NBA í nótt: Frábær byrjun hjá Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 11:21 Tracy McGrady var öflugur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má hér finna ítarlega umfjöllun um þá alla. Houston vann sinn þriðja leik í jafn mörgu leikjum á tímabilnu, í þetta sinn gegn Portland Trail Blazers. Tracy McGrady og Yao Ming skiluðu sínu í nótt en voru ekkert að gera mikið meira en þeir þurftu. Hvorki gengur né rekur hjá Washington og Chicago sem eru enn án sigurs til þessa. Dallas Mavericks vann góðan sigur á Sacramento og þá skoraði Utah Jazz 133 stig gegn Golden State. Portland fellur einnig í sama flokk og Washington og Chicago (0-3) sem og Golden State og Sacramento. Philadelphia 76ers - New Jersey Nets 88-93 Richard Jefferson gengur frá einni troðslu í nótt.Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði þrefaldri tvennu gegn Philadelphia í nótt og það í 88. skiptið á ferlinum sínum. Hann skoraði sextán stig, tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Nets á Philadelphia. Richard Jefferson stóð einnig fyrir sínu og skoraði 22 stig og Vince Carter bætti við átján. Hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sextán stig og Kyle Korver bætti við ellefu og tók jafn mörg fráköst. New Jersey tapaði á föstudaginn fyrir Toronto með 38 stiga mun og þurftu nauðsynlega á sigri að halda upp á sjálfstraustið að gera. Leikurinn var jafn framan af en forysta Nets var fjögur stig í hálfleik. Philadelphia tókst þó að komast yfir í þriðja leikhluta en á endanum náði Nets aftur forystunni og var staðan 67-57 þegar fjórði leikhluti hófst. Þegar fjórar mínútur voru eftir tókst Philadelphia að minnka muninn í þrjú stig en þá tók Jason Kidd til sinna mála með góðum þristi. Philadelphia náði aldrei að brúa það bil og á endanum vann Nets með fimm stiga mun. „Hvað segiru, náði hann þrefaldri tvennu?" sagði Jefferson með kaldhæðnistón eftir leik. „Ef hann heldur áfram að leggja sig fram gæti hann náð nokkrum slíkum á ferlinum sínum." Jefferson sagði þó í fullri alvöru að Kidd hafi enn einu sinni sýnt af hverju hann telst vera einn sá besti í dag. „Við þurfum ekki að sanna neitt fyrir okkur sjálfum hér í dag heldur frekar að bæta upp fyrir tapið. Þetta var erfiður leikur og þurftum við að berjast fyrir hlutunum." Sjálfur var Kidd hógvær. „Ég reyndi bara að taka þau skot sem mér bauðst." Washington Wizards - Orlando Magic 82-94 Hedu Turkoglu átti frábæran leik fyrir Orlando í nótt.Nordic Photos / Getty Images Tímabilið byrjar ekki vel hjá Washington. Liðið tapaði fyrir Orlando í sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í nótt og hefur alls tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan 1992. Washington var með þriggja stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta, 67-64, en leikmenn liðsins hittu einungis úr fimm af 25 skotum sínum það sem eftir var og gáfu frá sér sigurinn. Hedo Torkoglu skoraði þrettán af sínum 25 skotum í fjórða leikhluta og var maðurinn á bak við sigur Orlando. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var Orlando aðeins með eins stigs forystu, 76-75. Næstu þrjár mínúturnar skoraði Washington hins vegar ekkert stig á meðan að Torkoglu skoraði níu í röð. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando í nótt, öll í fyrri hálfleik. Dwight Howard var með sautján stig og fimmtán fráköst. Gilbert Arenas náði sér alls ekki á strik í nótt og skoraði einungis tíu stig. Hann hitti úr fyrstu þremur skotum sínum en svo úr tveimur af tólf eftir það. Hann hitti úr engum af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Washington hitti þó úr sex þriggja stiga skotum í nótt en gegn Boston á föstudag hitti liðið úr engum slíkum skotum en gerðu alls sextán tilraunir til þess. Það er met í NBA-deildinni en í fyrsta leiknum hitti liðið ekki úr síðustu fjórum tilraunum sínum og ekki heldur úr fyrstu tveimur í nótt. Það þýðir að alls klúðruðu leikmenn liðsins 22 þriggja stiga skotum í röð. „Það er frekar stíft," sagði Arenas um hnéð sitt eftir leikinn. „Mér líður eins og það sé fimm punda lóð á því." Memphis Grizzlies - Indiana Pacers 111-121 Mike Dunleavy skartaði þessum glæsilegum saumum í vörninni í leiknum gegn Memphis.Nordic Photos / Getty Images Mike Dunleavy átti frábæran leik fyrir Indiana í nótt sem hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa - fyrst gegn Miami á heimavelli sínum. Í nótt vann liðið tíu stiga sigur á Memphis á útivelli og skoraði Dunleavy 27 stig í leiknum og tók þar að auki átta fráköst. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í vor í fyrsta skipti síðan 1997. „Þetta snýst meira um stoltið okkar," sagði Dunleavy eftir leikinn. „Okkur leið öllum ömurlega hvernig tímabilinu lauk hjá okkur í vor. Liðið er með óbragð í munninum og okkur finnst að það muni fylgja okkur allt þetta tímabil." Danny Granger var með 23 stig í nótt og Jamaal Tinsley fjórtán. Alls skoruðu sex leikmenn Indiana fleiri en tíu stig í nótt. Kyle Lowry bætti sitt persónulega met er hann skoraði nítján stig fyrir Memphis. Pau Gasol var með átján og tók tíu fráköst. Memphis komst aldrei yfir í leiknum en náði þó að minnka forskotið aðeins undir lok þriðja leikhluta. Þá tóku gestirnir til sinna mála og skoruðu fyrstu níu stigin í fjórða leikhluta og gerðu endanlega út um leikinn. Memphis tapaði 27 boltum í nótt og sagði þjálfari liðsins að eitthvað af þeim mætti skrifa á Indiana. „En ekki alla," sagði hann. Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 78-72 Yi Jinalian átti fínan leik fyrir Milwaukee.Nordic Photos / Getty Images Kínverjinn Yi Jianlian átti fínan leik í nótt þegar að Milwaukee vann sex stiga sigur á vængbrotnu liði Chicago í nótt. Hann skoraði sextán stig og tók átta fráköst en það var Michael Redd sem var stigahæstur með 27 stig. Bucks höfðu tapað fimmtán leikjum í röð fyrir liðum úr Miðriðlinum en með tapi sínu í nótt er Chicago enn án sigurs á tímabilinu. Ben Gordon var sá eini í liði Bulls sem átti þokkalegan leik. Hann skoraði fimmtán stig en hinir fjórir í byrjunarliðinu - Luol Deng, Tyrus Thomas, Ben Wallace og Kirk Hinrich, komust ekki í tveggja stafa tölurnar. Deng hitti úr fjórum af ellefu skotum sínum utan af velli og Hinirch úr þremur af tólf. Hinrich sagði eftir leik að vörn liðsins væri „helter-skelter-vörn". Milwaukee var undir í þriðja leikhluta en Yi jafnaði metin í stöðunni 37-37. Yi bætti við öðrum tveimur stigum í næstu sókn og Bucks komnir í forystu. Redd hitti síðar úr tveimur þriggja stiga skotum í röð en á þessum kafla skoraði Milwaukee tólf stig í röð. Chicago tókst aldrei að ógna forystu heimamanna eftir það. „Það hefur verið mikið rætt og ritað um þennan unga dreng," sagði Larry Krystkowiak, þjálfari Milwaukee, um Yi. „Frammistaðan var góð fyrir sjálfstraustið hans. Þetta var auðvitað aðeins einn leikur en ég er engu að síður mjög stoltur af honum." Sjálfur sagði Yi eftir leik að leikurinn hafi verið mjög mikilvægur fyrir lið sitt. Hann naut liðsinnis túlks en gat að mestu tjáð sig sjálfur. „Þetta var fyrsti heimaleikur liðsins og við höfðum tapað tveimur í röð. Við urðum því að vinna," sagði Yi. Desmond Mason skoraði ekki nema fimm stig í leiknum í nótt og tók þrjú fráköst á þeim 29 mínútum sem hann spilaði. Engu að síður skoraði Milwaukee 24 stigum meira en andstæðingur sinn þegar hann var inn á vellinum. Yi kom einnig vel út úr þeim tölfræðiþætti en Bucks skoraði átján stigum meira en Chicago þegar hann var inn á vellinum. Houston Rockets - Portland Trail Blazers 89-80 Yao Ming stekkur hér vandræðalaust upp að körfunni.Nordic Photos / Getty Images Tracy McGrady og Yao Ming eru heitustu leikmenn NBA-deildarinnar um þessar mundir. Þeir hafa verið aðalmennirnir á bak við þrjá sigra liðsins á upphafi tímabilsins og í nótt skoruðu þeir samtals 41 stig af 89 stigum Houston gegn Portland. Ming skoraði 21 stig og tók tólf fráköst. McGrady skoraði 20 stig og gaf sex stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti í ellefu ár sem liðið vinnur fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Þeir tveir skoruðu einungis þrettán stig í seinni hálfleik en sterkur varnarleikur Houston varð til þess að Portland náði aldrei að ógna forystu liðsins. „Við þvinguðum þá til að taka erfið skot og héldum þeim utan teigsins," sagði McGrady eftir leik. Brandon Roy skoraði 23 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge bætti við 20. Þetta er í fyrsta skiptið í 21 ár sem Portland tapar fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Houston komst í 18-4 forystu og gaf það einfaldlega tóninn. Það var ekki fyrr en að úrslit leiksins voru ráðin að Portland fór að hitta almennilega úr skotunum sínum. „Við vorum betra liðið allt frá upphafi," sagði McGrady. „Við höfum verið svolítið flatir í síðustu leikjum en mættum öflugir til leiks í dag." Dallas Mavericks - Sacramento Kings 123-102 JJ Barea átti besta leik ferils síns í nótt.Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn JJ Barea var hetja kvöldsins þegar Dallas hristi af sér slengið eftir tapið fyrir Atlanta og gekk frá Sacramento, 123-102. Barea var í byrjunarliði Dallas í fyrsta skiptið á ferlinum og skoraði 25 stig í leiknum sem er persónulegt met. Hann hitti úr níu af ellefu skotum. sínum. Dallas var búið að rjúfa 100 stiga múrinn áður en þriðji leikhluti var allur. Um tíma leit út fyrir að liðið myndi bæta félagsmetið í bestu skotnýtingu en liðið hitti úr 45 skotum af 69 tilraunum eða 65,2%. Metið er 67,7% sem var sett árið 1983. Josh Howard var í banni í fyrstu tveimur leikjum Dallas en var stigahæstur í nótt með 27 stig. Dirk Nowitzky hitti einnig úr níu af ellefu skotum sínum og var með 24 stig. Barea var í byrjunarliði Dallas í fjarveru Devin Harris sem meiddist á hné í leiknum gegn Atlanta. Hann gaf allt sem hann átti og hlaut dúndrandi lófatak áhorfenda þegar hann þurfti að fara af velli snemma í fjórða leikhluta með krampa. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 28 stig og John Salomons bætti við 27. Mike Bibby er meiddur og Ron Artest í banni og munar um minna hjá Sacramento sem hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Sigurinn var aldrei í hættu. Forysta Dallas í seinni hálfleik var aldrei minni en þrettán stig. Utah Jazz - Golden State Warriors 133-110 Deron „D-Will“ Williams verst hér Baron Scott.Nordic Photos / Getty Images Utah gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 133 stig gegn Golden State í nótt en þessi lið mættust í undanúrslitum Vesturstrandarinnar í úrslitakeppninni í vor þar sem Utah fór með sigur af hólmi. Utah var með nítján stiga forystu í hálfleik, 65-46, en Golden State tókst að minnka muninn í sex stig þegar níu mínútur voru til leiksloka. Nær komst liðið þó ekki, fyrst og fremst vegna Deron Williams sem skoraði úr sjö af síðustu átta skotum sínum í leiknum. Sextán af 30 stigunum hans í nótt komu í fjórða leikhluta. Þetta var hæsta stigaskor Utah í einum leik síðan árið 1997 l þegar það lagði Minnesota, 133-124, í framlengdnum leik. Al Harrington var stigahæstur hjá Golden State með 38 stig og hitti úr fimmtán af tuttugu skotum sínum. Kelenna Azubuike bætti við sautján stigum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer nítján. „D-Will átti frábæran fjórða leikhluta," sagði Carlos Boozer. „Hann var sjóðandi heitur, Memo (Okur) einnig og ég líka. Við skutum virkilega vel." Don Nelson átti erfitt með að trúa gangi leiksins. „Þetta var ótrúlegt," sagði þjálfari Golden State. „Við náðum að minnka muninn í átta stig þegar um fimm mínútur voru eftir en næst þegar ég leit upp var munurinn orðinn átján stig." NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má hér finna ítarlega umfjöllun um þá alla. Houston vann sinn þriðja leik í jafn mörgu leikjum á tímabilnu, í þetta sinn gegn Portland Trail Blazers. Tracy McGrady og Yao Ming skiluðu sínu í nótt en voru ekkert að gera mikið meira en þeir þurftu. Hvorki gengur né rekur hjá Washington og Chicago sem eru enn án sigurs til þessa. Dallas Mavericks vann góðan sigur á Sacramento og þá skoraði Utah Jazz 133 stig gegn Golden State. Portland fellur einnig í sama flokk og Washington og Chicago (0-3) sem og Golden State og Sacramento. Philadelphia 76ers - New Jersey Nets 88-93 Richard Jefferson gengur frá einni troðslu í nótt.Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði þrefaldri tvennu gegn Philadelphia í nótt og það í 88. skiptið á ferlinum sínum. Hann skoraði sextán stig, tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Nets á Philadelphia. Richard Jefferson stóð einnig fyrir sínu og skoraði 22 stig og Vince Carter bætti við átján. Hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sextán stig og Kyle Korver bætti við ellefu og tók jafn mörg fráköst. New Jersey tapaði á föstudaginn fyrir Toronto með 38 stiga mun og þurftu nauðsynlega á sigri að halda upp á sjálfstraustið að gera. Leikurinn var jafn framan af en forysta Nets var fjögur stig í hálfleik. Philadelphia tókst þó að komast yfir í þriðja leikhluta en á endanum náði Nets aftur forystunni og var staðan 67-57 þegar fjórði leikhluti hófst. Þegar fjórar mínútur voru eftir tókst Philadelphia að minnka muninn í þrjú stig en þá tók Jason Kidd til sinna mála með góðum þristi. Philadelphia náði aldrei að brúa það bil og á endanum vann Nets með fimm stiga mun. „Hvað segiru, náði hann þrefaldri tvennu?" sagði Jefferson með kaldhæðnistón eftir leik. „Ef hann heldur áfram að leggja sig fram gæti hann náð nokkrum slíkum á ferlinum sínum." Jefferson sagði þó í fullri alvöru að Kidd hafi enn einu sinni sýnt af hverju hann telst vera einn sá besti í dag. „Við þurfum ekki að sanna neitt fyrir okkur sjálfum hér í dag heldur frekar að bæta upp fyrir tapið. Þetta var erfiður leikur og þurftum við að berjast fyrir hlutunum." Sjálfur var Kidd hógvær. „Ég reyndi bara að taka þau skot sem mér bauðst." Washington Wizards - Orlando Magic 82-94 Hedu Turkoglu átti frábæran leik fyrir Orlando í nótt.Nordic Photos / Getty Images Tímabilið byrjar ekki vel hjá Washington. Liðið tapaði fyrir Orlando í sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í nótt og hefur alls tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan 1992. Washington var með þriggja stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta, 67-64, en leikmenn liðsins hittu einungis úr fimm af 25 skotum sínum það sem eftir var og gáfu frá sér sigurinn. Hedo Torkoglu skoraði þrettán af sínum 25 skotum í fjórða leikhluta og var maðurinn á bak við sigur Orlando. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var Orlando aðeins með eins stigs forystu, 76-75. Næstu þrjár mínúturnar skoraði Washington hins vegar ekkert stig á meðan að Torkoglu skoraði níu í röð. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando í nótt, öll í fyrri hálfleik. Dwight Howard var með sautján stig og fimmtán fráköst. Gilbert Arenas náði sér alls ekki á strik í nótt og skoraði einungis tíu stig. Hann hitti úr fyrstu þremur skotum sínum en svo úr tveimur af tólf eftir það. Hann hitti úr engum af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Washington hitti þó úr sex þriggja stiga skotum í nótt en gegn Boston á föstudag hitti liðið úr engum slíkum skotum en gerðu alls sextán tilraunir til þess. Það er met í NBA-deildinni en í fyrsta leiknum hitti liðið ekki úr síðustu fjórum tilraunum sínum og ekki heldur úr fyrstu tveimur í nótt. Það þýðir að alls klúðruðu leikmenn liðsins 22 þriggja stiga skotum í röð. „Það er frekar stíft," sagði Arenas um hnéð sitt eftir leikinn. „Mér líður eins og það sé fimm punda lóð á því." Memphis Grizzlies - Indiana Pacers 111-121 Mike Dunleavy skartaði þessum glæsilegum saumum í vörninni í leiknum gegn Memphis.Nordic Photos / Getty Images Mike Dunleavy átti frábæran leik fyrir Indiana í nótt sem hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa - fyrst gegn Miami á heimavelli sínum. Í nótt vann liðið tíu stiga sigur á Memphis á útivelli og skoraði Dunleavy 27 stig í leiknum og tók þar að auki átta fráköst. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í vor í fyrsta skipti síðan 1997. „Þetta snýst meira um stoltið okkar," sagði Dunleavy eftir leikinn. „Okkur leið öllum ömurlega hvernig tímabilinu lauk hjá okkur í vor. Liðið er með óbragð í munninum og okkur finnst að það muni fylgja okkur allt þetta tímabil." Danny Granger var með 23 stig í nótt og Jamaal Tinsley fjórtán. Alls skoruðu sex leikmenn Indiana fleiri en tíu stig í nótt. Kyle Lowry bætti sitt persónulega met er hann skoraði nítján stig fyrir Memphis. Pau Gasol var með átján og tók tíu fráköst. Memphis komst aldrei yfir í leiknum en náði þó að minnka forskotið aðeins undir lok þriðja leikhluta. Þá tóku gestirnir til sinna mála og skoruðu fyrstu níu stigin í fjórða leikhluta og gerðu endanlega út um leikinn. Memphis tapaði 27 boltum í nótt og sagði þjálfari liðsins að eitthvað af þeim mætti skrifa á Indiana. „En ekki alla," sagði hann. Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 78-72 Yi Jinalian átti fínan leik fyrir Milwaukee.Nordic Photos / Getty Images Kínverjinn Yi Jianlian átti fínan leik í nótt þegar að Milwaukee vann sex stiga sigur á vængbrotnu liði Chicago í nótt. Hann skoraði sextán stig og tók átta fráköst en það var Michael Redd sem var stigahæstur með 27 stig. Bucks höfðu tapað fimmtán leikjum í röð fyrir liðum úr Miðriðlinum en með tapi sínu í nótt er Chicago enn án sigurs á tímabilinu. Ben Gordon var sá eini í liði Bulls sem átti þokkalegan leik. Hann skoraði fimmtán stig en hinir fjórir í byrjunarliðinu - Luol Deng, Tyrus Thomas, Ben Wallace og Kirk Hinrich, komust ekki í tveggja stafa tölurnar. Deng hitti úr fjórum af ellefu skotum sínum utan af velli og Hinirch úr þremur af tólf. Hinrich sagði eftir leik að vörn liðsins væri „helter-skelter-vörn". Milwaukee var undir í þriðja leikhluta en Yi jafnaði metin í stöðunni 37-37. Yi bætti við öðrum tveimur stigum í næstu sókn og Bucks komnir í forystu. Redd hitti síðar úr tveimur þriggja stiga skotum í röð en á þessum kafla skoraði Milwaukee tólf stig í röð. Chicago tókst aldrei að ógna forystu heimamanna eftir það. „Það hefur verið mikið rætt og ritað um þennan unga dreng," sagði Larry Krystkowiak, þjálfari Milwaukee, um Yi. „Frammistaðan var góð fyrir sjálfstraustið hans. Þetta var auðvitað aðeins einn leikur en ég er engu að síður mjög stoltur af honum." Sjálfur sagði Yi eftir leik að leikurinn hafi verið mjög mikilvægur fyrir lið sitt. Hann naut liðsinnis túlks en gat að mestu tjáð sig sjálfur. „Þetta var fyrsti heimaleikur liðsins og við höfðum tapað tveimur í röð. Við urðum því að vinna," sagði Yi. Desmond Mason skoraði ekki nema fimm stig í leiknum í nótt og tók þrjú fráköst á þeim 29 mínútum sem hann spilaði. Engu að síður skoraði Milwaukee 24 stigum meira en andstæðingur sinn þegar hann var inn á vellinum. Yi kom einnig vel út úr þeim tölfræðiþætti en Bucks skoraði átján stigum meira en Chicago þegar hann var inn á vellinum. Houston Rockets - Portland Trail Blazers 89-80 Yao Ming stekkur hér vandræðalaust upp að körfunni.Nordic Photos / Getty Images Tracy McGrady og Yao Ming eru heitustu leikmenn NBA-deildarinnar um þessar mundir. Þeir hafa verið aðalmennirnir á bak við þrjá sigra liðsins á upphafi tímabilsins og í nótt skoruðu þeir samtals 41 stig af 89 stigum Houston gegn Portland. Ming skoraði 21 stig og tók tólf fráköst. McGrady skoraði 20 stig og gaf sex stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti í ellefu ár sem liðið vinnur fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Þeir tveir skoruðu einungis þrettán stig í seinni hálfleik en sterkur varnarleikur Houston varð til þess að Portland náði aldrei að ógna forystu liðsins. „Við þvinguðum þá til að taka erfið skot og héldum þeim utan teigsins," sagði McGrady eftir leik. Brandon Roy skoraði 23 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge bætti við 20. Þetta er í fyrsta skiptið í 21 ár sem Portland tapar fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Houston komst í 18-4 forystu og gaf það einfaldlega tóninn. Það var ekki fyrr en að úrslit leiksins voru ráðin að Portland fór að hitta almennilega úr skotunum sínum. „Við vorum betra liðið allt frá upphafi," sagði McGrady. „Við höfum verið svolítið flatir í síðustu leikjum en mættum öflugir til leiks í dag." Dallas Mavericks - Sacramento Kings 123-102 JJ Barea átti besta leik ferils síns í nótt.Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn JJ Barea var hetja kvöldsins þegar Dallas hristi af sér slengið eftir tapið fyrir Atlanta og gekk frá Sacramento, 123-102. Barea var í byrjunarliði Dallas í fyrsta skiptið á ferlinum og skoraði 25 stig í leiknum sem er persónulegt met. Hann hitti úr níu af ellefu skotum. sínum. Dallas var búið að rjúfa 100 stiga múrinn áður en þriðji leikhluti var allur. Um tíma leit út fyrir að liðið myndi bæta félagsmetið í bestu skotnýtingu en liðið hitti úr 45 skotum af 69 tilraunum eða 65,2%. Metið er 67,7% sem var sett árið 1983. Josh Howard var í banni í fyrstu tveimur leikjum Dallas en var stigahæstur í nótt með 27 stig. Dirk Nowitzky hitti einnig úr níu af ellefu skotum sínum og var með 24 stig. Barea var í byrjunarliði Dallas í fjarveru Devin Harris sem meiddist á hné í leiknum gegn Atlanta. Hann gaf allt sem hann átti og hlaut dúndrandi lófatak áhorfenda þegar hann þurfti að fara af velli snemma í fjórða leikhluta með krampa. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 28 stig og John Salomons bætti við 27. Mike Bibby er meiddur og Ron Artest í banni og munar um minna hjá Sacramento sem hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Sigurinn var aldrei í hættu. Forysta Dallas í seinni hálfleik var aldrei minni en þrettán stig. Utah Jazz - Golden State Warriors 133-110 Deron „D-Will“ Williams verst hér Baron Scott.Nordic Photos / Getty Images Utah gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 133 stig gegn Golden State í nótt en þessi lið mættust í undanúrslitum Vesturstrandarinnar í úrslitakeppninni í vor þar sem Utah fór með sigur af hólmi. Utah var með nítján stiga forystu í hálfleik, 65-46, en Golden State tókst að minnka muninn í sex stig þegar níu mínútur voru til leiksloka. Nær komst liðið þó ekki, fyrst og fremst vegna Deron Williams sem skoraði úr sjö af síðustu átta skotum sínum í leiknum. Sextán af 30 stigunum hans í nótt komu í fjórða leikhluta. Þetta var hæsta stigaskor Utah í einum leik síðan árið 1997 l þegar það lagði Minnesota, 133-124, í framlengdnum leik. Al Harrington var stigahæstur hjá Golden State með 38 stig og hitti úr fimmtán af tuttugu skotum sínum. Kelenna Azubuike bætti við sautján stigum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Ronnie Brewer nítján. „D-Will átti frábæran fjórða leikhluta," sagði Carlos Boozer. „Hann var sjóðandi heitur, Memo (Okur) einnig og ég líka. Við skutum virkilega vel." Don Nelson átti erfitt með að trúa gangi leiksins. „Þetta var ótrúlegt," sagði þjálfari Golden State. „Við náðum að minnka muninn í átta stig þegar um fimm mínútur voru eftir en næst þegar ég leit upp var munurinn orðinn átján stig."
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira