„Við fórum beint úr því að vera ömurlegir í frábærir“ „Þetta er geggjuð tilfinning, að skrifa söguna fyrir KA. Maður hefur unnið bikar áður en þetta er svolítið sætara,“ sagði mögulegi markaskorarinn en staðfesti bikarmeistarinn Viðar Örn Kjartansson eftir úrslitaleikinn sem vannst 2-0 gegn Víkingi. Íslenski boltinn 21.9.2024 19:16
„Það hlaut að koma að því“ Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. Íslenski boltinn 21.9.2024 19:00
Uppgjörið: KA bikarmeistari í fyrsta sinn KA er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2024 eftir 2-0 sigur á Víkingum sem höfðu einokað bikarinn undanfarin ár. Íslenski boltinn 21.9.2024 15:16
Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Íslenski boltinn 19.9.2024 14:52
Fresta bikarúrslitaleik karla til 21. september Víkingar eiga góða möguleika á því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og það kallar á breytingar á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 16. ágúst 2024 09:34
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 14:17
„Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild“ Stjarnan tapaði gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hafði betur í vítaspyrnukeppni og Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir leik. Sport 3. júlí 2024 23:08
„Ég bað um að taka fimmta vítið“ Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, tók síðasta vítið og skaut sínu liði áfram. Sport 3. júlí 2024 23:05
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Víkingur - Stjarnan 1-1 (5-4) | Víkingar í úrslit enn á ný Víkingur er komið í úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í fimmta skiptið í röð eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 22:25
Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 15:01
Hallgrímur: Við hefðum getað skorað sjö mörk Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var kátur í leikslok í kvöld eftir að hafa slegið stórlið Valsmanna út úr bikarnum og komist þar með í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir KA-menn en Hallgrímur er búinn að koma sínum mönnum á beinu brautina. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 20:25
Uppgjör og viðtöl: KA - Valur 3-2 | KA sló út Val og komst í bikarúrslitin annað árið í röð KA-menn hafa aldrei unnið bikarinn en þeir spila sinn fimmta bikarúrslitaleik í haust eftir 3-2 sigur á stjörnuprýddu liði Valsmanna á Akureyri í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur í lið Vals en það dugði ekki til að koma liðinu á Laugardalsvöllinn. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 20:02
Undanúrslit Mjólkurbikarsins: Arnar Grétarsson fer á fornar slóðir og bikarmeistararnir fá Stjörnuna Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar munu mætast KA og Valur annars vegar, Víkingur og Stjarnan hins vegar. Íslenski boltinn 13. júní 2024 21:59
„Einn sá besti sem KA hefur haft í sögunni” Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður eftir að hafa tryggt KA farseðil í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 3-0 sigri gegn Fram á heimavelli. Íslenski boltinn 13. júní 2024 21:52
Helgi Guðjónss.: Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá Helgi Guðjónsson var einn af þeim leikmönnum Víkings sem hafði hvað mest áhrif á útkomu leiks þeirra gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri og var ánægður með dagsverkið. Fótbolti 13. júní 2024 21:37
Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Íslenski boltinn 13. júní 2024 21:04
Leik lokið: KA - Fram 3-0 | KA í undanúrslit eftir hundraðasta mark Hallgríms Mar KA er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir afar öruggan 3-0 sigur gegn Fram. Bjarni Aðalsteinsson setti tvö mörk og Hallgrímur Mar gulltryggði sigurinn með sínu hundraðasta marki fyrir félagið, sem gerði hann að markahæsta leikmanni í sögu KA. Íslenski boltinn 13. júní 2024 20:00
Uppgjörið, myndir og viðtöl: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. Íslenski boltinn 13. júní 2024 18:30
„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Fótbolti 12. júní 2024 21:41
„Þurfum að fara láta þetta falla fyrir okkur núna“ „Það er eiginlega erfitt að einhvernveginn setja það í orð skilurðu, maður er einhvernveginn ekki alveg búinn að átta sig á tilfinningunum eftir leikinn þannig ég þarf eiginlega bara að fá að þessa pass við þessari spurningu“, sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sem var eðlilega enn að jafna sig eftir að hafa dottið út úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni þar sem eina mark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartíma. Fótbolti 12. júní 2024 21:16
Uppgjör: Þór Ak. - Stjarnan 0-1 | Róbert Frosti dró Stjörnuna í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Lengjudeildar liði Þórs á Akureyri fyrr í kvöld. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir annars bragðdaufan leik. Íslenski boltinn 12. júní 2024 17:16
„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“ Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur. Fótbolti 9. júní 2024 21:53
Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið. Íslenski boltinn 9. júní 2024 15:15
Tveir leikir á Akureyri og bikarmeistararnir lentu á móti Fylki Dregið var í dag í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta hjá báðum kynjum og það verða tveir Bestu deildar slagir hjá bæði körlum og konum. Íslenski boltinn 21. maí 2024 12:23
Valsmenn síðastir inn í átta liða úrslit Valur varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla er liðið vann 3-1 útisigur gegn Aftureldingu. Fótbolti 17. maí 2024 21:26
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti