NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kobe Bryant vill fara frá LA Lakers

Kobe Bryant gaf það út í viðtali við útvarpsstöð ESPN í New York að hann vildi fara frá Los Angeles Lakers. Bryant hefur ekki farið leynt með vonbrigði sín á lélegu gengi liðsins undanfarin ár og segir stjórnendur þess ekki deila metnaði sínum um að gera Lakers að stórveldi á ný.

Körfubolti
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Seattle

Viðskiptajöfurinn Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, segir útlitið dekkra en nokkru sinni varðandi framtíð félagsins í Seattle. Hann reiknar fastlega með því að liðið verði flutt til Kansas City eða Oklahoma City eftir næstu leiktíð ef ekki verði róttækar breytingar á stöðu mála.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland jafnar 2 - 2

Cleveland bar í nótt sigur í fjórða leik sínum við Detroit en leikurinn fór fram í Cleveland. Staðan í viðureign þeirra er því jöfn, 2 - 2. LeBron James leiddi heimaliðið í stigaskori og setti 25 stig og þar af komu tvö af vítalínunni þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Við það bætti hann síðan 11 stoðsendingum, sjö fráköstum og þremur stolnum boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Detroit í beinni í kvöld

Fjórði leikur Cleveland og Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Cleveland getur jafnað metin í 2-2 í einvíginu með sigri á heimavelli í kvöld, en það verður liðið að gera án eins af sínum bestu mönnum. Larry Hughes er meiddur á fæti og verður tæplega með gegn Detroit í kvöld - frekar en í einvígi liðanna í annar umferðinni í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City

San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Deron Williams tæpur vegna magakveisu

Óvíst er hvort leikstjórnandinn Deron Williams geti spilað með liði sínu Utah Jazz í nótt þegar liðið mætir San Antonio í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Williams er með magakveisu og gat ekki æft með liðinu í dag. San Antonio hefur 2-1 forystu í einvíginu en Williams hefur verið besti leikmaður Utah með rúm 30 stig og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Glæsitroðsla LeBron James (myndband)

LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland í nótt þegar lið hans vann sigur á Detroit Pistons í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Hann átti líka tilþrif leiksins þegar hann tróð boltanum í andlitið á Rasheed Wallace. Smelltu á spila til að sjá þessi frábæru tilþrif James sem sáust í beinni á Sýn í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James frábær í sigri Cleveland

Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant: Náið í West eða ég er farinn

Kobe Bryant gaf út sterka yfirlýsingu í samtali við ESPN sjónvarpsstöðina í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína með liði LA Lakers. Vitað var að Bryant var orðinn leiður á að sjá lið Lakers drattast í meðalmennsku og nú virðist sem mælirinn sé fullur hjá leikmanninum.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Detroit í beinni í kvöld

Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah sneri við dæminu á heimavelli

Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah - San Antonio í beinni í nótt

Þriðji leikur Utah Jazz og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Þetta er fyrsti leikur liðanna í Salt Lake City eftir að San Antonio vann fyrstu tvo leikina með afgerandi hætti á heimavelli sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rashard Lewis á lausu í sumar

Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Groundhog Day í Detroit

Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76.

Körfubolti
Fréttamynd

Annar leikur Detroit og Cleveland í beinni í kvöld

Annar leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Detroit vann mjög nauman sigur í fyrsta leiknum og Cleveland mun í kvöld freista þess að stela heimavallarréttinum með sigri. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland og verða einnig sýndir beint á Sýn. Á laugardagskvöldið verður svo sýnt beint frá þriðja leik Utah og San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Sannfærandi sigur hjá San Antonio

San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Portland datt í lukkupottinn

NBA-lið Portland Trailblazers datt heldur betur í lukkupottinn í nótt þegar dregið var í lotteríinu fyrir nýliðavalið í sumar. Portland fékk fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga aðeins 5% líkur á að landa fyrsta valrétti og Seattle fékk annan valréttinn þrátt fyrir að eiga einnig fáar kúlur í lottóvélinni þegar dregið var. Sögufrægt lið Boston þarf að gera sér að góðu fimmta valrétt þrátt fyrir að eiga næstum 50% líkur á að landa einu af tveimur fyrstu valréttunum vegna lélegs árangurs liðsins í deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ancelotti: Gerrard bullar

Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir Steven Gerrard hafa verið að bulla þegar hann sagði að Milan hafi byrjað að fagna sigri í Meistaradeildinni í hálfleik úrslitaleiks liðanna árið 2005. Hann segir jafnframt að tapið þá eftir að hafa verið 3-0 yfir séu ekki stærstu mistök sín á ferlinum og bendir á annað áhugavert atriði í því sambandi.

Fótbolti
Fréttamynd

San Antonio - Utah í beinni á Sýn í nótt

Nú fer að draga til tíðinda í úrslitakeppni NBA deildarinnar þar sem fjögur lið eru eftir í baráttunni um titilinn. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum næstu vikuna og hátíðin hefst með öðrum leik San Antonio og Utah klukkan 1 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Adelman að taka við Houston?

Fjölmiðlar í Houston eru á einu máli um að Rick Adelman verði tilkynntur sem þjálfari Houston Rockets á morgun. Félagið rak Jeff Van Gundy á föstudaginn og segir Houston Chronicle að Adelman hafi þegar verið búinn að ræða við forráðamenn félagsins áður en það gerðist. Adelman er með hæsta vinningshlutfall allra þjálfara í NBA sem aldrei hafa unnið meistaratitil eða 61%. Hann þjálfaði síðast Sacramento Kings á árunum 1998 til 2006 og fór tvisvar með Portland í úrslit á tíunda áratugnum.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio vann fyrsta leikinn

San Antonio vann fyrsta leikinn gegn Utah í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt, 108-100. Tim Duncan gegndi lykilhlutverki í sigri San Antonio, en fjölmiðlar vestra segja hann sjaldan eða aldrei hafa spilað betur á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Undanúrslitin hefjast í nótt

Úrslitin í Vesturdeild NBA-deildarinnar hefjast í kvöld þegar San Antonio fær Utah í heimsókn. Sigurvegarinn í rimmu liðanna fer í úrslit deildarinnar þar sem mótherjarnir verða annaðhvort Cleveland eða Detroit. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 en í leikjum liðanna á núverandi leiktíð skiptu þau sigrunum á milli sín.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade á batavegi eftir tvær aðgerðir

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, er á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir í vikunni, annars vegar á öxl og hins vegar á hné. Wade segist líða vel, bæði líkamlega og andlega, og stefnir á að verða klár í slaginn þegar næsta tímabil í NBA hefst.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Gundy rekinn frá Houston

Jeff Van Gundy var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Houston Rockets í NBA-deildinni, en lærisveinar hans féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrr í þessum mánuði. Svo slakur árangur var með öllu óviðunandi að mati forráðamanna liðsins, en í liðinu er að finna stjörnuleikmenn á borð við Yao Ming og Tracy McGrady.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio og Cleveland komin áfram

San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah í úrslitum Vesturdeildar en Cleveland tekur á móti Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Detroit í beinni á miðnætti

Sjötti leikur Chicago Bulls og Detroit Pistons í undanúrslitum Austurdeildar í NBA verður sýndur beint á NBA sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld. Detroit komst í 3-0 í einvíginu en Chicago getur jafnað metin í 3-3 með sigri á heimavelli í kvöld. Annað kvöld verður svo NBA sannkölluð NBA veisla í sjónvarpinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur hjá San Antonio

San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland getur klárað dæmið í kvöld

Cleveland Cavaliers getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með sigri á New Jersey Nets í fimmta leik liðanna sem sýndur verður beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Síðar í nótt eigast við Phoenix og San Antonio þar sem staðan er jöfn 2-2 og þrír leikmenn taka út leikbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah í úrslit Vesturdeildar

Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92.

Körfubolti