag í Crypto.com Arena. Viðskipti erlent 17. nóvember 2021 10:11
Curry glansaði í stórleiknum á meðan Durant átti sinn versta leik í vetur Stephen Curry skoraði 37 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Brooklyn Nets, 99-117, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 17. nóvember 2021 08:00
AD rekinn út úr húsi þegar hann var að reyna að klæða sig aftur í skóinn Það gengur flest á afturfótunum þessa dagana hjá Los Angeles Lakers liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í tapleik á móti Chicago Bulls í nótt. Körfubolti 16. nóvember 2021 16:30
Nautin ráku hornin í Lakers Chicago Bulls vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, 103-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 16. nóvember 2021 07:31
Býflugurnar stungu Curry og félaga Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102. Körfubolti 15. nóvember 2021 07:30
Stórleikur Davis sá til þess að Lakers fór með sigur af hólmi Fyrsti leikur kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta var léttur spennutryllir. Los Angeles Lakers vann átta stiga sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 114-106. Lakers var nálægt því að missa leikinn frá sér en stórar körfur undir lok leiks tryggðu sigurinn. Körfubolti 14. nóvember 2021 23:16
Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána. Fótbolti 14. nóvember 2021 13:00
Gott gengi Wizards heldur áfram Washington Wizards halda áfram að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru fram sex leikir í nótt. Körfubolti 14. nóvember 2021 09:46