„Hluti af mér dó með honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Lagið „Síðasta augnablikið“ fjallar um stundina sem Dagmar átti ásamt fjölskyldu og vinum þegar þau kvöddu föður hennar á líknardeildinni. Vísir/Vilhelm „Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall. Í gær kom lagið „Síðasta augnablikið“ út á Spotify. Um er að ræða fyrsta frumsamda lag Dagmarar og fjallar það um seinustu stundina sem hún átti með föður sínum. Mætti í skólann með kökkinn í hálsinum Einar Öder, faðir Dagmarar var stórt nafni í heimi hestamennskunnar, bæði hér heima og erlendis og var um tíma landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Þegar hann greindist með krabbamein árið 2013 var Dagmar 15 ára gömul. „Það byrjaði sem blöðruhálskirtilskrabbi og náði að dreifa sér hratt í beinin.“ Faðir hennar háði hetjulega baráttu við meinið næstu tvö árin. Hann lést þann 16. febrúar árið 2015. Vísir greindi frá því á sínum tíma að fjölmenni hefði verið við útför Einars frá Hallgrímskirkju og vakti það sérstaka athygli að gæðingurinn Glóðafeykir frá Halakoti, sem færði Einari sigur í B-flokki á landsmóti 2012, var viðstaddur þennan dag. Hann fylgdi eiganda sínum síðasta spölinn. „Ég var á þessum tíma sautján að verða átján ára gamall unglingur, á öðru ári í framhaldskóla. Á þessum tímapunkti vissi ég að ég þyrfti að þroskast hratt,“ segir Dagmar. „Ég tók því kannski full alvarlega og mætti í skólann og sjúkraþjálfun daginn eftir, með kökkinn í hálsinum en höfuðið hátt. Það skipti pabba nefnilega svo miklu máli að við systkinin stæðum okkur vel í skóla, og héldum áfram að mennta okkur, mættum á æfingar og í raun héldum áfram með lífið. Á þessum tíma var ég á fullu í handbolta en var með slitið krossband og var því ekki að keppa. En ég mætti á alla leiki og var þannig alltaf hluti af liðinu, eða ég reyndi það að minnsta kosti. Þannig í raun var þetta mjög erfiður tími; bæði var pabbi minn fárveikur og það var mjög óvíst hvað hann ætti mikið eftir og svo sleit ég krossband sama ár og missti úr landsliðverkefni og fleira sem ég var búin að vera að stefna að.“ Fékk hestabakteríuna í gegnum pabba Einar Öder var einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins. Það var því ekki að undra að Dagmar skyldi smitast snemma af áhuga á íþróttinni. „Ég ólst upp innan um hesta á sveitabænum Halakot sem er rétt fyrir utan Selfoss. Foreldrar mínir störfuðu sem atvinnumenn í hestum og stofnuðu fyrirtækið Góðhestar ehf. árið 1991, sem er enn starfandi í dag undir stjórn móður minnar, Svanhvítar Kristjánsdóttur. Í þeim rekstri voru þau að rækta hross, keppa, sýna og selja hross bæði á Íslandi og erlendis. Pabbi var líka reiðkennari og ferðaðist út um allan heim að kenna fólki á íslenska hestinn. Hann var líka landsliðseinvaldur og í raun mikill hestamaður og náttúrubarn. Ég tengdist pabba mikið í gegnum hestamennskuna og þegar ég var ung þá fékk ég stundum að hvíla mig frá skólanum og ferðast með honum í stutta vinnuferð erlendis yfir helgi. Mér leið frekar illa í skólanum; ég var meðal annars greind með lesblindu og námið reyndist mér krefjandi. Grunnskólakerfið hentaði mér illa, ég vildi vera úti í náttúrunni og helst spila fótbolta með strákunum. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að læra en það sem ég var alltaf rosalega góð í var danska. Mamma pabba sem er dönsk var dugleg að tala við mig dönsku þegar ég var yngri. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tungumálum og öðrum heimsálfum. Það vita samt í raun ekki margir að ég er lesblind. Ég vil meina að lesblindan hafi ekki haldið aftur að mér í grunnskóla, heldur var það að neyðast til þess að læra hluti sem ég hafði engan veginn áhuga á. Mér gekk mjög vel í framhaldskóla þrátt fyrir stöðuna á pabba, það var eiginlega þá sem ég setti í þriðja gírinn," segir Dagmar en í dag hefur hún lokið Bsc gráðu í ferðamálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein og hefur starfað sem viðskiptastjóri hjá Icelandair Cargo undanfarin þrjú ár. Dagmar segir andlát föður síns hafa mótað sig fyrir lífstíð. Sorgin hverfi aldrei. „Ég og pabbi vorum mikið tengd og var virkilega erfitt að missa hann svona ung. Hluti af mér dó með honum. Erfiðast er þó að halda áfram lífinu án hans. Mér líður oft eins og að pabbi sé í langri vinnuferð að kenna og komi bráðum heim, en svo er ekki raunin. Ég er enn að syrgja pabba í dag. Maður neyðist bara til þess að vinna í sjálfum sér og í sorginni þannig að hún hafi ekki slæm áhrif á líf manns og með því að gera vinnuna, þá verður maður á endanum það andlega sterkur að ekkert getur brotið mann. Maður bognar kannski einstöku sinnum, og það er fullkomlega eðlilegt.“ Skrifin voru græðandi Í þessum mánuði verða liðin níu ár frá því að Einar Öder féll frá. „Pabbi lést þann 16.febrúar 2015 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hann fékk síðan að fagna afmælinu sínu með fólkinu sínu að handan, af því afmælið hans er daginn eftir dánardaginn, þann 17.febrúar. Febrúarmánuður reynist okkur fjölskyldunni alltaf erfiður en á sama tíma reynum við alltaf að koma saman, setja á okkur sparibrosið, deila minningum, borða góðan mat og fagna afmæli pabba,“ segir Dagmar. Fyrir tveimur árum byrjaði Dagmar að nýta sér skrif til að fanga þær fjölmörgu minningar sem hún átti af föður sínum. Eitt leiddi af öðru og í kjölfarið varð lagið „Síðasta augnablikið“ til. „Lagið byrjaði í raun sem ljóð, eða texti sem ég bjó til þegar ég átti mjög erfiðan dag. Ég var frekar lítil í mér og þegar ég er lítil í mér þá hugsa ég alltaf til pabba og um þær góðu minningar sem við áttum saman. Ég hugsa oft hvað hefði pabbi gert í þessari aðstöðu, eða sagt og svo framvegis. Nema það, að þegar ég var að hugsa til þessarar minningar þá fór ég að reyna að rifja upp aðrar minningar sem ég hafði gleymt. Þær sátu svo fast í mér þessar erfiðu minningar; að fylgjast með pabba hrakna og missa allan kraft, sjúkrabílaferðir snemma morguns fyrir skóla, grípa pabba í fangið þegar lappirnar gáfu sig og tárin og vonbrigðin í augunum á honum þegar hann játaði sig loksins sigraðan. Ég fór að hafa áhyggjur af því að glata þessum fallegu minningum og hreinlega byrja að gleyma þeim. Þannig að ég fór að byrja að skrifa þessar minningar niður og úr þessum minningum varð til heill hellingur af ljóðum, og textum. En þessi skrif byrjuðu svo einnig að nýtast mér sem hjálpartæki við að vinna úr mínum áföllum og erfiðleikum í lífinu. Það er líka gott að lesa yfir þau og láta eins og maður sé komin aftur í tímann.“ Dagmar byrjaði á sínum tíma að skrifa niður minningarnar af föður sínum og það átti heldur betur eftir að vinda upp á sig.Vísir/Vilhelm Erfið en falleg minning Lagið „Síðasta augnablikið“ fjallar um stundina sem Dagmar átti ásamt fjölskyldu og vinum þegar þau kvöddu föður hennar á líknardeildinni. „Lagið er í raun sagan af því þegar ég fyrst opnaði hurðina að herbergi pabba á líknardeildinni, þar sem hann lá og gat ekki tjáð sig eða komið upp orði. Það síðasta sem hann náði að segja við mig á dánarbeðinu var: „Ég er sáttur“. Dagmar bætir við að þó svo að þessi minning sé ofboðslega erfið þá sé hún á sama tíma afskaplega falleg. „Ég er svo ofboðslega þakklát að hafa fengið tækifæri á að vera með pabba síðasta spölinn. Það eru ekki margir sem fá að kveðja ástvini, og það munaði litlu að ég fengi ekki að kveðja hann. Ég var svo heppin að hafa fengið að kveðja hann og halda utan um hann þegar hann tók sinn síðasta andardrátt,“ segir hún. Á einum stað í laginu segir: Ég fæ ekkert svar er ég tala við þig Ég heyri andardráttinn þyngjast þegar þú horfir á mig, Ég skynja um leið kvalir og leggst þér við hlið, Ég hvísla til þín pabbi ég elska þig „Ég lagðist við hliðina á honum í rúminu hans en hann var lengi að vilja fara í ljósið, og streittist mikið á móti. Það var eins og hann vildi ekki skilja okkur eftir eða eins og hann hefði áhyggjur af okkur. Stuttu seinna hvíslaði ég í eyrað á honum: „Pabbi við skulum leggja okkur saman.“ Þá náði hann að slaka á og síðan var ég vakin upp stuttu seinna þegar hann var að taka sinn síðasta andardrátt. Ég man svo vel að ég sagði að það væri allt í lagi fyrir hann að fara; að við myndum spjara okkur og passa vel upp á hvort annað. Ég sagði honum að ég „elskaði hann að vanda“ eins og kemur fram í textanum. Restin af textanum er síðan mín sýn á það hvernig hann fór inn í ljósið, að þar hafi beðið hans gamall vinur, hestur, eftir honum sem hann kannaðist við og að þeir hafi síðan flogið „heim“. Óvenjuleg jólagjöf Þegar Dagmar byrjaði að setja saman textann að laginu fyrir tveimur árum var hún í fæðingarorlofi og var í vandræðum með að finna jólagjafir handa fjölskyldunni. „Ég vildi reyna að hafa þetta einfalt og ákvað að prufa að búa til lag við textann sem um ræðir og gefa fjölskyldunni minni það óvænt í jólagjöf, og þar af leiðandi deila þessari minningu með þeim. Svo er ég svo heppin að eiga frænda sem er einn besti upptökustjóri landsins, hann Magnús Øder. Ég hringdi í Magnús og spurði hvort að hann gæti hjálpað mér að búa til lag undir textann. Ég hummaði þá laglínu sem ég vildi hafa og hann í raun fann gítarhljóm undir, útsetti lagið og spilaði inn gítar og bassa og svo tók hann mig upp syngja.“ Dagmar bætir við að fyrir þetta hafi í raun enginn heyrt hana syngja áður. „En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á söng og tónlist frá því ég man eftir mér. Ég kenndi sjálfri mér að syngja og suðaði og suðaði í foreldrum mínum að fá að æfa söng, en fékk það ekki í gegn vegna þess að það komst ekki fyrir, ég var í fimleikum, frjálsum, handbolta, fótbolta og hestum þannig það var lítill tími fyrir annað. Þannig að ég söng aðallega í sturtu, upp í hesthúsi og svo inn á gamla Nokia símann hans pabba. Ég vissi í raun ekki að ég hafði fína söngrödd, ekki fyrr en hann Magnús sagði að ég væri „afburða góð og hefði gott pitch“ eins og það kallast í tónlistarheiminum og að ég hefði komið honum verulega á óvart. Hann var mjög hissa á því að ég kynni að syngja.“ Þegar fjölskylda Dagmarar fékk að heyra lagið var ljóst að það hafði tilætluð áhrif. „Fjölskyldan mín fékk fyrst að heyra það og voru þau mjög ánægð með „jólagjöfina“. Ég fékk að heyra það um daginn frá systur pabba að þegar hún hugsar til hans og saknar hans þá hlustar hún á lagið. Hún nær svo mikilli tengingu við það. Einnig hlusta systkinin mín á lagið og þeim finnst eins og þau séu komin aftur í tímann og það rifjast upp fyrir þeim hvað lagið er nákvæmlega eins og augnablikið var. Þar með er markmiðinu mínu náð.“ Brast í grát Í fyrstu hugðist Dagmar ekki fara neitt lengra með lagið. „En síðan vildi ég setja það inn á Spotify, til þess að heiðra minningu pabba, og einnig þannig að allir vinir og vandamenn pabba hefðu aðgang að laginu, eða að þessari stund þegar hann var að kveðja okkur. Ég fór þá í að fínpússa lagið enn þá meira með Magnúsi en fannst alltaf eitthvað vanta, mig langaði til þess að syngja lagið upp á nýtt. Ég segi síðan við hann Magnús að ég vilji fá mögulega munnhörpu hljóm inn í lagið, því ég vildi hafa lagið í anda pabba, sem var mikill hestamaður og kunni meðal annars á munnhörpu sjálfur. Magnús segir þá við mig að hann viti um mann í verkið en að það sé besti munnhörpuleikarileikari landsins og hann gæti spurt hann hvort hann gæti bætt því inn ásamt slide gítar.“ Dagmar fékk dygga aðstoð frá frænda sínum, Magnúsi Øder við gerð lagsins.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir er Þorleifur Gaukur, betur þekktur sem Gaukur í Kaleo. „Gaukur tók vel í þetta og bætti hljóðfærunum við. Magnús sendir mér þá nýja útgáfu af laginu á mig og ég brast í grát; lagið var loksins í anda pabba, það var eins og hann hefði samið lagið sjálfur. Gauki var svo sannarlega ætlað að vera partur af þessu lagi en ég komst síðan að því að hann hefði einnig misst pabba sinn, sem var mikill hestamaður. Hann lést í slysi við tamningar.“ Hún tekur fram að án Gauks og Magnús Øder hefði lagið aldrei orðið til, og hún er einstaklega þakklát fyrir þeirra framlag. Steingrímur Teague, söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower spilaði síðan á Wurlitzer píanó í laginu. „Það má í raun má segja að þetta sé ekki bara lagið mitt, heldur er þetta lagið okkar, Magnúsar og Gauks líka.“ Síðasta augnablikið kom út á Spotify í gær, 16. febrúar, á dánardegi Einars Öder. Dagmar segir fallegt að sjá hvað tónlist getur haft mikil áhrif, og jafnvel ákveðinn lækningamátt; gert fólki kleift að vinna úr tilfinningum. Hún sé spennt, þakklát og meir að geta nú loksins deilt laginu með öðrum. „Ég vil með þessu heiðra minningu pabba míns, og einnig heiðra minningu föður Gauks sem lést í slysi við tamningar. Ég samdi lagið með það í huga að 16.febrúar 2015 yrði sá dagur sem engin gleymir,“ segir hún. „Því þó svo að það sé erfitt að halda í hendina á ástvini sínum síðasta spölinn, þá er það ekki sjálfgefið og er ég ofboðslega þakklát að hafa fengið að eiga þessa fallegu stund með mínu fólki.“ Tónlist Sorg Hestaíþróttir Helgarviðtal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Í gær kom lagið „Síðasta augnablikið“ út á Spotify. Um er að ræða fyrsta frumsamda lag Dagmarar og fjallar það um seinustu stundina sem hún átti með föður sínum. Mætti í skólann með kökkinn í hálsinum Einar Öder, faðir Dagmarar var stórt nafni í heimi hestamennskunnar, bæði hér heima og erlendis og var um tíma landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Þegar hann greindist með krabbamein árið 2013 var Dagmar 15 ára gömul. „Það byrjaði sem blöðruhálskirtilskrabbi og náði að dreifa sér hratt í beinin.“ Faðir hennar háði hetjulega baráttu við meinið næstu tvö árin. Hann lést þann 16. febrúar árið 2015. Vísir greindi frá því á sínum tíma að fjölmenni hefði verið við útför Einars frá Hallgrímskirkju og vakti það sérstaka athygli að gæðingurinn Glóðafeykir frá Halakoti, sem færði Einari sigur í B-flokki á landsmóti 2012, var viðstaddur þennan dag. Hann fylgdi eiganda sínum síðasta spölinn. „Ég var á þessum tíma sautján að verða átján ára gamall unglingur, á öðru ári í framhaldskóla. Á þessum tímapunkti vissi ég að ég þyrfti að þroskast hratt,“ segir Dagmar. „Ég tók því kannski full alvarlega og mætti í skólann og sjúkraþjálfun daginn eftir, með kökkinn í hálsinum en höfuðið hátt. Það skipti pabba nefnilega svo miklu máli að við systkinin stæðum okkur vel í skóla, og héldum áfram að mennta okkur, mættum á æfingar og í raun héldum áfram með lífið. Á þessum tíma var ég á fullu í handbolta en var með slitið krossband og var því ekki að keppa. En ég mætti á alla leiki og var þannig alltaf hluti af liðinu, eða ég reyndi það að minnsta kosti. Þannig í raun var þetta mjög erfiður tími; bæði var pabbi minn fárveikur og það var mjög óvíst hvað hann ætti mikið eftir og svo sleit ég krossband sama ár og missti úr landsliðverkefni og fleira sem ég var búin að vera að stefna að.“ Fékk hestabakteríuna í gegnum pabba Einar Öder var einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins. Það var því ekki að undra að Dagmar skyldi smitast snemma af áhuga á íþróttinni. „Ég ólst upp innan um hesta á sveitabænum Halakot sem er rétt fyrir utan Selfoss. Foreldrar mínir störfuðu sem atvinnumenn í hestum og stofnuðu fyrirtækið Góðhestar ehf. árið 1991, sem er enn starfandi í dag undir stjórn móður minnar, Svanhvítar Kristjánsdóttur. Í þeim rekstri voru þau að rækta hross, keppa, sýna og selja hross bæði á Íslandi og erlendis. Pabbi var líka reiðkennari og ferðaðist út um allan heim að kenna fólki á íslenska hestinn. Hann var líka landsliðseinvaldur og í raun mikill hestamaður og náttúrubarn. Ég tengdist pabba mikið í gegnum hestamennskuna og þegar ég var ung þá fékk ég stundum að hvíla mig frá skólanum og ferðast með honum í stutta vinnuferð erlendis yfir helgi. Mér leið frekar illa í skólanum; ég var meðal annars greind með lesblindu og námið reyndist mér krefjandi. Grunnskólakerfið hentaði mér illa, ég vildi vera úti í náttúrunni og helst spila fótbolta með strákunum. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að læra en það sem ég var alltaf rosalega góð í var danska. Mamma pabba sem er dönsk var dugleg að tala við mig dönsku þegar ég var yngri. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tungumálum og öðrum heimsálfum. Það vita samt í raun ekki margir að ég er lesblind. Ég vil meina að lesblindan hafi ekki haldið aftur að mér í grunnskóla, heldur var það að neyðast til þess að læra hluti sem ég hafði engan veginn áhuga á. Mér gekk mjög vel í framhaldskóla þrátt fyrir stöðuna á pabba, það var eiginlega þá sem ég setti í þriðja gírinn," segir Dagmar en í dag hefur hún lokið Bsc gráðu í ferðamálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein og hefur starfað sem viðskiptastjóri hjá Icelandair Cargo undanfarin þrjú ár. Dagmar segir andlát föður síns hafa mótað sig fyrir lífstíð. Sorgin hverfi aldrei. „Ég og pabbi vorum mikið tengd og var virkilega erfitt að missa hann svona ung. Hluti af mér dó með honum. Erfiðast er þó að halda áfram lífinu án hans. Mér líður oft eins og að pabbi sé í langri vinnuferð að kenna og komi bráðum heim, en svo er ekki raunin. Ég er enn að syrgja pabba í dag. Maður neyðist bara til þess að vinna í sjálfum sér og í sorginni þannig að hún hafi ekki slæm áhrif á líf manns og með því að gera vinnuna, þá verður maður á endanum það andlega sterkur að ekkert getur brotið mann. Maður bognar kannski einstöku sinnum, og það er fullkomlega eðlilegt.“ Skrifin voru græðandi Í þessum mánuði verða liðin níu ár frá því að Einar Öder féll frá. „Pabbi lést þann 16.febrúar 2015 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hann fékk síðan að fagna afmælinu sínu með fólkinu sínu að handan, af því afmælið hans er daginn eftir dánardaginn, þann 17.febrúar. Febrúarmánuður reynist okkur fjölskyldunni alltaf erfiður en á sama tíma reynum við alltaf að koma saman, setja á okkur sparibrosið, deila minningum, borða góðan mat og fagna afmæli pabba,“ segir Dagmar. Fyrir tveimur árum byrjaði Dagmar að nýta sér skrif til að fanga þær fjölmörgu minningar sem hún átti af föður sínum. Eitt leiddi af öðru og í kjölfarið varð lagið „Síðasta augnablikið“ til. „Lagið byrjaði í raun sem ljóð, eða texti sem ég bjó til þegar ég átti mjög erfiðan dag. Ég var frekar lítil í mér og þegar ég er lítil í mér þá hugsa ég alltaf til pabba og um þær góðu minningar sem við áttum saman. Ég hugsa oft hvað hefði pabbi gert í þessari aðstöðu, eða sagt og svo framvegis. Nema það, að þegar ég var að hugsa til þessarar minningar þá fór ég að reyna að rifja upp aðrar minningar sem ég hafði gleymt. Þær sátu svo fast í mér þessar erfiðu minningar; að fylgjast með pabba hrakna og missa allan kraft, sjúkrabílaferðir snemma morguns fyrir skóla, grípa pabba í fangið þegar lappirnar gáfu sig og tárin og vonbrigðin í augunum á honum þegar hann játaði sig loksins sigraðan. Ég fór að hafa áhyggjur af því að glata þessum fallegu minningum og hreinlega byrja að gleyma þeim. Þannig að ég fór að byrja að skrifa þessar minningar niður og úr þessum minningum varð til heill hellingur af ljóðum, og textum. En þessi skrif byrjuðu svo einnig að nýtast mér sem hjálpartæki við að vinna úr mínum áföllum og erfiðleikum í lífinu. Það er líka gott að lesa yfir þau og láta eins og maður sé komin aftur í tímann.“ Dagmar byrjaði á sínum tíma að skrifa niður minningarnar af föður sínum og það átti heldur betur eftir að vinda upp á sig.Vísir/Vilhelm Erfið en falleg minning Lagið „Síðasta augnablikið“ fjallar um stundina sem Dagmar átti ásamt fjölskyldu og vinum þegar þau kvöddu föður hennar á líknardeildinni. „Lagið er í raun sagan af því þegar ég fyrst opnaði hurðina að herbergi pabba á líknardeildinni, þar sem hann lá og gat ekki tjáð sig eða komið upp orði. Það síðasta sem hann náði að segja við mig á dánarbeðinu var: „Ég er sáttur“. Dagmar bætir við að þó svo að þessi minning sé ofboðslega erfið þá sé hún á sama tíma afskaplega falleg. „Ég er svo ofboðslega þakklát að hafa fengið tækifæri á að vera með pabba síðasta spölinn. Það eru ekki margir sem fá að kveðja ástvini, og það munaði litlu að ég fengi ekki að kveðja hann. Ég var svo heppin að hafa fengið að kveðja hann og halda utan um hann þegar hann tók sinn síðasta andardrátt,“ segir hún. Á einum stað í laginu segir: Ég fæ ekkert svar er ég tala við þig Ég heyri andardráttinn þyngjast þegar þú horfir á mig, Ég skynja um leið kvalir og leggst þér við hlið, Ég hvísla til þín pabbi ég elska þig „Ég lagðist við hliðina á honum í rúminu hans en hann var lengi að vilja fara í ljósið, og streittist mikið á móti. Það var eins og hann vildi ekki skilja okkur eftir eða eins og hann hefði áhyggjur af okkur. Stuttu seinna hvíslaði ég í eyrað á honum: „Pabbi við skulum leggja okkur saman.“ Þá náði hann að slaka á og síðan var ég vakin upp stuttu seinna þegar hann var að taka sinn síðasta andardrátt. Ég man svo vel að ég sagði að það væri allt í lagi fyrir hann að fara; að við myndum spjara okkur og passa vel upp á hvort annað. Ég sagði honum að ég „elskaði hann að vanda“ eins og kemur fram í textanum. Restin af textanum er síðan mín sýn á það hvernig hann fór inn í ljósið, að þar hafi beðið hans gamall vinur, hestur, eftir honum sem hann kannaðist við og að þeir hafi síðan flogið „heim“. Óvenjuleg jólagjöf Þegar Dagmar byrjaði að setja saman textann að laginu fyrir tveimur árum var hún í fæðingarorlofi og var í vandræðum með að finna jólagjafir handa fjölskyldunni. „Ég vildi reyna að hafa þetta einfalt og ákvað að prufa að búa til lag við textann sem um ræðir og gefa fjölskyldunni minni það óvænt í jólagjöf, og þar af leiðandi deila þessari minningu með þeim. Svo er ég svo heppin að eiga frænda sem er einn besti upptökustjóri landsins, hann Magnús Øder. Ég hringdi í Magnús og spurði hvort að hann gæti hjálpað mér að búa til lag undir textann. Ég hummaði þá laglínu sem ég vildi hafa og hann í raun fann gítarhljóm undir, útsetti lagið og spilaði inn gítar og bassa og svo tók hann mig upp syngja.“ Dagmar bætir við að fyrir þetta hafi í raun enginn heyrt hana syngja áður. „En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á söng og tónlist frá því ég man eftir mér. Ég kenndi sjálfri mér að syngja og suðaði og suðaði í foreldrum mínum að fá að æfa söng, en fékk það ekki í gegn vegna þess að það komst ekki fyrir, ég var í fimleikum, frjálsum, handbolta, fótbolta og hestum þannig það var lítill tími fyrir annað. Þannig að ég söng aðallega í sturtu, upp í hesthúsi og svo inn á gamla Nokia símann hans pabba. Ég vissi í raun ekki að ég hafði fína söngrödd, ekki fyrr en hann Magnús sagði að ég væri „afburða góð og hefði gott pitch“ eins og það kallast í tónlistarheiminum og að ég hefði komið honum verulega á óvart. Hann var mjög hissa á því að ég kynni að syngja.“ Þegar fjölskylda Dagmarar fékk að heyra lagið var ljóst að það hafði tilætluð áhrif. „Fjölskyldan mín fékk fyrst að heyra það og voru þau mjög ánægð með „jólagjöfina“. Ég fékk að heyra það um daginn frá systur pabba að þegar hún hugsar til hans og saknar hans þá hlustar hún á lagið. Hún nær svo mikilli tengingu við það. Einnig hlusta systkinin mín á lagið og þeim finnst eins og þau séu komin aftur í tímann og það rifjast upp fyrir þeim hvað lagið er nákvæmlega eins og augnablikið var. Þar með er markmiðinu mínu náð.“ Brast í grát Í fyrstu hugðist Dagmar ekki fara neitt lengra með lagið. „En síðan vildi ég setja það inn á Spotify, til þess að heiðra minningu pabba, og einnig þannig að allir vinir og vandamenn pabba hefðu aðgang að laginu, eða að þessari stund þegar hann var að kveðja okkur. Ég fór þá í að fínpússa lagið enn þá meira með Magnúsi en fannst alltaf eitthvað vanta, mig langaði til þess að syngja lagið upp á nýtt. Ég segi síðan við hann Magnús að ég vilji fá mögulega munnhörpu hljóm inn í lagið, því ég vildi hafa lagið í anda pabba, sem var mikill hestamaður og kunni meðal annars á munnhörpu sjálfur. Magnús segir þá við mig að hann viti um mann í verkið en að það sé besti munnhörpuleikarileikari landsins og hann gæti spurt hann hvort hann gæti bætt því inn ásamt slide gítar.“ Dagmar fékk dygga aðstoð frá frænda sínum, Magnúsi Øder við gerð lagsins.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir er Þorleifur Gaukur, betur þekktur sem Gaukur í Kaleo. „Gaukur tók vel í þetta og bætti hljóðfærunum við. Magnús sendir mér þá nýja útgáfu af laginu á mig og ég brast í grát; lagið var loksins í anda pabba, það var eins og hann hefði samið lagið sjálfur. Gauki var svo sannarlega ætlað að vera partur af þessu lagi en ég komst síðan að því að hann hefði einnig misst pabba sinn, sem var mikill hestamaður. Hann lést í slysi við tamningar.“ Hún tekur fram að án Gauks og Magnús Øder hefði lagið aldrei orðið til, og hún er einstaklega þakklát fyrir þeirra framlag. Steingrímur Teague, söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower spilaði síðan á Wurlitzer píanó í laginu. „Það má í raun má segja að þetta sé ekki bara lagið mitt, heldur er þetta lagið okkar, Magnúsar og Gauks líka.“ Síðasta augnablikið kom út á Spotify í gær, 16. febrúar, á dánardegi Einars Öder. Dagmar segir fallegt að sjá hvað tónlist getur haft mikil áhrif, og jafnvel ákveðinn lækningamátt; gert fólki kleift að vinna úr tilfinningum. Hún sé spennt, þakklát og meir að geta nú loksins deilt laginu með öðrum. „Ég vil með þessu heiðra minningu pabba míns, og einnig heiðra minningu föður Gauks sem lést í slysi við tamningar. Ég samdi lagið með það í huga að 16.febrúar 2015 yrði sá dagur sem engin gleymir,“ segir hún. „Því þó svo að það sé erfitt að halda í hendina á ástvini sínum síðasta spölinn, þá er það ekki sjálfgefið og er ég ofboðslega þakklát að hafa fengið að eiga þessa fallegu stund með mínu fólki.“
Tónlist Sorg Hestaíþróttir Helgarviðtal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira