Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:09 Sýn og Síminn hafa snúið bökum saman í málinu. Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira