Durant með sigurkörfuna gegn Dallas | Óvæntur sigur Orlando Kevin Durant reyndist hetja Oklahoma Thunderbirds í eins stigs sigri á Dallas Mavericks í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Durant skoraði sigurkörfuna 1,5 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 29. apríl 2012 09:43
Meiðsli Rose alvarleg | Missir af úrslitakeppninni Sigur Chicaco Bulls á Philadelphia 76ers í gær reyndist liðinu dýrkeyptur. Derrick Rose, skærasta stjarna liðsins, meiddist á hné undir lok leiksins og nú er ljóst að hann sleit krossband í hné og missir af úrslitakeppninni. Körfubolti 29. apríl 2012 09:25
LeBron sjóðandi heitur í stórsigri Miami á New York Lebron James fór á kostum með Miami Heat sem rúllaði yfir New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni sem fram fór í gær. Lokatölurnar urðu 100-67 Miami í vil. Körfubolti 29. apríl 2012 09:11
Sigur hjá Chicago en Rose meiddist Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag. Körfubolti 28. apríl 2012 19:57
NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali. Körfubolti 27. apríl 2012 11:15
NBA: Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni? Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland í lokaumferð NBA deildarinnar í nótt. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð. Körfubolti 27. apríl 2012 09:30
Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð. Körfubolti 27. apríl 2012 08:45
Kobe þarf að skora 38 stig í nótt til að verða stigakóngur Það er nokkuð undir hjá Kobe Bryant í kvöld en hann getur orðið stigakóngur NBA-deildarinnar nái hann að skora 38 stig gegn Sacramento í nótt. Körfubolti 26. apríl 2012 17:15
Treyja Rose vinsælust í NBA-deildinni Kobe Bryant og LeBron James eru ekki lengur vinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar. Í það minnsta ekki ef mið er tekið af treyjusölu í NBA-deildinni. Körfubolti 26. apríl 2012 15:45
Taphrina Charlotte heldur áfram | líklega lélegasta lið allra tíma Chicago verður með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni og er liðið til alls líklegt. Í nótt lagði Chicago lið Indiana á útivelli 92-87 og er Chicago með sama vinningshlutfall og San Antonio Spurs sem er í efsta sæti Vesturdeildar. Derrick Rose hafði hægt um sig í liði Chicago en hann skoraði aðeins 10 stig en gaf 7 stoðsendingar. Sport 26. apríl 2012 09:29
Howard bíður eftir að komast frá Magic Dwight Howard gerði sitt besta til þess að komast frá Orlando Magic fyrir þessa leiktíð en hafði ekki erindi sem erfiði. Líkurnar á því að hann verði enn leikmaður Orlando eftir sumarið eru nánast engar. Körfubolti 25. apríl 2012 14:15
Heimsfriðurinn fékk sjö leikja bann | 45 milljóna kr. olnbogaskot Metta World Peace leikmaður LA Lakers var í gær úrskurðaður í sjö leikja keppnisbann af NBA deildinni. "Heimsfriður“ sem áður bar nafnið Ron Artest sló Jason Harden leikmann Oklahoma af miklu afli með olnboganum í leik sem fram fór s.l. sunnudag. Framherjinn Metta World Peace mun því missa af flestum leikjum LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 25. apríl 2012 09:45
NBA: Utah í úrslitakeppnina og Phoenix sat eftir | Durant stigahæstur Utah tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með 100-88 sigri gegn Phoenix í NBA deildinni í körfubolta í gær. Bæði lið áttu möguleika á því sæti fyrir leikinn. Þar með lauk átta leikja taphrinu Utah sem mætir líklega San Antonio í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. Utah getur enn endað í 7. sæti ef Denver tapar báðum leikjum sínum sem liðið á eftir. Körfubolti 25. apríl 2012 09:00
Rodman þarf mögulega að fara í fangelsi Bandarískir slúðurmiðlar greindu frá því í dag að frákastakóngurinn Dennis Rodman, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, þurfi mögulega að fara í fangelsi vegna vangoldinna meðlagsgreiðsla. Körfubolti 24. apríl 2012 22:45
San Antonio tryggði sér efsta sætið | 76‘ers í úrslitakeppnina Fimm leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Línur eru farnar að skýrast hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. San Antonio Spurs tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni með 124-89 sigri á heimavelli gegn Portland. Philadelphia 76‘ers leikur í úrslitakeppninni í Austurdeildinni eftir 105-87 sigur gegn New Jersey á útivelli. Körfubolti 24. apríl 2012 09:00
Chicago búið að vinna Austurdeildina Utah og Philadelphia unnu bæði mikilvæga sigra eftir framlengda leiki í nótt. Denver tryggði sig inn í úrslitakeppninni með sigri á Phoenix sem gæti misst af úrslitakeppninni. Körfubolti 22. apríl 2012 11:30
Kobe snéri aftur en Spurs valtaði yfir Lakers Gömlu mennirnir hjá San Antonio gefa ekkert eftir og pökkuðu liði LA Lakers saman í annað sinn á fimm dögum í nótt. Það hafði ekkert að segja fyrir Lakers að fá Kobe Bryant aftur. Körfubolti 21. apríl 2012 11:30
Howard spilar ekki meira í vetur og missir líklega af ÓL Skrautlegu tímabili miðherja Orlando Magic, Dwight Howard, er lokið og hann mun líklega ekki heldur taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar. Körfubolti 20. apríl 2012 11:30
Miami snéri niður nautin frá Chicago Miami hélt í vonina um að ná efsta sæti Austurdeildar með góðum heimasigri á Chicago í nótt. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Dwyane Wade 18. Körfubolti 20. apríl 2012 08:48
NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Körfubolti 19. apríl 2012 09:45
Verður liðið hans Jordans það lélegasta í sögu NBA deildarinnar? Charlotte Bobcats er á góðri leið með að slá met í NBA deildinni sem ekkert lið vill eiga. Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, er aðeins með 10,6% vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur og er það slakasti árangur allra tíma. Það eru aðeins sex leikir eftir hjá Charlotte Bobcats á leiktíðinni og ef liðið tapar þeim öllum þá slær það met sem er í eigu Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-1973 þegar liðið var með aðeins 11% vinningshlutfall. Körfubolti 18. apríl 2012 14:00
Parker afgreiddi Lakers | Knicks lagði Boston Tony Parker fór mikinn og var með tvöfalda tvennu er San Antonio Spurs pakkaði LA Lakers saman. Parker skoraði 29 stig og gaf 13 fráköst. Spurs getur nú ekki lent neðar en í öðru sæti Vesturdeildar. Körfubolti 18. apríl 2012 09:08
Hornets fær nýjan eiganda | Ætlar að breyta nafni liðsins Körfuboltalífið í New Orleans er að fá góðar fréttir þessa dagana. Tom Benson, eigandi NFL-liðsins New Orleans Saints, er búinn að kaupa körfuboltalið borgarinnar af NBA-deildinni og svo verður stjörnuleikur NBA-deildarinnar haldinn í borginni árið 2014. Körfubolti 17. apríl 2012 13:45
Clippers komið í úrslitakeppnina | LeBron með sýningu LA Clippers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 2006 er það vann glæstan sigur á Oklahoma. Þeir héldu Oklahoma í aðeins 77 stigum sem er það minnsta sem Oklahoma hefur skorað í vetur. Körfubolti 17. apríl 2012 08:45
Lakers búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe LA Lakers vann góðan sigur á meisturum Dallas í framlengdum leik í nótt. Liðið var án Kobe Bryant og því urðu aðrir leikmenn liðsins að stíga upp. Körfubolti 16. apríl 2012 09:03
NBA í nótt: Durant og Westbrook með 78 stig Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta, vann enn einn sigurinn þegar liðið mætti Minnesota í nótt. Körfubolti 15. apríl 2012 10:03
NBA í nótt: Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni LA Lakers er nú öruggt með sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir öruggan sigur á Denver í nótt, 103-97. Körfubolti 14. apríl 2012 10:30
NBA í nótt: Chicago vann toppslaginn Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt en þá hafði toppliðið, Chicago Bulls, betur gegn Miami Heat í framlengdum leik, 96-86. Körfubolti 13. apríl 2012 09:00
NBA í nótt: Bynum tók 30 fráköst Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök hjá LA Lakers sem vann góðan sigur á San Antonio Spurs á útivelli, 98-84. Körfubolti 12. apríl 2012 09:00
NBA í nótt: Boston vann Miami Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 11. apríl 2012 09:00