NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Miami ætlar í sögubækurnar

Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný.

Sport
Fréttamynd

Michael Jordan snýr aftur

Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegur sigur Miami

Miami Heat forðaði sér naumlega frá því að lenda undir 3-0 í lokaúrslitum NBA í nótt þegar liðið vann afar dramatískan sigur á Dallas Mavericks á heimavelli sínum 98-96. Svo virtist sem lið Miami væri heillum horfið í gær, en liðið var á kafla 13 stigum undir í fjórða leikhluta. Dwyane Wade bar sína menn á herðum sér og skoraði 42 stig og hirti 13 fráköst fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld

Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami.

Sport
Fréttamynd

Shaquille O´Neal sektaður

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat hefur verið sektaður um 10.000 dollara fyrir að veita ekki viðtöl eftir tapleikinn gegn Dallas í nótt. Dallas vann leikinn örugglega og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu um NBA meistaratitilinn, en O´Neal átti sinn versta leik á ferlinum í úrslitakeppni í gær.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir Miami

Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Miami í beinni á Sýn í kvöld

Annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Dallas í kvöld. Dallas vann fyrsta leikinn á fimmtudag og eftir leik kvöldsins færist einvígið til Flórída, þar sem næstu þrír leikir fara fram. Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas

Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas.

Sport
Fréttamynd

Engar stórar breytingar fyrirhugaðar

Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu.

Sport
Fréttamynd

Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin

Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin í körfubolta eftir 102-93 sigur á Phoenix í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dallas-liðið kemst svo langt en liðið hefur margoft verið líklegt til afreka á undanförnum árum. Dallas vann seinni hálfleikinn 63-42 og í fyrsta sinn í 35 ár munu tveir nýliðar því berjast um NBA-titilinn því bæði Dallas og mótherjar þeirra Miami eru komin í úrslitin í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Kemst Dallas í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld?

Dallas Mavericks getur komist í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld vinni liðið sjötta undanúrslitaleik Vesturdeildarinnar gegn Phoenix. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik liðanna sem Dallas vann 117-101 en hann skoraði þá tveimur stigum meira en allt Suns-liðið í fjórða leikhlutanum. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix, hefst klukkan hálf eitt og verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami Heat komið í NBA-úrslitin í fyrsta sinn

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn þegar liðið vann Detroit Pistons, 95-78, í sjötta leik liðanna á Flórída. Miami Heat vann þar með einvígið 4-2 en Pistons-liðið var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur. Shaquille O´Neal var með 28 stig, 16 fráköst og 5 varin skot í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Musselman tekur við Sacramento

ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í kvöld að Eric Musselman verði næsti þjálfari Sacramento Kings í NBA deildinni. Musselman var aðalþjálfari Golden State Warriors á árunum 2002-04 en hefur síðan verið aðstoðarþjálfari Mike Fratello hjá Memphis Grizzlies. Musselman leysir Rick Adelman af hólmi, en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor eftir átta ára starf.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki skoraði 50 stig

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Phoenix í beinni á Sýn

Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas.

Sport
Fréttamynd

Líður eins og dauðadæmdum manni

Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum.

Sport
Fréttamynd

Detroit tórir enn

Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí.

Sport
Fréttamynd

Sendir Miami Detroit í sumarfrí?

Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram á miðnætti í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Miami hefur yfir 3-1 í einvíginu og getur því tryggt sér sæti í úrslitum NBA í fyrsta sinn í 18 ára sögu félagsins með sigri í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Phoenix jafnaði

Phoenix Suns hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitaeinvíginu í Vesturdeildinni og í nótt burstaði liðið Dallas Mavericks 106-86 á heimavelli sínum og jafnaði metin í 2-2 í seríunni. Raja Bell var óvænt í byrjunarliði Phoenix í nótt, en hann er meiddur á fæti.

Sport
Fréttamynd

Miami hársbreidd frá úrslitunum

Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Vann San Antonio fjórða leikinn?

Aganefnd NBA deildarinnar ákvað í dag að draga til baka tæknivillu sem Michael Finley leikmaður San Antonio Spurs fékk í fjórða leiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á dögunum, en úrslit leiksins réðust í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Bell á ekki von á að spila fjórða leikinn

Bakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns á ekki von á því að verða orðinn klár í slaginn í leik fjögur hjá Phoenix og Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA annað kvöld. Bell er meiddur á kálfa og segist setja stefnuna á leik fimm á fimmtudagskvöldið, en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er í beinni á Sýn í kvöld klukkan 0:30.

Sport
Fréttamynd

Detroit með bakið upp að vegg

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni í kvöld

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 0:30 í nótt, en þetta er algjör lykilleikur í einvíginu þar sem Miami leiðir 2-1. Fimmti leikurinn í þessu einvígi verður svo einnig sýndur beint á miðvikudagskvöldið en hann fer fram í Detroit. Þá verður fimmti leikur Dallas og Phoenix í beinni á fimmtudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Dallas komið yfir

Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Dallas í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá úrslitakeppni NBA á ný klukkan 0:30 í nótt þegar þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks verður á dagskrá í úrslitum Vesturdeildarinnar. Liðin skiptu með sér leikjunum tveimur í Dallas, en heimamenn verða án Raja Bell í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Detroit réði ekkert við Shaq og Wade

Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Drykkfeldar mæður stjörnuleikmanna til vandræða

Mæður stjörnuleikmannanna LeBron James hjá Cleveland og Amare Stoudemire hjá Phoenix eru sonum sínum ekki góðar fyrirmyndir, en þær hlutu báðar dóma fyrir óspektir og ölvunarakstur fyrir helgina. Móðir James slapp með sekt og félagsþjónustu, en móðir Stoudemire þarf að dúsa í fangelsi í þrjú ár eftir ítrekaðan ölvunarakstur.

Sport
Fréttamynd

Dallas jafnaði gegn Phoenix

Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire fetar í fótspor Bryant

Framherjinn öflugi Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns þarf að sætta sig við að sitja á bekknum spariklæddur þegar félagar hans spila í úrslitum Vesturdeildarinnar þessa dagana, en þessi efnilegi leikmaður hefur verið meiddur á hné í allan vetur.

Sport