Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hóstandi Eldborgargestir í sam­keppni við Víking Heiðar

Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni.

Lífið
Fréttamynd

Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli

Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music.

Erlent
Fréttamynd

Fagna nýju frum­varpi um Þjóðaróperu

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Víkingur tryllti og stillti

Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“

Gagnrýni
Fréttamynd

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent
Fréttamynd

Oppenheimer raðaði inn BAFTA verð­launum

Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru bar­þjónar að horfa á?

Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið
Fréttamynd

Mátti kenna Leoncie við nektar­dans

Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær.

Innlent
Fréttamynd

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Langaði að ramma inn ör­væntinguna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við ástsæla lagið Hvers vegna varst’ekki kyrr, hér í ábreiðu Sölku Valsdóttur, neonme, fyrir kvikmyndina Natatorium.

Tónlist
Fréttamynd

Ferskur and­blær í hlustunarpartýi Ízleifs

Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. 

Tónlist
Fréttamynd

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið
Fréttamynd

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Einn stærsti teknó plötu­snúður heims spilar á Radar

Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða.

Lífið
Fréttamynd

Æðis­leg Dorrit stal senunni í Bíó Para­dís

Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu  þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 

Lífið
Fréttamynd

Leið yfir gest á Kannibalen

„Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói.

Lífið