Körfubolti

Barnes valdi frekar titlvonir hjá Lakers en peningana í Cleveland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matt Barnes.
Matt Barnes. Mynd/AFP
Matt Barnes er nýjasti leikmaðurinn hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en framherjinn spilaði stórt hlutverk hjá Orlando Magic á síðasta tímabili. Barnes var með betra launatilboð frá Cleveland Cavaliers en valdi frekar Lakers.

Matt Barnes er 30 ára og 201 sm lítill framherji sem hefur spilað með sjö liðum íNBA-deildinni: Los Angeles Clippers (2004), Sacramento Kings (2004-05), New York Knicks (2005), Philadelphia 76ers (2005-06), Golden State Warriors (2006-08), Phoenix Suns (2008-09) og Orlando Magic (2009-10).

Barnes var með 8,8 stig og 5,5 fráköst að meðaltali með Orlando Magic á síðasta tímabili en skorað 10.2 stig í leik fyrir Phoenix Suns tímabilið á undan.

Los Angeles Lakers mun borga Barnes 1,7 milljónir dollara fyrir þetta tímabil með möguleika á að fá 1,9 milljónir fyrir tímabilið á eftir.

Tilboð Cleveland hljóðaði upp á 7 milljónir punda fyrir þessi tvö ár eða 3,4 milljónum dollara meira sem eru meira 417 milljónir í íslenskum krónum.

Los Angeles Lakers samdi einnig við miðherjann Theo Ratliff í nótt en hann er orðinn 37 ára gamall og verður varamaður fyrir þá Pau Gasol og Andrew Bynum. Ratliff er þarna að fara að spila fyrir sitt níunda NBA-félag á ferlinum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×