NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Milwaukee

Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta.

Sport
Fréttamynd

LeBron James kláraði Washington aftur

Undrabarnið LeBron James heldur uppteknum hætti í sinni fyrstu heimsókn á stóra sviðið í úrslitakeppni NBA, en í nótt skoraði hann aðra sigurkörfu sína á nokkrum dögum þegar Cleveland lagði Washington 121-120 í æsilegum framlengdum leik og náði forystu 3-2 í einvígi liðanna. James skoraði 45 stig fyrir Cleveland og Gilbert Arenas skoraði 44 fyrir Washington.

Sport
Fréttamynd

Detroit - Milwaukee í beinni á besta tíma

Detroit Pistons getur í kvöld slegið Milwaukee Bucks út úr fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA þegar liðin mætast í fimmta sinn á heimavelli Detroit. Staðan er 3-1 fyrir Detroit og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á besta tíma - eða klukkan 22 í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Brown sakaður um nauðgun

Miðherjinn Kwame Brown hjá LA Lakers hefur verið ásakaður um nauðgun skömmu eftir þriðja leik liðsins við Phoenix í Los Angeles á dögunum. Brown gaf strax út yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu, en leikmaðurinn hefur enn ekki verið formlega ákærður. Phil Jackson ákvað að leyfa Brown að spila í nótt þrátt fyrir að óttast að leikmaðurinn yrði annars hugar vegna málsins.

Sport
Fréttamynd

Heitt í kolunum í Phoenix

LA Lakers tókst ekki að slá Phoenix Suns út úr úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið tapaði 114- 97 í fimmta leik liðanna í Phoenix og því er staðan orðin 3-2 fyrir Lakers. Mikill hiti var í leiknum í gær og voru þeir Kobe Bryant og Raja Bell báðir sendir í bað af dómurunum. Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers, en Boris Diaw átti frábæran leik hjá Phoenix með 25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir mörðu Sacramento

Meistarar San Antonio þurftu á öllu sínu besta að halda í nótt þegar liðið lagði Sacramento 109-98 á heimavelli sínum í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bonzi Wells fór aftur á kostum í liði Sacramento og skoraði 38 stig og hirti 12 fráköst, en þrátt fyrir hetjulega baráttu komst liðið ekki í gegn um meistarana að þessu sinni. San Antonio getur nú klárað dæmið í sjötta leiknum í Sacramento.

Sport
Fréttamynd

Wade kláraði Chicago þrátt fyrir meiðsli

Dwayne Wade tók til sinna ráða á lokasprettinum í fimmta leik Miami og Chicago í nótt og tryggði heimamönnum 92-78 sigur, þrátt fyrir að þurfa að fara meiddur af velli eftir ljóta byltu í fyrri hálfleik. Wade var sprautaður með verkjalyfum og sneri aftur til leiksins eftir að Shaquille O´Neal hafði sent eftir honum.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Vince Carter tryggði Nets sigurinn

New Jersey Nets náði í nótt 3-2 forystu í einvígi sínu við Indiana Pacers í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA. Það var ekki síst fyrir stórleik Vince Carter sem heimamenn í New Jersey náðu að knýja fram nauman 92-86 sigur, en Carter skoraði 34 stig og hirti 15 fráköst. Jason Kidd setti félagsmet með 15 stoðsendingum. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 19 stig þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða.

Sport
Fréttamynd

Ráðast örlög Phoenix Suns í nótt?

Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikurinn á NBA TV í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í NBA. Lakers getur með sigri í kvöld slegið Phoenix út og komist mjög óvænt í aðra umferð keppninnar, þar sem liðið mætir þá grönnum sínum í LA Clippers. Það yrði fyrsta einvígi grannliðanna í úrslitakeppni sögu NBA. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 2:30 eftir miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Eignuðust dætur með 6 mínútna millibili

Fyrrum samherjarnir hjá Los Angeles Lakers, þeir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant, höfðu góða ástæðu til að fagna í gærmorgun þegar þeir eignuðust báðir dætur með aðeins 6 mínútna millibili. Þeir félagar sættust í vetur eftir að hafa ekki talast við í meira en eitt ár, þar sem þeir tókust á í fjölmiðlum og kölluðu hver annan öllum illum nöfnum.

Sport
Fréttamynd

Diaw tók mestum framförum

Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins.

Sport
Fréttamynd

Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár

Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee.

Sport
Fréttamynd

Tekst Dallas að klára dæmið?

Fjórði leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Þar ræðst hvort Memphis nær að halda lífi í einvíginu eða lætur sópa sér út úr úrslitakeppninni í þriðja sinn í röð. Dallas hefur yfir 3-0 í einvíginu og hefur tapað 11 fyrstu leikjum sinni í úrslitakeppni í sögu félagsins, sem er NBA met.

Sport
Fréttamynd

Sacramento burstaði meistarana

Dramatíkin í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í vor er að verða ótrúleg og í lokaleik gærkvöldsins gerði lið Sacramento sér lítið fyrir og rótburstaði meistara San Antonio 102-84 og jafnaði metin í einvígi efsta og neðsta liðsins í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar í 2-2.

Sport
Fréttamynd

Kobe Bryant skaut Phoenix upp að vegg

Kobe Bryant sýndi sannarlega úr hverju hann var gerður í gærkvöldi þegar hann tryggði Los Angeles Lakers 99-98 sigur á Phoenix Suns með ótrúlegri sigurkörfu í framlengingu og nú vantar Lakers aðeins einn sigur til að slá Phoenix út úr keppninni í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bryant var stórkostlegur á lokasprettinum á meðan verðmætasti leikmaður deildarinnar, Steve Nash, gerði afdrifarík mistök sem kostuðu Phoenix sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Arenas kláraði Cleveland

Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig.

Sport
Fréttamynd

Miami í vandræðum

Chicago Bulls afrekaði það í gær að jafna metin í einvígi sínu við Miami Heat í 2-2 með góðum 93-87 sigri á heimavelli sínum í fjórða leik liðanna. Flestir bjuggust við að það yrði aðeins formsatriði fyrir Miami að afgreiða liðið í sjöunda sæti í Austurdeildinni, en baráttuglaðir leikmenn Chicago eru langt í frá búnir að segja sitt síðasta gegn hærra skrifuðum andstæðingum sínum.

Sport
Fréttamynd

Washington - Cleveland í beinni á NBA TV

Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og klukkan 23:30 verður á dagskrá NBA TV fjórði leikur Washington Wizards og Cleveland Cavaliers. Cleveland hefur yfir 2-1 í einvíginu, en leikur kvöldsins fer fram í höfuðborginni Washington. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liði Washington tekst að ráða við undrabarnið LeBron James, sem skoraði 41 stig og tryggði Cleveland sigur í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Juventus í góðri stöðu

Juventus hefur þriggja stiga forskot á AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Juventus lagði Siena 3-0 með mörkum frá Mutu, Trezeguet og Vieira, en AC Milan lagði Livorno 2-0 með mörkum frá Filippo Inzaghi. Juve hefur 82 stig á toppnum, AC Milan er með 79 stig og Inter er í þriðja sætinu með 74 stig eftir 1-0 tap fyrir Empoli.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Miami á Sýn

Fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat í úrslitakeppni Austurdeildar NBA verður sýndur á Sýn í kvöld klukkan 20:50, eða skömmu eftir að flautað hefur verið til leiksloka í viðureign Osasuna og Real Madrid. Chicago freistar þess að jafna metin í seríunni í 2-2 eftir mjög góðan sigur í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee Burstaði Detroit

Nokkuð óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Milwaukee burstaði Detroit 124-104 á heimavelli sínum og minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna. New Jersey jafnaði metin í 2-2 gegn Indiana, en Dallas og LA Clippers eru nú hársbreidd frá því að komast í aðra umferð eftir að liðin unnu sinn þriðja leik í rimmum sínum.

Sport
Fréttamynd

New Jersey jafnaði gegn Indiana

New Jersey Nets jafnaði í kvöld metin í 2-2 í einvígi sínu við Indiana Pacers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeild NBA. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 22. Jermaine O´Neal var atkvæðamestur í liði heimamanna með 20 stig. Næsti leikur fer fram í New Jersey á þriðjudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Mike Miller besti varamaðurinn

Mike Miller, leikmaður Memphis Grizzlies, var í gærkvöld kjörinn besti varamaðurinn á tímabilinu í NBA deildinni með nokkuð miklum yfirburðum. Miller skoraði 13,7 stig og hirti 5,4 fráköst að meðaltali í leik í vetur, en hann var færður á varamannabekkinn í upphafi leiktíðar þegar Mike Fratello þjálfari breytti uppstillingu sinni til að ná meiru út úr liðinu. Það heppnaðist einstaklega vel og var Miller lykilmaður liðsins áfram þó hann kæmi af bekknum.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn

Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV

Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann á NBA TV og sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina og veislan hefst í kvöld með tveimur útsendingum. Þriðji leikur Memphis og Dallas verður sýndur klukkan 21:50 á Sýn og klukkan 2:30 verður svo á dagskrá fjórði leikur Denver og LA Clippers á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Dramatíkin í hámarki í nótt

Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Sacramento - San Antonio í beinni

Þriðji leikur Sacramento Kings og San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tvö í nótt. San Antonio vann yfirburðasigur í fyrsta leiknum, en var heppið að vinna annan leikinn þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Ron Artest verður á ný í liði Sacramento eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Chicago burstaði Miami

Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Lakers jafnaði í Phoenix

Kobe Bryant og félagar í LA Lakers jöfnuðu í nótt metin í rimmu sinni við Phoenix með góðum 99-93 sigri í Phoenix í öðrum leik liðanna og fara næstu tveir leikir fram í Los Angeles. Kobe Bryant hafði hægt um sig framan af leik en endaði með 29 stig og 10 fráköst. Steve Nash var atkvæðamestur í liði Phoenix með 29 stig og 9 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Annar leikur Dallas og Memphis í beinni

Annar leikur Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í kvöld. Dallas var í bílstjórasætinu í fyrsta leiknum og vann nokkuð sannfærandi sigur, en lið Memphis er enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í úrslitakeppni í stuttri sögu félagsins og hefur tapað öllum níu leikjum sínum hingað til.

Sport