Mikil dramatík í NBA í nótt 21. desember 2006 12:04 Stórleikur LeBron James gegn New Jersey dugði skammt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum