Fimmti sigur LA Clippers í röð 13. nóvember 2006 05:21 NordicPhotos/GettyImages LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira