Körfubolti

New Orleans - San Antonio í beinni í kvöld

Tveir af bestu leikstjórnendum heimsins í dag eigast við í kvöld, þeir Chris Paul og Tony Parker
Tveir af bestu leikstjórnendum heimsins í dag eigast við í kvöld, þeir Chris Paul og Tony Parker NordicPhotos/GettyImages

Það verður skemmtilegur leikur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu þegar New Orleans tekur á móti San Antonio Spurs klukkan 2:30 í nótt. Þá er rétt að minna um leið á leik Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics sem sýndur verður beint á Sýn annað kvöld klukkan 1:30 eftir miðnætti.

Leikur New Orleans og San Antonio fer fram í New Orleans, en þetta er í fyrsta sinn í mánuð sem liðið spilar á eiginlegum heimavelli sínum í New Orleans þar sem flestir heimaleikir liðsins hafa farið fram í Oklahoma City eftir náttúruhamfarirnar í fyrra.

Leikstjórnandinn Chris Paul hefur farið á kostum með liði New Orleans í vetur, en hann hefur í raun haldið liðinu á floti með leik sínum vegna mikilla meiðsla lykilmanna á borð við David West og Peja Stojakovic. New Orleans vann síðast sigur á Cleveland í Oklahoma á þriðjudagskvöldið.

Sterkt lið San Antonio er líklega óþarfi að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með NBA á síðustu árum og hefur liðið unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. San Antonio er eina liðið í NBA sem hefur unnið 17 leiki á tímabilinu - jafn marga og Utah Jazz sem er í efsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×