Loksins sigur hjá Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 10:31 Jason Williams fer framhjá David Lee í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni á tímabilinu er liðið vann New York Knicks, 75-72. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það vann Indiana Pacers í apríl síðastliðnum en liðið tapaði 4-0 fyrir Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor og tapaði fimm fyrstu leikjunum á tímabilinu. Heat vann heldur ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Jason Williams skoraði gríðarlega mikilvæga körfu þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og kom Miami yfir, 73-72, en New York var með þriggja stiga forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 72-69. Williams innsiglaði svo sigurinn með því að nýta bæði vítaköstin sín þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Stephon Marbury reyndi að jafna metin með þriggja stiga skoti í blálokin en missti marks. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur," sagði Shaquille O'Neal eftir leik. Hann skoraði fjórtán stig í leiknum og var með níu fráköst. Williams var stigahæstur með sautján stig og Udonis Haslem með sextán en hann tók jafn mörg fráköst. Hjá New York var Eddy Curry stigahæstur með nítján stig en þeir Marbury og David Lee komu næstir með fjórtán stig. Lee tók einnig fjórtán fráköst og Marbury gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade er enn frá vegna meiðsla og lék því ekki með Miami í nótt né heldur Zach Randolph með New York en amma hans féll frá á dögunum. Isiah Thomas, þjálfari New York, sagði fyrir leik að hann vissi ekki hvenær Randolph myndi spila með liðinu á nýjan leik. Yao Ming og Tracy McGrady voru öflugir með Houston í nótt.Nordic Photos / Getty Images San Antonio og Houston öflug Boston er enn eina taplausa liðið í deildinni en tvö lið hafa unnið sex leiki til þessa og aðeins tapað einum. Það eru San Antonio, sem vann Milwaukee í nótt, 113-88, og Houston Rockets. Houston vann Charlotte Bobcats, 85-82. Yao Ming var sjóðheitur með Houston í nótt og skoraði 34 stig, þar af tvö úr vítaköstum þegar 20 sekúndur foru til leiksloka. Charlotte var með frumkvæðið lengst af í síðari hálfleik en Yao kom Houston yfir með áðurnefndum vítaköstum. Mike James innsiglaði svo sigurinn með tveimur vítaköstum í blálokin. Tracy McGrady var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 26 stigum í síðasta leikhlutanum. Matt Carroll skoraði sautján stig fyrir Charlotte og þeir Jason Richardson og Raymond Felton voru með sextán stig hvor. San Antonio lenti í engum vandræðum með Milwaukee sem var aðeins annað tveggja liða í deildinni sem vann allar sínar viðureignir sínar gegn San Antonio í deildakeppninni á síðustu leiktíð. Forysta San Antonio var mest 40 stig í leiknum en Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn og skoraði 21 stig þrátt fyrir að hann byrjaði á bekknum. Mo Williams skoraði sautján stig fyrir Milwaukee. Zydrunas Ilgauskas átti stórleik með Cleveland gegn LA Clippers.Nordic Photos / Getty Images Ilgauskas stal senunni Cleveland vann LA Clippers á útivelli, 103-95, í nótt. LeBron James átti góðan leik með Cleveland og skoraði 22 stig en Zydrunas Ilgauskas stal senunni og skoraði 25 stig í leiknum. Drew Gooden bætti við átján stigum og tók sautján fráköst. Clippers var með undirtökin í leiknum en fóru illa með forskotið undir lok leiksins. Engu að síður tókst liðinu að innbyrða sigurinn. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers sem tapaði sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu. Corey Maggette bætti við 25 stig og tók ellefu fráköst. New Orleans Hornets vann í nótt góðan sigur á Philadelphia, 93-72, eftir tvo tapleiki í röð. Tveir góðir sprettir fóru langt með að tryggja liðinu sigur, bæði 11-2 sprettur undir lok fyrri hálflleiks og 12-0 sprettur í þriðja leikhluta. David West og Chris Paul skoruðu sextán stig hjá New Orleans en hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sautján stig. Richard Hamilton reynir hér að skjóta að körfunni en Nick Collison er honum til varnar.Nordic Photos / Getty Images 0-7 hjá Seattle Richard Hamilton skoraði 32 stig í sigri Detroit Pistons á Seattle SuperSonics, 107-103. Góðir leikkaflar í upphafi leiks og undir lok hans dugði Detroit til að tryggja sér sigurinn. Seattle er enn án sigurs eftir sjö leiki í deildinni og er það versta byrjun liðsins frá upphafi. Detroit var með góða forystu í fyrri hálfleik og var hún mest 23 stig. En Seattle tókst að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka, 99-99. En nær komst liðið ekki og Detroit tók af skarið undir lokin. Kevin Durant skoraði nítján stig fyrir Seattle og Jeff Green bætti við sautján. Að síðustu vann Washington sinn fyrsta leik á tímabilinu með því að leggja Atlanta Hawks að velli, 101-90. Antawn Jamison og Caron Butler voru lykilmennirnir að sigri Washington en þeir skoruðu samtals 47 stig í leiknum. Butler ver með 23 stig og Jamison bætti við 23 og tók þar að auki fimmtán fráköst. Gilbert Arenas var með átján stig í leiknum. Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni á tímabilinu er liðið vann New York Knicks, 75-72. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það vann Indiana Pacers í apríl síðastliðnum en liðið tapaði 4-0 fyrir Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor og tapaði fimm fyrstu leikjunum á tímabilinu. Heat vann heldur ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Jason Williams skoraði gríðarlega mikilvæga körfu þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og kom Miami yfir, 73-72, en New York var með þriggja stiga forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 72-69. Williams innsiglaði svo sigurinn með því að nýta bæði vítaköstin sín þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Stephon Marbury reyndi að jafna metin með þriggja stiga skoti í blálokin en missti marks. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur," sagði Shaquille O'Neal eftir leik. Hann skoraði fjórtán stig í leiknum og var með níu fráköst. Williams var stigahæstur með sautján stig og Udonis Haslem með sextán en hann tók jafn mörg fráköst. Hjá New York var Eddy Curry stigahæstur með nítján stig en þeir Marbury og David Lee komu næstir með fjórtán stig. Lee tók einnig fjórtán fráköst og Marbury gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade er enn frá vegna meiðsla og lék því ekki með Miami í nótt né heldur Zach Randolph með New York en amma hans féll frá á dögunum. Isiah Thomas, þjálfari New York, sagði fyrir leik að hann vissi ekki hvenær Randolph myndi spila með liðinu á nýjan leik. Yao Ming og Tracy McGrady voru öflugir með Houston í nótt.Nordic Photos / Getty Images San Antonio og Houston öflug Boston er enn eina taplausa liðið í deildinni en tvö lið hafa unnið sex leiki til þessa og aðeins tapað einum. Það eru San Antonio, sem vann Milwaukee í nótt, 113-88, og Houston Rockets. Houston vann Charlotte Bobcats, 85-82. Yao Ming var sjóðheitur með Houston í nótt og skoraði 34 stig, þar af tvö úr vítaköstum þegar 20 sekúndur foru til leiksloka. Charlotte var með frumkvæðið lengst af í síðari hálfleik en Yao kom Houston yfir með áðurnefndum vítaköstum. Mike James innsiglaði svo sigurinn með tveimur vítaköstum í blálokin. Tracy McGrady var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 26 stigum í síðasta leikhlutanum. Matt Carroll skoraði sautján stig fyrir Charlotte og þeir Jason Richardson og Raymond Felton voru með sextán stig hvor. San Antonio lenti í engum vandræðum með Milwaukee sem var aðeins annað tveggja liða í deildinni sem vann allar sínar viðureignir sínar gegn San Antonio í deildakeppninni á síðustu leiktíð. Forysta San Antonio var mest 40 stig í leiknum en Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn og skoraði 21 stig þrátt fyrir að hann byrjaði á bekknum. Mo Williams skoraði sautján stig fyrir Milwaukee. Zydrunas Ilgauskas átti stórleik með Cleveland gegn LA Clippers.Nordic Photos / Getty Images Ilgauskas stal senunni Cleveland vann LA Clippers á útivelli, 103-95, í nótt. LeBron James átti góðan leik með Cleveland og skoraði 22 stig en Zydrunas Ilgauskas stal senunni og skoraði 25 stig í leiknum. Drew Gooden bætti við átján stigum og tók sautján fráköst. Clippers var með undirtökin í leiknum en fóru illa með forskotið undir lok leiksins. Engu að síður tókst liðinu að innbyrða sigurinn. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers sem tapaði sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu. Corey Maggette bætti við 25 stig og tók ellefu fráköst. New Orleans Hornets vann í nótt góðan sigur á Philadelphia, 93-72, eftir tvo tapleiki í röð. Tveir góðir sprettir fóru langt með að tryggja liðinu sigur, bæði 11-2 sprettur undir lok fyrri hálflleiks og 12-0 sprettur í þriðja leikhluta. David West og Chris Paul skoruðu sextán stig hjá New Orleans en hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sautján stig. Richard Hamilton reynir hér að skjóta að körfunni en Nick Collison er honum til varnar.Nordic Photos / Getty Images 0-7 hjá Seattle Richard Hamilton skoraði 32 stig í sigri Detroit Pistons á Seattle SuperSonics, 107-103. Góðir leikkaflar í upphafi leiks og undir lok hans dugði Detroit til að tryggja sér sigurinn. Seattle er enn án sigurs eftir sjö leiki í deildinni og er það versta byrjun liðsins frá upphafi. Detroit var með góða forystu í fyrri hálfleik og var hún mest 23 stig. En Seattle tókst að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka, 99-99. En nær komst liðið ekki og Detroit tók af skarið undir lokin. Kevin Durant skoraði nítján stig fyrir Seattle og Jeff Green bætti við sautján. Að síðustu vann Washington sinn fyrsta leik á tímabilinu með því að leggja Atlanta Hawks að velli, 101-90. Antawn Jamison og Caron Butler voru lykilmennirnir að sigri Washington en þeir skoruðu samtals 47 stig í leiknum. Butler ver með 23 stig og Jamison bætti við 23 og tók þar að auki fimmtán fráköst. Gilbert Arenas var með átján stig í leiknum. Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira