NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Dallas Mavericks vann sinn tólfta sigurleik í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 125-112 sigur á Minnesota Timberwolves. Cleveland Cavaliers vann tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs þrátt fyrir að leika án stórstjörnunnar LeBron James.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bobcats lagði Lakers

Charlotte Bobcats gerði sér lítið fyrir í nótt og skellti NBA-meisturum Los Angeles Lakers. Stephen Jackson skoraði 21 stig fyrir kettina í 98-83 sigri liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver rúllaði yfir Oklahoma

Denver fór illa með heitt lið Oklahoma í nótt. Oklahoma búið að vinna 12 af síðustu 14 en Denver hafði tapað tveim leikjum í röð áður en liðið mætti Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers lagði Denver

Það var mikið talað um að LA Lakers hefði sent skýr skilaboð í gær með því að leggja Denver af velli. Kobe Bryant, leikmaður Lakers, leit þó aðeins á sigurinn sem enn einn sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Mountain Dew-fíkli meinað að tyggja rör

Caron Butler, leikmaður Dallas Mavericks, hefur þann sérstaka ávana að tyggja rör á meðan hann spilar körfubolta. Það má ekkert í NBA lengur því deildin hefur nú tekið fyrir þennan sérstaka sið leikmannsins. Honum hefur verið skipað að skilja rörin eftir heima.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe: Ég er klár í slaginn

Kobe Bryant mun í nótt spila sinn fyrsta körfuboltaleik fyrir LA Lakers síðan 5. febrúar. Átján daga hvíldin hefur skilað sínu og Kobe segist vera klár í bátana.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-deildin: Atlanta vann langþráðan sigur gegn Utah

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar langþráður 100-105 sigur Atlanta Hawks gegn Utah Jazz á útivelli. Atlanta hafði ekki unnið í Salt Lake City í sautján ár eða síðan árið 1993 og biðin því orðin ansi löng.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson líklega hættur aftur

Endurkomu Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers virðist vera lokið. Samkvæmt heimildum Sports Illustrated er Iverson hættur hjá félaginu til þess að vera hjá dóttur sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðja tap Cleveland í röð - lengsta taphrinan í tvö ár

Það gengur ekkert hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið lá 101-95 fyrir Orlando Magic. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem LeBron James og félagar tapa þremur leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Skelfileg frumraun hjá Jamison og Cleveland tapaði aftur

Cleveland Cavaliers tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt þegar liðið lá 93-110 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Antawn Jamison lék sinn fyrsta leik með toppliði NBA-deildarinnar en átti skelfilegan dag, klikkaði á öllum tólf skotum sínu, var blokkaður fimm sinnum og skaut tveimur loftboltum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Toppliðin töpuðu bæði - Denver endaði sigurgöngu Cleveland

Carmelo Anthony og félagar í Denver Nuggets enduðu þrettán leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 118-116 sigri í frábærum framlengdum leik liðanna í Cleveland í nótt en Cleveland er með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í körfubolta. Topplið Vesturdeildarinnar, Los Angeles Lakers, tapaði einnig þegar Boston vann 87-86 sigur í Staples Center.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-skipti: Antawn Jamison fór til Cleveland en ekki Stoudemire

Cleveland Cavaliers fékk í nótt Antawn Jamison frá Washington Wizards þegar þrjú NBA-lið skiptu á milli sín leikmönnum. Drew Gooden fer til Los Angeles Clippers og Zydrunas Ilgauskas fer til Washington Wizards auk valréttar og réttinum fyrir Emir Preldzic. Cleveland fékk einnig Sebastian Telfair frá Clippers í þessum skiptum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dwight Howard í miklum ham með Orlando í nótt

Dwight Howard var í miklum ham í nótt þegar Orlando Magic vann 116-91 sigur á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta. Howard var með 33 stig, 17 fráköst og 7 varin skot í leiknum og Orlando vann sinn ellefta sigur í síðustu fjórtán leikjum. Vince Carter var með 20 stig fyrir Orlando en Richard Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit.

Körfubolti