NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: SGA sökkti Clippers með flautukörfu

Shai Gilgeous-Alexander, leikmaður Oklahoma City Thunder, gerði sér lítið fyrir og skoraði þriggja sitga körfu á meðan að tíminn rann út og tryggði sínum mönnum sigur gegn Los Angeles Clippers, 104-103.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers tapaði í fyrsta leik Thomas

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og oft áður. Los Angeles Lakers freistaði þess að vinna sinn fjórða leik í röð í deildinni en liðið mætti Minnesota Timberwolves. Lakers sótti nýlega til sín fyrrum stjörnuleikmanninn Isaiah Thomas.

Körfubolti
Fréttamynd

Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu

Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder.

Körfubolti
Fréttamynd

Bak­slag hjá Zion: Spilar ekki fyrr en á nýju ári

Það verður seint sagt að NBA-ferill Zion Williamson hafi verið dans á rósum til þessa. Frá því New Orleans Pelicans valdi Zion í nýliðavali deildarinnar árið 2019 hefur hann verið meira og minna meiddur. Hann mun ekki spila aftur fyrr en á næsta ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana

Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers vann stórveldaslaginn

LeBron James skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers vann Boston Celtics, 117-102, í uppgjöri tveggja sigursælustu liða NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Nautin ryðjast áfram

DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, heldur áfram að stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum liðsins en hann átti enn einn frábæra leikinn í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

Körfubolti