Toronto burstaði Chicago 11. nóvember 2007 11:44 Chicago-liðið er heillum horfið í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum