57 stig Michael Redd dugðu skammt 12. nóvember 2006 14:33 Michael Redd NordicPhotos/GettyImages Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum